Skammaði Þorgerði á leiðinni úr ráðherrastóli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Jón Gunnarsson átelur vinnubrögð fyrrverandi ráðherra. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýtti tækifærið á ríkisráðsfundi fráfarandi ríkisstjórnar á Bessastöðum í gær og gerði athugasemdir við ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stækkun friðunarsvæðis hvala í Faxaflóa. Jón telur vinnubrögð Þorgerðar við reglugerðarbreytinguna í vikunni hafa verið ámælisverð. Sonur Jóns er einn þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í málinu. Þorgerður vonar að ný ríkisstjórn gangi enn lengra. „Hún gerði þetta í skjóli myrkurs. Ég var að spyrja hana af hverju hún hafi ekki farið þá leið sem okkur er uppálagt samkvæmt vandaðri stjórnsýslu,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið. Hann gagnrýnir að fyrir reglugerðarbreytinguna, sem var eitt síðasta verk Þorgerðar í ráðherrastóli þann 29. nóvember, hafi hagsmunaðilar ekki fengið að veita umsagnir og að engar málefnalegar forsendur hafi verið fyrir því að stækka friðunarsvæðið.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir„Mér finnst þetta ámælisvert. Þessi reglugerð var gefin út án samráðs við hagsmunaaðila, án kynningar eða viðvarana til þeirra sem eiga afkomu sína undir. Þetta hefur varanleg áhrif á afkomu ákveðinna fyrirtækja. Svo geta menn reynt að gera það tortryggilegt að það er sonur minn sem rekur eitt þessara fyrirtækja. Það hefur ekkert með það að gera. Ég var byrjaður að berjast fyrir hvalveiðum áður en hann hafði lokið grunnskólanámi. Skoðun mín hefur ekkert breyst,“ segir Jón en sonur hans hefur um árabil stundað hrefnuveiðar. Jón segir rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á ferlum hvalaskoðunarskipa sýni að stækkunin muni ekki skipta þau fyrirtæki máli enda fari þau ekki einu sinni nærri þeim mörkum sem fyrir voru. Þorgerður Katrín segir hins vegar sjónarmið allra helstu aðila málsins hafa legið fyrir frá fyrri ákvörðunum um bæði stækkun og síðast minnkun friðunarsvæðisins. „Síðan þá er alveg skýrt hver eru sjónarmið Reykjavíkurborgar, hvalafriðunar, ferðaþjónustu og líka þeirra sem reka hrefnuveiðifyrirtækið og svo er það bara mín pólitíska ákvörðun að ákveða þetta. En þetta er afturkræf ákvörðun. Það hefur sýnt sig að hver ríkisstjórn getur ákveðið þetta.“ Þorgerður segist hafa gert sér grein fyrir því hver skoðun fyrirtækis sonar Jóns hafi verið á málinu, Jón hafi verið búinn að tjá henni hana. „Þetta er mín ákvörðun, ég stend við hana, þetta er táknrænt skref og ég tel að næsta skref sé einfaldlega að endurmeta og endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Jón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýtti tækifærið á ríkisráðsfundi fráfarandi ríkisstjórnar á Bessastöðum í gær og gerði athugasemdir við ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stækkun friðunarsvæðis hvala í Faxaflóa. Jón telur vinnubrögð Þorgerðar við reglugerðarbreytinguna í vikunni hafa verið ámælisverð. Sonur Jóns er einn þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í málinu. Þorgerður vonar að ný ríkisstjórn gangi enn lengra. „Hún gerði þetta í skjóli myrkurs. Ég var að spyrja hana af hverju hún hafi ekki farið þá leið sem okkur er uppálagt samkvæmt vandaðri stjórnsýslu,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið. Hann gagnrýnir að fyrir reglugerðarbreytinguna, sem var eitt síðasta verk Þorgerðar í ráðherrastóli þann 29. nóvember, hafi hagsmunaðilar ekki fengið að veita umsagnir og að engar málefnalegar forsendur hafi verið fyrir því að stækka friðunarsvæðið.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir„Mér finnst þetta ámælisvert. Þessi reglugerð var gefin út án samráðs við hagsmunaaðila, án kynningar eða viðvarana til þeirra sem eiga afkomu sína undir. Þetta hefur varanleg áhrif á afkomu ákveðinna fyrirtækja. Svo geta menn reynt að gera það tortryggilegt að það er sonur minn sem rekur eitt þessara fyrirtækja. Það hefur ekkert með það að gera. Ég var byrjaður að berjast fyrir hvalveiðum áður en hann hafði lokið grunnskólanámi. Skoðun mín hefur ekkert breyst,“ segir Jón en sonur hans hefur um árabil stundað hrefnuveiðar. Jón segir rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á ferlum hvalaskoðunarskipa sýni að stækkunin muni ekki skipta þau fyrirtæki máli enda fari þau ekki einu sinni nærri þeim mörkum sem fyrir voru. Þorgerður Katrín segir hins vegar sjónarmið allra helstu aðila málsins hafa legið fyrir frá fyrri ákvörðunum um bæði stækkun og síðast minnkun friðunarsvæðisins. „Síðan þá er alveg skýrt hver eru sjónarmið Reykjavíkurborgar, hvalafriðunar, ferðaþjónustu og líka þeirra sem reka hrefnuveiðifyrirtækið og svo er það bara mín pólitíska ákvörðun að ákveða þetta. En þetta er afturkræf ákvörðun. Það hefur sýnt sig að hver ríkisstjórn getur ákveðið þetta.“ Þorgerður segist hafa gert sér grein fyrir því hver skoðun fyrirtækis sonar Jóns hafi verið á málinu, Jón hafi verið búinn að tjá henni hana. „Þetta er mín ákvörðun, ég stend við hana, þetta er táknrænt skref og ég tel að næsta skref sé einfaldlega að endurmeta og endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26