Handaband lýsandi nafn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2017 14:15 Guðný Katrín Einarsdóttir, Erla Dís Arnardóttir og Andrea Fanney Jónsdóttir stofnuðu þróunarverkefnið Handaband. Mynd/Þórdís Reynisdóttir Við erum þrjár sem stöndum að verkefninu Handabandi. Erum allar textílhönnuðir og ég er líka iðjuþjálfi, Erla Dís Arnardóttir er handavinnukennari og Andrea Fanney Jónsdóttir klæðskeri. Þannig að við erum gott teymi þegar við sameinum krafta okkar og Handaband er lýsandi nafn,“ segir Guðný Katrín Einarsdóttir. Hún segir tilgang Handabands að bjóða upp á skapandi starf fyrir fólk sem er utan vinnumarkaðar af einhverjum ástæðum. „Við leggjum áherslu á umhverfisvernd og endurvinnslu og því er allur okkar efniviður bútar sem falla til við fataframleiðslu á Íslandi. Hingað til höfum við eingöngu unnið úr þannig afgöngum og búum til eitthvað alveg nýtt úr þeim. Höfum verið í samstarfi við Glófa, Cintamani og Hugin Munin, svo nokkrir séu nefndir. Við fáum alls konar efnisbúta, ullarefni, bómullarefni og fleira, skyrtuefni fáum til til dæmis frá Hugin Munin.“ Guðný Katrín segir ekki um föst verkefni að ræða heldur verði hlutir til í hópunum sem mæti og vinni úr efnunum hverju sinni. „Við hönnuðirnir leggjum áherslu á vinnuaðferðir og litapælingar og fólk sem mætir hjá okkur fær þannig leiðbeiningar en engan tilbúinn pakka. Í þessu ferli getur orðið til einhver afurð sem yrði söluvara en hingað til hefur fólk verið að gera einn og einn hlut fyrir sjálft sig.“ Handaband er með aðstöðu í félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar á Vitatorgi á mánudögum frá 10 til 12.30 og föstudögum frá 13 til 15.30. Guðný Katrín segir hana opna öllum aldurshópum. „Hingað til hefur meirihluti þeirra sem sækja félagsmiðstöðina verið eldri borgarar en samstarfið við Virk hefur beint þangað fólki sem hefur dottið út af vinnumarkaði af heilsufarsástæðum og er í endurhæfingu. Við erum í hefðbundinni handavinnustofu þannig að þar eru saumavélar og fleira sem við höfum not af.“ Styrkurinn frá Virk er Handabandi mikils virði, að sögn Guðnýjar Katrínar. „Handaband er verkefni sem við trúum á og styrkurinn hvetur okkur til að halda áfram og bæta frekar í. Það hófst sem hugsjón og var þá unnið í sjálfboðavinnu en styrkurinn gerir okkur í raun kleift að halda áfram að vinna að verkefninu og þróa það enn frekar.“ Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Við erum þrjár sem stöndum að verkefninu Handabandi. Erum allar textílhönnuðir og ég er líka iðjuþjálfi, Erla Dís Arnardóttir er handavinnukennari og Andrea Fanney Jónsdóttir klæðskeri. Þannig að við erum gott teymi þegar við sameinum krafta okkar og Handaband er lýsandi nafn,“ segir Guðný Katrín Einarsdóttir. Hún segir tilgang Handabands að bjóða upp á skapandi starf fyrir fólk sem er utan vinnumarkaðar af einhverjum ástæðum. „Við leggjum áherslu á umhverfisvernd og endurvinnslu og því er allur okkar efniviður bútar sem falla til við fataframleiðslu á Íslandi. Hingað til höfum við eingöngu unnið úr þannig afgöngum og búum til eitthvað alveg nýtt úr þeim. Höfum verið í samstarfi við Glófa, Cintamani og Hugin Munin, svo nokkrir séu nefndir. Við fáum alls konar efnisbúta, ullarefni, bómullarefni og fleira, skyrtuefni fáum til til dæmis frá Hugin Munin.“ Guðný Katrín segir ekki um föst verkefni að ræða heldur verði hlutir til í hópunum sem mæti og vinni úr efnunum hverju sinni. „Við hönnuðirnir leggjum áherslu á vinnuaðferðir og litapælingar og fólk sem mætir hjá okkur fær þannig leiðbeiningar en engan tilbúinn pakka. Í þessu ferli getur orðið til einhver afurð sem yrði söluvara en hingað til hefur fólk verið að gera einn og einn hlut fyrir sjálft sig.“ Handaband er með aðstöðu í félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar á Vitatorgi á mánudögum frá 10 til 12.30 og föstudögum frá 13 til 15.30. Guðný Katrín segir hana opna öllum aldurshópum. „Hingað til hefur meirihluti þeirra sem sækja félagsmiðstöðina verið eldri borgarar en samstarfið við Virk hefur beint þangað fólki sem hefur dottið út af vinnumarkaði af heilsufarsástæðum og er í endurhæfingu. Við erum í hefðbundinni handavinnustofu þannig að þar eru saumavélar og fleira sem við höfum not af.“ Styrkurinn frá Virk er Handabandi mikils virði, að sögn Guðnýjar Katrínar. „Handaband er verkefni sem við trúum á og styrkurinn hvetur okkur til að halda áfram og bæta frekar í. Það hófst sem hugsjón og var þá unnið í sjálfboðavinnu en styrkurinn gerir okkur í raun kleift að halda áfram að vinna að verkefninu og þróa það enn frekar.“
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira