Innlent

Hlín Magnúsdóttir, TravAble og RÚV hlutu Hvatningarverðlaun ÖBÍ

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Verðlaunahafar Hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands 2017.
Verðlaunahafar Hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands 2017. ÖBÍ
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands afhenti í dag Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands 2017 en hann er verndari verðlaunanna. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum en þetta er í ellefta sinn sem Öryrkjabandalagið stendur fyrir Hvatningarverðlaununum.

Í ár hlaut Hlín Magnúsdóttir verðlaun í flokki einstaklinga, fyrir brennandi áhuga og frumkvæði að fjölbreyttum kennsluaðferðum. Travable hlaut verðlaun í flokki fyrirtækja og stofnana, fyrir hönnun og þróun á smáforriti með upplýsingum um aðgengi. RÚV hlaut verðlaun í flokknum umfjöllun og kynningar, fyrir þættina Með okkar augum sem kynntir og sýndir voru á besta áhorfstíma. 

Við verðlaunaafhendinguna fluttu erindi þau Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Katrín Oddsdóttir, hæstaréttarlögmaður og starfsmaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf, Bergþór Grétar Böðvarsson sem hlaut Hvatningarverðlaunin í flokki einstaklinga árið 2011 og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands verndari verðlaunanna. Þórunn Árnadóttir hannaði verðlaunagripinn. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×