Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mikið hefur dregið úr hælisumsóknum frá borgurum ríkja sem flokkuð eru sem örugg. Útlit er fyrir mun færri hælisumsóknir í ár. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Við fjöllum líka um áframhaldandi greiðslustöðvun United Silicon en alþjóðlegir fjárfestar hafa sýnt kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins áhuga. Í fréttatímanum verður rætt við Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi dómara við Hæstarétt en hann telur aðferð við skipun dómara hér á landi stórgallaða. Dómsmálaráðherra segir að ekki standi til að breyta aðferðinni en boðar breytingar á reglum um störf dómnefndar um hæfni dómara.

Við fjöllum líka um mikla eftirspurn eftir gistirýmum í Reykjavík yfir áramótin en aðeins eitt prósent gistirýma í Reykjavík á Airbnb eru á lausu og hafa verð rokið upp vegna umframeftirspurnar. Þá hittum við frumkvöðla á Hornafirði sem hönnuðu gítara með snertiskjám og led-ljósum sem þeir hafa sett í framleiðslu á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×