Efni innra með mér sagði: „Þú þarft að fyrirfara þér“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 21:30 Ginger Zee er vinsæl sjónvarpsstjarna vestan hafs. Vísir / Getty Images „Ég hafði misst alla von. Ég bara lokaðist. Það var ekki þess virði að lifa. Ég var að eyða tíma fólks,“ segir sjónvarpsstjarnan Ginger Zee, veðurfræðingur í þættinum Good Morning America, í viðtali við People. Hún bætir við að hún hafi reynt að fyrirfara sér þegar hún var 21 árs með því að taka inn allar pillurnar sem hún fann í lyfjaskápnum sínum. Þáverandi kærasti hennar kom henni til bjargar og fór með hana á sjúkrahús. Sem betur fer voru lyfin sem hún tók ekki banvæn en í kjölfarið var Ginger greind með þunglyndi. „Ég hef upplifað þunglyndi í ýmsum myndum en ég var hjálparvana og vonlaus í fyrsta sinn sem ég fann fyrir þunglyndi. Tilfinningar sem ég hafði ekki fundið fyrir áður. Ég týndi sjálfri mér og lífsviljanum,“ segir Ginger en hún fer ítarlega yfir sína sögu í nýju bókinni sinni, Natural Disaster: I Cover Them. I Am One. Ginger tekur sjálfu með fiðurfé í Good Morning America.Vísir / Getty Images „Þú ert ekki þess virði“ Þegar Ginger reyndi sjálfsvíg var hún nýútskrifuð frá Valparaiso-háskóla í Indiana í Bandaríkjunum. Hún átti erfitt með að finna sig á vinnumarkaðinum og fannst ferillinn ekki fara í þá átt sem hún bjóst við. Hún segist hafa heyrt raddir rétt áður en hún reyndi að fyrirfara sér. „Það var örugglega eitthvað efni innra með mér sem sagði: „Þú þarft að fyrirfara þér.“ Einu raddirnar sem ég heyrði sögðu: „Þú ert ekki þess virði.“,“ segir Ginger þegar hún rifjar upp þennan örlagaríka dag og bætir við: „Það er skrýtið hvernig þetta virkar. Ég efaðist ekkert um þetta. Ég settist ekki niður og hugsaði málið. Ég bara lét slag standa. Það er skelfilegt að hugsa til þess hvernig hugurinn getur tekið yfir raunveruleikann og látið alla skynsemi fljúga út um gluggann. Núna, sem móðir hugsa ég um að þetta gæti verið barnið mitt. Það er ógnvekjandi.“ Ginger rabbar við Mikka Mús.Vísir / Getty Images Fann eiginmann sem dæmir ekki fortíðina Ginger lét þunglyndið ekki aftra sér og hélt áfram að sækjast eftir frama í sjónvarpi. Hún fékk starf hjá NBC-stöðinni í Chicago þegar hún var 25 ára og árið 2011 gekk hún til liðs við Good Morning America á ABC, sem þýddi að hún þurfti að flytja til New York. Það reyndist henni erfitt og þunglyndið blossaði upp á ný. Tíu dögum áður en hún hóf störf, lagðist hún inn á geðdeild. „Ég vissi að persónulega lífið mitt gæti haft áhrif á þessa frábæru vinnu og tækifæri. Í fyrsta sinn í langan tíma langaði mig að lifa og ég vissi það,“ segir Ginger og bætir við að hún hafi kynnst sálfræðingi á þessum tíma sem hún fer enn til. Ginger er afar þakklát fyrir stuðningsnet sitt, sérstaklega móður sinni Dawn og eiginmanni sínum Ben Aaron. „Ég er svo heppin að hafa fundið eiginmann sem dæmir ekki fortíð mína,“ segir Ginger, en þau Aaron gengu í það heilaga árið 2014. Þau eiga soninn Adrian sem verður tveggja ára á næstunni og eiga von á öðrum syni sem væntanlegur er í heiminn í febrúar. Ginger segir móðurhlutverkið hafa hjálpað henni að berjast við sína djöfla. „Núna einblíni ég ekki bara á sjálfa mig heldur á að gera fjölskyldu mína hamingjusama. Ég þarf að kljást við hluti sem eru stærri en vandamálin mín. Það hefur hjálpað mikið. Að vera móður hefur hjálpað gríðarlega mikið.“ Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun People um Ginger: Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Ég hafði misst alla von. Ég bara lokaðist. Það var ekki þess virði að lifa. Ég var að eyða tíma fólks,“ segir sjónvarpsstjarnan Ginger Zee, veðurfræðingur í þættinum Good Morning America, í viðtali við People. Hún bætir við að hún hafi reynt að fyrirfara sér þegar hún var 21 árs með því að taka inn allar pillurnar sem hún fann í lyfjaskápnum sínum. Þáverandi kærasti hennar kom henni til bjargar og fór með hana á sjúkrahús. Sem betur fer voru lyfin sem hún tók ekki banvæn en í kjölfarið var Ginger greind með þunglyndi. „Ég hef upplifað þunglyndi í ýmsum myndum en ég var hjálparvana og vonlaus í fyrsta sinn sem ég fann fyrir þunglyndi. Tilfinningar sem ég hafði ekki fundið fyrir áður. Ég týndi sjálfri mér og lífsviljanum,“ segir Ginger en hún fer ítarlega yfir sína sögu í nýju bókinni sinni, Natural Disaster: I Cover Them. I Am One. Ginger tekur sjálfu með fiðurfé í Good Morning America.Vísir / Getty Images „Þú ert ekki þess virði“ Þegar Ginger reyndi sjálfsvíg var hún nýútskrifuð frá Valparaiso-háskóla í Indiana í Bandaríkjunum. Hún átti erfitt með að finna sig á vinnumarkaðinum og fannst ferillinn ekki fara í þá átt sem hún bjóst við. Hún segist hafa heyrt raddir rétt áður en hún reyndi að fyrirfara sér. „Það var örugglega eitthvað efni innra með mér sem sagði: „Þú þarft að fyrirfara þér.“ Einu raddirnar sem ég heyrði sögðu: „Þú ert ekki þess virði.“,“ segir Ginger þegar hún rifjar upp þennan örlagaríka dag og bætir við: „Það er skrýtið hvernig þetta virkar. Ég efaðist ekkert um þetta. Ég settist ekki niður og hugsaði málið. Ég bara lét slag standa. Það er skelfilegt að hugsa til þess hvernig hugurinn getur tekið yfir raunveruleikann og látið alla skynsemi fljúga út um gluggann. Núna, sem móðir hugsa ég um að þetta gæti verið barnið mitt. Það er ógnvekjandi.“ Ginger rabbar við Mikka Mús.Vísir / Getty Images Fann eiginmann sem dæmir ekki fortíðina Ginger lét þunglyndið ekki aftra sér og hélt áfram að sækjast eftir frama í sjónvarpi. Hún fékk starf hjá NBC-stöðinni í Chicago þegar hún var 25 ára og árið 2011 gekk hún til liðs við Good Morning America á ABC, sem þýddi að hún þurfti að flytja til New York. Það reyndist henni erfitt og þunglyndið blossaði upp á ný. Tíu dögum áður en hún hóf störf, lagðist hún inn á geðdeild. „Ég vissi að persónulega lífið mitt gæti haft áhrif á þessa frábæru vinnu og tækifæri. Í fyrsta sinn í langan tíma langaði mig að lifa og ég vissi það,“ segir Ginger og bætir við að hún hafi kynnst sálfræðingi á þessum tíma sem hún fer enn til. Ginger er afar þakklát fyrir stuðningsnet sitt, sérstaklega móður sinni Dawn og eiginmanni sínum Ben Aaron. „Ég er svo heppin að hafa fundið eiginmann sem dæmir ekki fortíð mína,“ segir Ginger, en þau Aaron gengu í það heilaga árið 2014. Þau eiga soninn Adrian sem verður tveggja ára á næstunni og eiga von á öðrum syni sem væntanlegur er í heiminn í febrúar. Ginger segir móðurhlutverkið hafa hjálpað henni að berjast við sína djöfla. „Núna einblíni ég ekki bara á sjálfa mig heldur á að gera fjölskyldu mína hamingjusama. Ég þarf að kljást við hluti sem eru stærri en vandamálin mín. Það hefur hjálpað mikið. Að vera móður hefur hjálpað gríðarlega mikið.“ Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun People um Ginger:
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira