Efni innra með mér sagði: „Þú þarft að fyrirfara þér“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 21:30 Ginger Zee er vinsæl sjónvarpsstjarna vestan hafs. Vísir / Getty Images „Ég hafði misst alla von. Ég bara lokaðist. Það var ekki þess virði að lifa. Ég var að eyða tíma fólks,“ segir sjónvarpsstjarnan Ginger Zee, veðurfræðingur í þættinum Good Morning America, í viðtali við People. Hún bætir við að hún hafi reynt að fyrirfara sér þegar hún var 21 árs með því að taka inn allar pillurnar sem hún fann í lyfjaskápnum sínum. Þáverandi kærasti hennar kom henni til bjargar og fór með hana á sjúkrahús. Sem betur fer voru lyfin sem hún tók ekki banvæn en í kjölfarið var Ginger greind með þunglyndi. „Ég hef upplifað þunglyndi í ýmsum myndum en ég var hjálparvana og vonlaus í fyrsta sinn sem ég fann fyrir þunglyndi. Tilfinningar sem ég hafði ekki fundið fyrir áður. Ég týndi sjálfri mér og lífsviljanum,“ segir Ginger en hún fer ítarlega yfir sína sögu í nýju bókinni sinni, Natural Disaster: I Cover Them. I Am One. Ginger tekur sjálfu með fiðurfé í Good Morning America.Vísir / Getty Images „Þú ert ekki þess virði“ Þegar Ginger reyndi sjálfsvíg var hún nýútskrifuð frá Valparaiso-háskóla í Indiana í Bandaríkjunum. Hún átti erfitt með að finna sig á vinnumarkaðinum og fannst ferillinn ekki fara í þá átt sem hún bjóst við. Hún segist hafa heyrt raddir rétt áður en hún reyndi að fyrirfara sér. „Það var örugglega eitthvað efni innra með mér sem sagði: „Þú þarft að fyrirfara þér.“ Einu raddirnar sem ég heyrði sögðu: „Þú ert ekki þess virði.“,“ segir Ginger þegar hún rifjar upp þennan örlagaríka dag og bætir við: „Það er skrýtið hvernig þetta virkar. Ég efaðist ekkert um þetta. Ég settist ekki niður og hugsaði málið. Ég bara lét slag standa. Það er skelfilegt að hugsa til þess hvernig hugurinn getur tekið yfir raunveruleikann og látið alla skynsemi fljúga út um gluggann. Núna, sem móðir hugsa ég um að þetta gæti verið barnið mitt. Það er ógnvekjandi.“ Ginger rabbar við Mikka Mús.Vísir / Getty Images Fann eiginmann sem dæmir ekki fortíðina Ginger lét þunglyndið ekki aftra sér og hélt áfram að sækjast eftir frama í sjónvarpi. Hún fékk starf hjá NBC-stöðinni í Chicago þegar hún var 25 ára og árið 2011 gekk hún til liðs við Good Morning America á ABC, sem þýddi að hún þurfti að flytja til New York. Það reyndist henni erfitt og þunglyndið blossaði upp á ný. Tíu dögum áður en hún hóf störf, lagðist hún inn á geðdeild. „Ég vissi að persónulega lífið mitt gæti haft áhrif á þessa frábæru vinnu og tækifæri. Í fyrsta sinn í langan tíma langaði mig að lifa og ég vissi það,“ segir Ginger og bætir við að hún hafi kynnst sálfræðingi á þessum tíma sem hún fer enn til. Ginger er afar þakklát fyrir stuðningsnet sitt, sérstaklega móður sinni Dawn og eiginmanni sínum Ben Aaron. „Ég er svo heppin að hafa fundið eiginmann sem dæmir ekki fortíð mína,“ segir Ginger, en þau Aaron gengu í það heilaga árið 2014. Þau eiga soninn Adrian sem verður tveggja ára á næstunni og eiga von á öðrum syni sem væntanlegur er í heiminn í febrúar. Ginger segir móðurhlutverkið hafa hjálpað henni að berjast við sína djöfla. „Núna einblíni ég ekki bara á sjálfa mig heldur á að gera fjölskyldu mína hamingjusama. Ég þarf að kljást við hluti sem eru stærri en vandamálin mín. Það hefur hjálpað mikið. Að vera móður hefur hjálpað gríðarlega mikið.“ Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun People um Ginger: Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Fleiri fréttir Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Sjá meira
„Ég hafði misst alla von. Ég bara lokaðist. Það var ekki þess virði að lifa. Ég var að eyða tíma fólks,“ segir sjónvarpsstjarnan Ginger Zee, veðurfræðingur í þættinum Good Morning America, í viðtali við People. Hún bætir við að hún hafi reynt að fyrirfara sér þegar hún var 21 árs með því að taka inn allar pillurnar sem hún fann í lyfjaskápnum sínum. Þáverandi kærasti hennar kom henni til bjargar og fór með hana á sjúkrahús. Sem betur fer voru lyfin sem hún tók ekki banvæn en í kjölfarið var Ginger greind með þunglyndi. „Ég hef upplifað þunglyndi í ýmsum myndum en ég var hjálparvana og vonlaus í fyrsta sinn sem ég fann fyrir þunglyndi. Tilfinningar sem ég hafði ekki fundið fyrir áður. Ég týndi sjálfri mér og lífsviljanum,“ segir Ginger en hún fer ítarlega yfir sína sögu í nýju bókinni sinni, Natural Disaster: I Cover Them. I Am One. Ginger tekur sjálfu með fiðurfé í Good Morning America.Vísir / Getty Images „Þú ert ekki þess virði“ Þegar Ginger reyndi sjálfsvíg var hún nýútskrifuð frá Valparaiso-háskóla í Indiana í Bandaríkjunum. Hún átti erfitt með að finna sig á vinnumarkaðinum og fannst ferillinn ekki fara í þá átt sem hún bjóst við. Hún segist hafa heyrt raddir rétt áður en hún reyndi að fyrirfara sér. „Það var örugglega eitthvað efni innra með mér sem sagði: „Þú þarft að fyrirfara þér.“ Einu raddirnar sem ég heyrði sögðu: „Þú ert ekki þess virði.“,“ segir Ginger þegar hún rifjar upp þennan örlagaríka dag og bætir við: „Það er skrýtið hvernig þetta virkar. Ég efaðist ekkert um þetta. Ég settist ekki niður og hugsaði málið. Ég bara lét slag standa. Það er skelfilegt að hugsa til þess hvernig hugurinn getur tekið yfir raunveruleikann og látið alla skynsemi fljúga út um gluggann. Núna, sem móðir hugsa ég um að þetta gæti verið barnið mitt. Það er ógnvekjandi.“ Ginger rabbar við Mikka Mús.Vísir / Getty Images Fann eiginmann sem dæmir ekki fortíðina Ginger lét þunglyndið ekki aftra sér og hélt áfram að sækjast eftir frama í sjónvarpi. Hún fékk starf hjá NBC-stöðinni í Chicago þegar hún var 25 ára og árið 2011 gekk hún til liðs við Good Morning America á ABC, sem þýddi að hún þurfti að flytja til New York. Það reyndist henni erfitt og þunglyndið blossaði upp á ný. Tíu dögum áður en hún hóf störf, lagðist hún inn á geðdeild. „Ég vissi að persónulega lífið mitt gæti haft áhrif á þessa frábæru vinnu og tækifæri. Í fyrsta sinn í langan tíma langaði mig að lifa og ég vissi það,“ segir Ginger og bætir við að hún hafi kynnst sálfræðingi á þessum tíma sem hún fer enn til. Ginger er afar þakklát fyrir stuðningsnet sitt, sérstaklega móður sinni Dawn og eiginmanni sínum Ben Aaron. „Ég er svo heppin að hafa fundið eiginmann sem dæmir ekki fortíð mína,“ segir Ginger, en þau Aaron gengu í það heilaga árið 2014. Þau eiga soninn Adrian sem verður tveggja ára á næstunni og eiga von á öðrum syni sem væntanlegur er í heiminn í febrúar. Ginger segir móðurhlutverkið hafa hjálpað henni að berjast við sína djöfla. „Núna einblíni ég ekki bara á sjálfa mig heldur á að gera fjölskyldu mína hamingjusama. Ég þarf að kljást við hluti sem eru stærri en vandamálin mín. Það hefur hjálpað mikið. Að vera móður hefur hjálpað gríðarlega mikið.“ Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun People um Ginger:
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Fleiri fréttir Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Sjá meira