Egill skammast sín fyrir pistlaskrifin og segist hafa þroskast: „Hver djöfullinn var að mér?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. desember 2017 20:10 Egill Einarsson segir að hann hafi þroskast. Vísir/GVA Egill Einarsson bað þær konur sem hann nafngreindi í umdeildum pistli árið 2007 afsökunar í kvöld. Í færslu sem hann birti á Facebook segist Egill sjá eftir skrifum sínum og að hann hafi þroskast síðan þá. Tilvitnanir í pistla og bækur Egils hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum síðustu daga en nafn hans var nefnt í tengslum við frásögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. „Þegar ég byrjaði að blogga og skrifa pistla þá hafði ég mjög gaman af því að pirra og hneyksla. Ég í raun þreifst á því. Var duglegur að nafngreina þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Ef þú ert þekkt persóna þá eru góðar líkur að þú hafir fengið að heyra það frá Gillzenegger á bloggi, bókum eða í pistlum. Markmiðið var nú samt aldrei að meiða fólk. Þeir sem þekkja mig vita að Gillzenegger metrómaður og skrif hans voru frekar ýkt útgáfa af Agli Einarsyni. Á þessum tíma fannst mér ég vera fáránlega fyndinn, comedy genius í rauninni.“ Egill segir að honum finnist ekki jafn gaman að pirra fólk í dag. „Ég byrjaði að blogga á netinu í janúar 2004. Ég skrifaði svo 61 pistil fyrir DV. Þann fyrsta 19. janúar 2005 og þann síðasta 3. ágúst 2006. Þolmörk fyrir gríni á þessum tíma voru allt önnur en nú. Í dag væri minni stemmning fyrir þessum pistlum, orðum það þannig. Ég dansaði oft á línunni í DV pistlunum og í einhverjum bloggfærslum fór ég gjörsamlega yfir strikið.“ Steinunn Valdís var ein þeirra sem varð fyrir aðkasti á vefsíðu Egils, þar sem hún var meðal annars kölluð „portkona“ og þyrfti „lim og það strax“. Í pistlinum var því haldið fram að á hana „dugaði ekkert annað en lágmark tveir harðir.“ Steinunn lagði aldrei fram kæru vegna ummælanna. Varðandi fræga pistilinn frá 2007 segir Egill að hann skammist sín. „Ég er ekki stoltur af þessum skrifum. Þetta var líka ekki fyndið, bara gróft og særandi. Ég viðurkenni að ég hef oft haft gaman af grófum svörtum húmor, en þetta var ljótt, og ég sé mikið eftir þessu. Ég vil því enn og aftur biðja þessar konur afsökunar sem ég nafngreindi í þessum pistli. Ég veit ekki hvort það er einhver sárabót.“ Egill að hann fái hroll þegar hann sjái pistilinn og finnst hann ekki fyndinn í dag. „Þegar ég les gömul skrif þá hristi ég oft hausinn og hugsa, hvað var í gangi? Hver djöfullinn var að mér? Það er kannski jákvætt merki að maður sé búinn að þroskast eitthvað á þessum árum.“ Tengdar fréttir Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Egill Einarsson bað þær konur sem hann nafngreindi í umdeildum pistli árið 2007 afsökunar í kvöld. Í færslu sem hann birti á Facebook segist Egill sjá eftir skrifum sínum og að hann hafi þroskast síðan þá. Tilvitnanir í pistla og bækur Egils hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum síðustu daga en nafn hans var nefnt í tengslum við frásögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. „Þegar ég byrjaði að blogga og skrifa pistla þá hafði ég mjög gaman af því að pirra og hneyksla. Ég í raun þreifst á því. Var duglegur að nafngreina þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Ef þú ert þekkt persóna þá eru góðar líkur að þú hafir fengið að heyra það frá Gillzenegger á bloggi, bókum eða í pistlum. Markmiðið var nú samt aldrei að meiða fólk. Þeir sem þekkja mig vita að Gillzenegger metrómaður og skrif hans voru frekar ýkt útgáfa af Agli Einarsyni. Á þessum tíma fannst mér ég vera fáránlega fyndinn, comedy genius í rauninni.“ Egill segir að honum finnist ekki jafn gaman að pirra fólk í dag. „Ég byrjaði að blogga á netinu í janúar 2004. Ég skrifaði svo 61 pistil fyrir DV. Þann fyrsta 19. janúar 2005 og þann síðasta 3. ágúst 2006. Þolmörk fyrir gríni á þessum tíma voru allt önnur en nú. Í dag væri minni stemmning fyrir þessum pistlum, orðum það þannig. Ég dansaði oft á línunni í DV pistlunum og í einhverjum bloggfærslum fór ég gjörsamlega yfir strikið.“ Steinunn Valdís var ein þeirra sem varð fyrir aðkasti á vefsíðu Egils, þar sem hún var meðal annars kölluð „portkona“ og þyrfti „lim og það strax“. Í pistlinum var því haldið fram að á hana „dugaði ekkert annað en lágmark tveir harðir.“ Steinunn lagði aldrei fram kæru vegna ummælanna. Varðandi fræga pistilinn frá 2007 segir Egill að hann skammist sín. „Ég er ekki stoltur af þessum skrifum. Þetta var líka ekki fyndið, bara gróft og særandi. Ég viðurkenni að ég hef oft haft gaman af grófum svörtum húmor, en þetta var ljótt, og ég sé mikið eftir þessu. Ég vil því enn og aftur biðja þessar konur afsökunar sem ég nafngreindi í þessum pistli. Ég veit ekki hvort það er einhver sárabót.“ Egill að hann fái hroll þegar hann sjái pistilinn og finnst hann ekki fyndinn í dag. „Þegar ég les gömul skrif þá hristi ég oft hausinn og hugsa, hvað var í gangi? Hver djöfullinn var að mér? Það er kannski jákvætt merki að maður sé búinn að þroskast eitthvað á þessum árum.“
Tengdar fréttir Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00