Eskfirðingum ráðlagt að halda sig heima Ingvar Þór Björnsson skrifar 7. desember 2017 19:35 Búið er að losa þá bíla sem sátu fastir í dag. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Eskifirði biðlar til íbúa í bænum að vera ekki á ferðinni að óþörfu vegna vonskuveðurs og ófærðar. Veður er víða slæmt á Austurlandi og er ófært um Fagradal. Stórhríð og snjóþekja er á Möðrudölum, á Fjarðarheiði er þæfingur og stórhríð, þungfært er upp að Norðfjarðargöngunum Eskifjarðarmegin og stórhríð og þungfært er í Fannadal. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði.Björgunarsveitarfólk kallað út í dagBjörgunarsveitarfólk var kallað út í dag til að aðstoða ökumenn sem sátu fastir. Einnig aðstoðuðu björgunarsveitarmenn við sjúkraflutninga. Bergmann Þór Kristjánsson, formaður Björgunarsveitarinnar á Eskifirði, segir að allt sé að verða rólegt núna. „Fólk er farið að halda sig heima og við erum komnir í hús og farnir að slaka á,“ segir Bergmann. Þá brýnir hann fyrir fólki að halda sig heima. „Það er alveg rosalega blint og vont veður svo við ráðleggjum fólki að halda sig heima.“ Búið er að losa þá bíla sem sátu fastir í dag. Einnig fylgdi björgunarsveitin sjúkrabíl á Neskaupstað. „Það er mun auðveldara núna eftir að göngin komu. Þau skipta miklu máli þegar kemur að þessu,“ segir Bergmann. Veðrið á að ganga niður í nótt eða í fyrramálið og eru björgunarsveitir tilbúnar ef eitthvað kemur upp á. „Við verðum á vaktinni í nótt og í fyrramálið en við vonumst náttúrulega til þess að það gerist ekki neitt. Bíllinn er klár og við erum klárir ef eitthvað gerist.“ Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Lögreglan á Eskifirði biðlar til íbúa í bænum að vera ekki á ferðinni að óþörfu vegna vonskuveðurs og ófærðar. Veður er víða slæmt á Austurlandi og er ófært um Fagradal. Stórhríð og snjóþekja er á Möðrudölum, á Fjarðarheiði er þæfingur og stórhríð, þungfært er upp að Norðfjarðargöngunum Eskifjarðarmegin og stórhríð og þungfært er í Fannadal. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði.Björgunarsveitarfólk kallað út í dagBjörgunarsveitarfólk var kallað út í dag til að aðstoða ökumenn sem sátu fastir. Einnig aðstoðuðu björgunarsveitarmenn við sjúkraflutninga. Bergmann Þór Kristjánsson, formaður Björgunarsveitarinnar á Eskifirði, segir að allt sé að verða rólegt núna. „Fólk er farið að halda sig heima og við erum komnir í hús og farnir að slaka á,“ segir Bergmann. Þá brýnir hann fyrir fólki að halda sig heima. „Það er alveg rosalega blint og vont veður svo við ráðleggjum fólki að halda sig heima.“ Búið er að losa þá bíla sem sátu fastir í dag. Einnig fylgdi björgunarsveitin sjúkrabíl á Neskaupstað. „Það er mun auðveldara núna eftir að göngin komu. Þau skipta miklu máli þegar kemur að þessu,“ segir Bergmann. Veðrið á að ganga niður í nótt eða í fyrramálið og eru björgunarsveitir tilbúnar ef eitthvað kemur upp á. „Við verðum á vaktinni í nótt og í fyrramálið en við vonumst náttúrulega til þess að það gerist ekki neitt. Bíllinn er klár og við erum klárir ef eitthvað gerist.“
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira