Náðist loks í skottið á Abú á Laufásveginum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Abú heima í faðmi Heiðdísar Snorradóttur eftir óvænta sex vikna útlegð. „Hann fékk auðvitað smá rjómablöndu þegar hann kom heim, minna mátti það nú ekki vera,“ segir Heiðdís Snorradóttir sem á þriðjudag endurheimti köttinn Abú sem gerst hafði laumufarþegi með bíl nágranna og horfið. Fréttablaðið sagði frá ferðum Abús fyrir mánuði. Þá hafði hann rúmri viku fyrr laumað sér í bíl nágranna Heiðdísar í Breiðholti, stokkið úr honum við Heklu á Laugavegi og horfið í átt að Hlemmi. Heiðdís hefur leitað hans mikið síðan. Á þriðjudag segist Heiðdís hafa frétt af innleggi á Facebook-síðu fyrir týnd og fundin dýr. „Blasti við mér mynd af kisu sem ég hafði ekki séð lengi. Ég fékk sting í magann því ég kannaðist við andlitið, greinilega hvítur nebbi og hálskragi,“ segir Heiðdís. Í tilkynningunni hafi komið fram að kötturinn hefði þá haldið sig utan við íbúð á Laufásvegi í þrjá daga. „Hann var um þrjá kílómetra frá þeim stað þar sem hann týndist upprunalega en mjööög langt frá heimili sínu og var greinilega rammvilltur.“ Heiðdís segir að þeim sem sá til Abús hafi sýnst kötturinn vera týndur miðað við hversu þurfandi hann var. „Hann var með hann innandyra svo hann gat passað hann fyrir okkur þar til við gætum sótt hann. Ég hafði auðvitað samband við hann og fékk myndir til baka og þá frekari staðfestingu um að Abú væri í raun fundinn.“ Að sögn Heiðdísar var Abú í ótrúlega góðu ásigkomulagi er hann kom heim. „Hann var bara spengilegur og grannur en alls ekki illa haldinn. Hann var dauðþreyttur og virtist ekkert vera meiddur eða lasinn. Við höldum að hann hafi í raun bara flakkað á milli heimila og verið að betla mat,“ segir Heiðdís. Abú á systurina Jasmín sem einnig býr hjá Heiðdísi og unnusta hennar. Systkinin fundust saman fimm vikna gömul í pappakassa á víðavangi í Borgarnesi fyrir fimm árum. „Systir hans elti hann út um alla íbúð með nefið ofan í honum, eins og til að spyrja á kattamáli: Hvar hefur þú verið allan þennan tíma? Ég saknaði þín.“ Mikil ánægja er því á heimilinu með heimkomu ævintýrakattarins Abús. „Maður kemst að því hvað maður elskar þessa loðbolta mikið þegar þeir týnast svona í lengri tíma. Þrautseigari ketti hef ég vart kynnst, en núna tekur við innitímabil hjá honum þar sem hann lærir að umgangast okkur aftur og lærir aftur sína daglegu rútínu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Laumufarþeginn Abú sást stefna á Hlemm "Hann er svolítið forvitinn en þetta hefur aldrei gerst áður,“ segir Heiðdís Snorradóttir, eigandi kattarins Abú, sem hvarf nýlega á ævintýralegan hátt. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
„Hann fékk auðvitað smá rjómablöndu þegar hann kom heim, minna mátti það nú ekki vera,“ segir Heiðdís Snorradóttir sem á þriðjudag endurheimti köttinn Abú sem gerst hafði laumufarþegi með bíl nágranna og horfið. Fréttablaðið sagði frá ferðum Abús fyrir mánuði. Þá hafði hann rúmri viku fyrr laumað sér í bíl nágranna Heiðdísar í Breiðholti, stokkið úr honum við Heklu á Laugavegi og horfið í átt að Hlemmi. Heiðdís hefur leitað hans mikið síðan. Á þriðjudag segist Heiðdís hafa frétt af innleggi á Facebook-síðu fyrir týnd og fundin dýr. „Blasti við mér mynd af kisu sem ég hafði ekki séð lengi. Ég fékk sting í magann því ég kannaðist við andlitið, greinilega hvítur nebbi og hálskragi,“ segir Heiðdís. Í tilkynningunni hafi komið fram að kötturinn hefði þá haldið sig utan við íbúð á Laufásvegi í þrjá daga. „Hann var um þrjá kílómetra frá þeim stað þar sem hann týndist upprunalega en mjööög langt frá heimili sínu og var greinilega rammvilltur.“ Heiðdís segir að þeim sem sá til Abús hafi sýnst kötturinn vera týndur miðað við hversu þurfandi hann var. „Hann var með hann innandyra svo hann gat passað hann fyrir okkur þar til við gætum sótt hann. Ég hafði auðvitað samband við hann og fékk myndir til baka og þá frekari staðfestingu um að Abú væri í raun fundinn.“ Að sögn Heiðdísar var Abú í ótrúlega góðu ásigkomulagi er hann kom heim. „Hann var bara spengilegur og grannur en alls ekki illa haldinn. Hann var dauðþreyttur og virtist ekkert vera meiddur eða lasinn. Við höldum að hann hafi í raun bara flakkað á milli heimila og verið að betla mat,“ segir Heiðdís. Abú á systurina Jasmín sem einnig býr hjá Heiðdísi og unnusta hennar. Systkinin fundust saman fimm vikna gömul í pappakassa á víðavangi í Borgarnesi fyrir fimm árum. „Systir hans elti hann út um alla íbúð með nefið ofan í honum, eins og til að spyrja á kattamáli: Hvar hefur þú verið allan þennan tíma? Ég saknaði þín.“ Mikil ánægja er því á heimilinu með heimkomu ævintýrakattarins Abús. „Maður kemst að því hvað maður elskar þessa loðbolta mikið þegar þeir týnast svona í lengri tíma. Þrautseigari ketti hef ég vart kynnst, en núna tekur við innitímabil hjá honum þar sem hann lærir að umgangast okkur aftur og lærir aftur sína daglegu rútínu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Laumufarþeginn Abú sást stefna á Hlemm "Hann er svolítið forvitinn en þetta hefur aldrei gerst áður,“ segir Heiðdís Snorradóttir, eigandi kattarins Abú, sem hvarf nýlega á ævintýralegan hátt. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Laumufarþeginn Abú sást stefna á Hlemm "Hann er svolítið forvitinn en þetta hefur aldrei gerst áður,“ segir Heiðdís Snorradóttir, eigandi kattarins Abú, sem hvarf nýlega á ævintýralegan hátt. 7. nóvember 2017 06:00