Tókust á um milljarðs króna sölu gamla ráðhúss Kópavogs Haraldur Guðmundsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Bæjarráð samþykkti tilboð Stólpa með þremur atkvæðum gegn tveimur. Kópavogur Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær fyrir sitt leyti að gömlu bæjarskrifstofur sveitarfélagsins verði seldar á 1.050 milljónir króna. Tveir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni og sagði annar þeirra að verið væri að bjóða til veislu þar sem leikreglurnar væru óskýrar. Bæjarstjórinn undrast þá niðurstöðu. „Hér er um mikla fjárhagslega hagsmuni að ræða fyrir Kópavogsbæ. Verðið sem fæst fyrir fasteignirnar er helmingi hærra heldur en það verð sem lagt var til grundvallar á sínum tíma og menn efuðust um að fengist fyrir fasteignirnar,“ segir bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.vísir/anton brinkBæjarráðið samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur tilboð fasteignaþróunarfélagsins Stólpa ehf. í Fannborg 2, 4, og 6 í Hamraborg. Þrír bæjarfulltrúar og bæjarstjórinn lýstu ánægju sinni með tilboðið enda hefði umhverfið í kringum Hamraborg tekið miklum og jákvæðum breytingum á undanförnum árum. Skipulag í tengslum við hana muni taka mið af húsnæðisskýrslu Kópavogsbæjar sem unnin hafi verið í pólitískri sátt allra flokka og taki á áhyggjum minnihlutans. Undirstrikuðu þau að skipulagsvaldið væri enn hjá bænum og að endanlegur samningur myndi koma til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Kópavogsbúa að mörkuð sé skýr framtíðarstefna um uppbyggingu á svæðinu. Það liggur ekki fyrir hvert endanlegt byggingamagn verður og það á eftir að ráðast í miklar viðræður á milli þessa einkaaðila og bæjaryfirvalda og ég hefði talið að fyrir ætti að liggja einhver sýn til framtíðar hvernig byggja skuli upp á þessum reit,“ segir Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks. Birkir greiddi atkvæði gegn tillögunni eins og Kristín Sævarsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Við lögðum það til um mitt þetta ár að farið yrði í hugmyndasamkeppni þar sem menn myndu skoða framtíðarskipulag Fannborgarsvæðisins í heild sinni. Nauðsynlegt væri í raun og veru að bæjarstjórnin hefði mjög skýra framtíðarsýn um uppbyggingu á svæðinu en ekki að einkaaðilar móti hana,“ segir Birkir Jón. „Við lítum á þetta sem tækifæri til að breyta Hamraborginni þannig að þetta verði alvöru svæði. Það þýðir auðvitað meira byggingamagn en við erum ekki að lofa því enda er þetta alltaf háð skipulagi. Þarna verður ekkert gert nema bæjarstjórn samþykki tiltekið skipulag,“ segir Ármann. Kauptilboðið fer fyrir bæjarstjórn á þriðjudag. Bæjarskrifstofurnar voru fluttar úr Fannborg á fyrstu mánuðum ársins. Heilmiklar deilur komu upp í bæjarstjórninni þegar flytja átti þær í nýtt húsnæði Norðurturnsins við Smáralind. Stóð til að bærinn keypti húsnæðið en fallið var frá þeim áformum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
Kópavogur Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær fyrir sitt leyti að gömlu bæjarskrifstofur sveitarfélagsins verði seldar á 1.050 milljónir króna. Tveir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni og sagði annar þeirra að verið væri að bjóða til veislu þar sem leikreglurnar væru óskýrar. Bæjarstjórinn undrast þá niðurstöðu. „Hér er um mikla fjárhagslega hagsmuni að ræða fyrir Kópavogsbæ. Verðið sem fæst fyrir fasteignirnar er helmingi hærra heldur en það verð sem lagt var til grundvallar á sínum tíma og menn efuðust um að fengist fyrir fasteignirnar,“ segir bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.vísir/anton brinkBæjarráðið samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur tilboð fasteignaþróunarfélagsins Stólpa ehf. í Fannborg 2, 4, og 6 í Hamraborg. Þrír bæjarfulltrúar og bæjarstjórinn lýstu ánægju sinni með tilboðið enda hefði umhverfið í kringum Hamraborg tekið miklum og jákvæðum breytingum á undanförnum árum. Skipulag í tengslum við hana muni taka mið af húsnæðisskýrslu Kópavogsbæjar sem unnin hafi verið í pólitískri sátt allra flokka og taki á áhyggjum minnihlutans. Undirstrikuðu þau að skipulagsvaldið væri enn hjá bænum og að endanlegur samningur myndi koma til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Kópavogsbúa að mörkuð sé skýr framtíðarstefna um uppbyggingu á svæðinu. Það liggur ekki fyrir hvert endanlegt byggingamagn verður og það á eftir að ráðast í miklar viðræður á milli þessa einkaaðila og bæjaryfirvalda og ég hefði talið að fyrir ætti að liggja einhver sýn til framtíðar hvernig byggja skuli upp á þessum reit,“ segir Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks. Birkir greiddi atkvæði gegn tillögunni eins og Kristín Sævarsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Við lögðum það til um mitt þetta ár að farið yrði í hugmyndasamkeppni þar sem menn myndu skoða framtíðarskipulag Fannborgarsvæðisins í heild sinni. Nauðsynlegt væri í raun og veru að bæjarstjórnin hefði mjög skýra framtíðarsýn um uppbyggingu á svæðinu en ekki að einkaaðilar móti hana,“ segir Birkir Jón. „Við lítum á þetta sem tækifæri til að breyta Hamraborginni þannig að þetta verði alvöru svæði. Það þýðir auðvitað meira byggingamagn en við erum ekki að lofa því enda er þetta alltaf háð skipulagi. Þarna verður ekkert gert nema bæjarstjórn samþykki tiltekið skipulag,“ segir Ármann. Kauptilboðið fer fyrir bæjarstjórn á þriðjudag. Bæjarskrifstofurnar voru fluttar úr Fannborg á fyrstu mánuðum ársins. Heilmiklar deilur komu upp í bæjarstjórninni þegar flytja átti þær í nýtt húsnæði Norðurturnsins við Smáralind. Stóð til að bærinn keypti húsnæðið en fallið var frá þeim áformum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira