Sport

Fimleikalæknirinn dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir barnaníðsefni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Larry Nassar eyðir restinni af ævi sinni á bakvið lás og slá.
Larry Nassar eyðir restinni af ævi sinni á bakvið lás og slá. vísir/afp
Larry Nassar, fyrrverandi læknir bandaríska fimleikalandsliðsins, var í gær dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir þrjár ákærur tengdar vörslu á barnaníðsefni. BBC greinir frá.

Nassar, sem hélt fram sakleysi sínu til að byrja með, samdi við saksóknara og fékk 20 ár fyrir hverja kæru eða í heildina 60 ár.

Hann á yfir höfði sér enn lengri fangelsisdóm því í janúar verður dæmt í máli tveggja fimleikadrottninga sem sökuðu hann um að brjóta á sér kynferðislega. Hann er búinn að játa það líka.

Þegar mál Nassar, sem er 53 ára gamall, kom upp fór hver fimleikastjarnan á fætur annarri að segja sína sögu en hann kynferðislega misnotaði Ólympíumeistarana Aly Raisman, McKayla Maroney og Gabby Douglas. Sögur þeirra eru ógnvekjandi.

Rannsóknarmenn saksóknara komust yfir 37.000 myndir af barnaklámi á tölvu Nassar þar sem mátti sjá myndir af börnum allt niður í sex ára gömlum. Hann fékk eins þungan dóm og mögulegt var að gefa honum.

Auk þess að vera kærður fyrir að brjóta á tveimur fimleikakonum hafa meira en 130 konur höfðað einkamál gegn fimleikalækninum.


Tengdar fréttir

Ólympíumeistari var misnotuð af liðslækninum

Gabby Douglas, þrefaldur Ólympíumeistari í fimleikum, hefur bæst í hóp þeirra sem saka Dr. Larry Nassar, fyrrverandi lækni bandaríska fimleikalandsliðsins, um kynferðislega misnotkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×