Loftlagsviðurkenningar veittar í fyrsta skipti Anton Egilsson skrifar 8. desember 2017 18:50 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ásamt Birni Óla Haukssyni forstjórs ISAVIA, Sveini Atla Guðjónssyni og Höskuldi Búa Jónssyni frá vefnum loftslag.is, Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra HB Granda og Fanney Karlsdóttur formanni Festu. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg og Festa, miðstöðu um samfélagsábyrgð fyrirtækja, veittu loftslagsviðurkenningar í fyrsta skipti á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar sem fram fór í dag. Að því er fram kemur í frétt á vef Reykjavíkurborgar er markmið viðurkenninganna að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Hlaut sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar, vefurinn loftslag.is hlaut fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og þá hlaut ISAVIA hvatningarviðurkenningu. Aðrir aðilar sem voru tilnefndir að þessu sinni voru: ÁTVR, Eimskip, Fjallamenn, umhverfisfrettir.is, Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Klappir. Við veitingu viðurkenninganna horfði dómnefndin meðal annars til þess árangurs sem náðst hafði við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig var litið til þess hvað aðgerða hafði verið gripið til í þeim tilgangi að upplýsa og fræða um loftslagsmál og að setja fram nýjar lausnir til að draga úr losun. Í dómnefnd sátu S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, Jóhanna Harpa Árnadóttir verkefnisstjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun, einnig í stjórn Festuog Lára Jóhannsdóttir PhD og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Starfsmaður dómnefndar var Hrönn Hrafnsdóttir á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Bent er á að loftslagsviðurkenningar verða aftur veittar árið 2018 og er hægt að senda inn tilnefningar strax á usk@reykjavik.is með fyrirsögninni „Loftslagsviðurkenning 2018“. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Reykjavíkurborg og Festa, miðstöðu um samfélagsábyrgð fyrirtækja, veittu loftslagsviðurkenningar í fyrsta skipti á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar sem fram fór í dag. Að því er fram kemur í frétt á vef Reykjavíkurborgar er markmið viðurkenninganna að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Hlaut sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar, vefurinn loftslag.is hlaut fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og þá hlaut ISAVIA hvatningarviðurkenningu. Aðrir aðilar sem voru tilnefndir að þessu sinni voru: ÁTVR, Eimskip, Fjallamenn, umhverfisfrettir.is, Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Klappir. Við veitingu viðurkenninganna horfði dómnefndin meðal annars til þess árangurs sem náðst hafði við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig var litið til þess hvað aðgerða hafði verið gripið til í þeim tilgangi að upplýsa og fræða um loftslagsmál og að setja fram nýjar lausnir til að draga úr losun. Í dómnefnd sátu S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, Jóhanna Harpa Árnadóttir verkefnisstjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun, einnig í stjórn Festuog Lára Jóhannsdóttir PhD og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Starfsmaður dómnefndar var Hrönn Hrafnsdóttir á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Bent er á að loftslagsviðurkenningar verða aftur veittar árið 2018 og er hægt að senda inn tilnefningar strax á usk@reykjavik.is með fyrirsögninni „Loftslagsviðurkenning 2018“.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira