Meirihluti Róhingja á flótta eru börn Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2017 06:00 UNICEF starfrækir svokölluð barnvæn svæði í flóttamannabúðunum þar sem börnin hafa aðgang að sálfélagslegri þjónustu. "Þessi svæði eru vernduð og aðeins börn hafa aðgang að þeim. Þar er reynt að koma börnum í skilning um að þau séu komin í skjól og orðin örugg, að það sé ekki hægt að beita þau ofbeldi lengur,“ segir Erna Kristín. „Börnin eru í hræðilegu ástandi. Miklu verra en við héldum. Þau eru kannski búin að labba í fimm daga án matar og án vatns. Þau eru kannski bara búin að vera að drekka vatn úr skítugum pollum.“ Þetta segir Erna Kristín Blöndal, framkvæmdastjóri Nordic Institute for Migration og stjórnarmaður hjá UNICEF á Íslandi. Hún fór til Bangladess til að kynna sér aðstæður Róhingja í flóttamannabúðunum þar. Flóttamannabúðirnar eru starfræktar af yfirvöldum í Bangladess, sem veita svo alþjóðlegum samtökum eins og UNICEF aðgang að þeim. Í Bangladess eru nokkrar flóttamannabúðir fyrir Róhingja en Erna heimsótti þær stærstu, Kutupalong-búðirnar í Cox’s Bazar héraði. Hún fór þangað þann 27. nóvember og kom heim 3. desember. Flóttinn yfir til Bangladess er erfiður og getur tekið allt að fimm dögum. Leiðin liggur í gegnum frumskóga og yfir fen og hæðir. Fyrir stutta fætur getur gangan tekið verulega á. „Mörg barnanna eru fylgdarlaus, að minnsta kosti 29 þúsund svo vitað sé. Og mörg, sem okkur finnst vera mjög ung, bera ábyrgð á og sjá um önnur börn, lítil systkini sín eða önnur. Alls staðar eru börn að hugsa um börn. Daginn sem við komum fréttum við af einum 8 ára sem hafði komið yfir landamærin með þrjú systkini sín, illa farinn og úrvinda,“ segir Erna Kristín. Í búðunum er í byrjun reynt að sinna algerum grunnþörfum flóttamannanna, en mörg barnanna sem koma þangað eru alvarlega vannærð og þjást af miklum vítamínskorti. „Mjög mörg sem koma eru á alvarlegasta stigi vannæringar og þá eru þau að deyja úr til dæmis öndunarfærasjúkdómum. Ónæmiskerfið er svo veikt að þau ná ekki að berjast við neitt. Um leið og þau eru orðin vannærð þola þau illa alla erfiðleika,“ segir Erna Kristín. Sökum þess að þau hafa ekki haft aðgengi að heilbrigðisþjónustu í Mjanmar eru fæst börnin bólusett og því hefur UNICEF lagt mikla áherslu á að bólusetja öll börn gegn mislingum auk kóleru. Slíkir sjúkdómar eru líklegir til að geisa þegar fólk býr svo þröngt, deilir vatni og hreinlæti er af skornum skammti. Flóttamenn sem komist hafa yfir landamærin til Bangladess hafa sagt frá grófu ofbeldi af hálfu hers og almennings í Mjanmar gegn sér. Þar eru framin fjöldamorð og hópnauðganir á konum og börnum. Erna segist hafa verið algerlega slegin yfir sögunum sem hún heyrði af nauðgunum, af því þegar fólk væri brennt lifandi og öðru ofbeldi. Slíkar sögur heyrði hún bæði frá fullorðnum og litlum börnum. „Ég tel að það eigi eftir að koma í ljós að ofbeldið sem hefur verið beitt í Mjanmar hefur verið miklu skipulagðara og alvarlegra en greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Miðað við það sem við sáum í búðunum og sögurnar sem við heyrðum. Aðeins lítill hluti þeirra sem lifðu af eru karlmenn. Þeir virðast hafa verið teknir af lífi með skipulögðum hætti og það kom skýrt fram í sögum sem börnin sögðu okkur. Karlmönnunum, pöbbunum og stóru bræðrunum, var safnað saman og þeir myrtir,“ segir Erna Kristín. Þann 2. október sendi UNICEF út alþjóðlegt neyðarákall fyrir nauðsynlegri mannúðaraðstoð fyrir börn sem flúið hafa til Bangladess og þau sem enn eru í Mjanmar. Samtals gerir UNICEF ráð fyrir að þurfa nærri 80 milljónir Bandaríkjadala, eða 838 milljónir íslenskra króna. Aðeins hefur náðst að fjármagna tæplega 35 prósent þess sem óskað er eftir. Hægt er að styðja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi með því að senda SMS-ið UNICEF í númerið 1900 en það kostar 1.500 krónur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Börnin eru í hræðilegu ástandi. Miklu verra en við héldum. Þau eru kannski búin að labba í fimm daga án matar og án vatns. Þau eru kannski bara búin að vera að drekka vatn úr skítugum pollum.“ Þetta segir Erna Kristín Blöndal, framkvæmdastjóri Nordic Institute for Migration og stjórnarmaður hjá UNICEF á Íslandi. Hún fór til Bangladess til að kynna sér aðstæður Róhingja í flóttamannabúðunum þar. Flóttamannabúðirnar eru starfræktar af yfirvöldum í Bangladess, sem veita svo alþjóðlegum samtökum eins og UNICEF aðgang að þeim. Í Bangladess eru nokkrar flóttamannabúðir fyrir Róhingja en Erna heimsótti þær stærstu, Kutupalong-búðirnar í Cox’s Bazar héraði. Hún fór þangað þann 27. nóvember og kom heim 3. desember. Flóttinn yfir til Bangladess er erfiður og getur tekið allt að fimm dögum. Leiðin liggur í gegnum frumskóga og yfir fen og hæðir. Fyrir stutta fætur getur gangan tekið verulega á. „Mörg barnanna eru fylgdarlaus, að minnsta kosti 29 þúsund svo vitað sé. Og mörg, sem okkur finnst vera mjög ung, bera ábyrgð á og sjá um önnur börn, lítil systkini sín eða önnur. Alls staðar eru börn að hugsa um börn. Daginn sem við komum fréttum við af einum 8 ára sem hafði komið yfir landamærin með þrjú systkini sín, illa farinn og úrvinda,“ segir Erna Kristín. Í búðunum er í byrjun reynt að sinna algerum grunnþörfum flóttamannanna, en mörg barnanna sem koma þangað eru alvarlega vannærð og þjást af miklum vítamínskorti. „Mjög mörg sem koma eru á alvarlegasta stigi vannæringar og þá eru þau að deyja úr til dæmis öndunarfærasjúkdómum. Ónæmiskerfið er svo veikt að þau ná ekki að berjast við neitt. Um leið og þau eru orðin vannærð þola þau illa alla erfiðleika,“ segir Erna Kristín. Sökum þess að þau hafa ekki haft aðgengi að heilbrigðisþjónustu í Mjanmar eru fæst börnin bólusett og því hefur UNICEF lagt mikla áherslu á að bólusetja öll börn gegn mislingum auk kóleru. Slíkir sjúkdómar eru líklegir til að geisa þegar fólk býr svo þröngt, deilir vatni og hreinlæti er af skornum skammti. Flóttamenn sem komist hafa yfir landamærin til Bangladess hafa sagt frá grófu ofbeldi af hálfu hers og almennings í Mjanmar gegn sér. Þar eru framin fjöldamorð og hópnauðganir á konum og börnum. Erna segist hafa verið algerlega slegin yfir sögunum sem hún heyrði af nauðgunum, af því þegar fólk væri brennt lifandi og öðru ofbeldi. Slíkar sögur heyrði hún bæði frá fullorðnum og litlum börnum. „Ég tel að það eigi eftir að koma í ljós að ofbeldið sem hefur verið beitt í Mjanmar hefur verið miklu skipulagðara og alvarlegra en greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Miðað við það sem við sáum í búðunum og sögurnar sem við heyrðum. Aðeins lítill hluti þeirra sem lifðu af eru karlmenn. Þeir virðast hafa verið teknir af lífi með skipulögðum hætti og það kom skýrt fram í sögum sem börnin sögðu okkur. Karlmönnunum, pöbbunum og stóru bræðrunum, var safnað saman og þeir myrtir,“ segir Erna Kristín. Þann 2. október sendi UNICEF út alþjóðlegt neyðarákall fyrir nauðsynlegri mannúðaraðstoð fyrir börn sem flúið hafa til Bangladess og þau sem enn eru í Mjanmar. Samtals gerir UNICEF ráð fyrir að þurfa nærri 80 milljónir Bandaríkjadala, eða 838 milljónir íslenskra króna. Aðeins hefur náðst að fjármagna tæplega 35 prósent þess sem óskað er eftir. Hægt er að styðja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi með því að senda SMS-ið UNICEF í númerið 1900 en það kostar 1.500 krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira