Átján milljörðum króna varið í snjóflóðavarnir síðustu 20 árin Aron Ingi Guðmundsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Varnargarður var reistur á Ísafirði árið 2015. Slíkir varnargarðar hafa heldur betur sannað gildi sitt. vísir/pjetur „Þetta er langtíma verkefni og hefur tekið meira en 20 ár,“ segir Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands.“ Árið 1996 var hafist handa við að reisa varnarvirki við byggðarlög til að verja þau fyrir ofanflóðum. Síðan þá hefur 18 milljörðum verið varið í verkefnið. Tómas segir að verkefnið hafi verið framlengt til ársins 2020, en líklegt sé að það muni taka enn lengri tíma. Það þykir þó líklegt að hægt sé að ljúka því innan fárra ára. „Markmið þessa verkefnis er að verja öll sérsvæði í þéttbýli, að það verði hvergi bæjarhverfi, á þeim stöðum þar sem hættan var talin mest, í hættu fyrir ofanflóði.“ Snjóflóðavarnargarðurinn á Flateyri sannaði gildi sitt í lok nóvember þegar stórt snjóflóð féll úr Innra-Bæjargili og lenti á væng ytri garðsins. „Ofanflóð eru lang mannskæðasta náttúruváin sem við glímum við hér á landi og það verkefni að verja byggðarlög fyrir þeim var sett í forgang á sínum tíma og menn vilja eindregið að það verði klárað.“ Tómas segir að ferlið frá því að hættan sé metin þangað til að varnargarður sé reistur sé langt. Þetta getið jafnvel tekið mörg ár. „Þetta eru umfangsmiklar framkvæmdir, það verður mikið rask og það þarf að fara mjög varlega og hugsa um að þarna er verið að móta útivistarsvæði fyrir fólk til langs tíma.“ Verið er að prófa nýja útfærslu af ofanflóðavörn á Patreksfirði sem ekki hefur verið reist áður til að verja byggð á Íslandi að sögn Tómasar. „Um er að ræða svokallaðar snjósöfnunargrindur. Þær draga úr snjósöfnun fyrir neðan fjallsbrúnina en grindurnar eru reistar uppi á fjallinu. Þær safna snjónum þannig að hann staðnæmist þar og berst ekki í skafrenningi fram af brúninni.“ Grindurnar koma ekki í stað varnargarða, þær eru hluti af stærri varnaraðgerðum á Patreksfirði. Grindurnar eru hugsaðar til að draga úr tíðni snjóflóða á þessu svæði, en aðalvörnin mun verða varnargarður. Óliver Hilmarsson, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, sá ummerkin af snjóflóðinu sem féll á varnargarðinn við Flateyri í lok nóvember. „Það féllu tvö snjóflóð á þessum tíma, eitt á varnargarðinn og annað innan við bæinn á veg þar. Það má ekki vanmeta eyðileggingarkraftinn í svona löguðu, það fylgdu þessu svokölluð flóðagrjót. Það er algengt að flóðin rífi með sér heilu björgin og þarna voru stærstu flóðasteinarnir um það bil 1,5 metrar, grettistak sem maður loftar ekkert.“ Óliver segir að varnargarðurinn á Flateyri hafi sannað gildi sitt. „Það hafa fallið yfir tíu flóð frá því að hann var byggður og einhver fleiri hafa fallið meðfram honum. Það hefði þurft að rýma á Flateyri ef hann væri ekki til staðar en það þurfti ekki að hugsa um það þar sem þorpið er varið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Þetta er langtíma verkefni og hefur tekið meira en 20 ár,“ segir Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands.“ Árið 1996 var hafist handa við að reisa varnarvirki við byggðarlög til að verja þau fyrir ofanflóðum. Síðan þá hefur 18 milljörðum verið varið í verkefnið. Tómas segir að verkefnið hafi verið framlengt til ársins 2020, en líklegt sé að það muni taka enn lengri tíma. Það þykir þó líklegt að hægt sé að ljúka því innan fárra ára. „Markmið þessa verkefnis er að verja öll sérsvæði í þéttbýli, að það verði hvergi bæjarhverfi, á þeim stöðum þar sem hættan var talin mest, í hættu fyrir ofanflóði.“ Snjóflóðavarnargarðurinn á Flateyri sannaði gildi sitt í lok nóvember þegar stórt snjóflóð féll úr Innra-Bæjargili og lenti á væng ytri garðsins. „Ofanflóð eru lang mannskæðasta náttúruváin sem við glímum við hér á landi og það verkefni að verja byggðarlög fyrir þeim var sett í forgang á sínum tíma og menn vilja eindregið að það verði klárað.“ Tómas segir að ferlið frá því að hættan sé metin þangað til að varnargarður sé reistur sé langt. Þetta getið jafnvel tekið mörg ár. „Þetta eru umfangsmiklar framkvæmdir, það verður mikið rask og það þarf að fara mjög varlega og hugsa um að þarna er verið að móta útivistarsvæði fyrir fólk til langs tíma.“ Verið er að prófa nýja útfærslu af ofanflóðavörn á Patreksfirði sem ekki hefur verið reist áður til að verja byggð á Íslandi að sögn Tómasar. „Um er að ræða svokallaðar snjósöfnunargrindur. Þær draga úr snjósöfnun fyrir neðan fjallsbrúnina en grindurnar eru reistar uppi á fjallinu. Þær safna snjónum þannig að hann staðnæmist þar og berst ekki í skafrenningi fram af brúninni.“ Grindurnar koma ekki í stað varnargarða, þær eru hluti af stærri varnaraðgerðum á Patreksfirði. Grindurnar eru hugsaðar til að draga úr tíðni snjóflóða á þessu svæði, en aðalvörnin mun verða varnargarður. Óliver Hilmarsson, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, sá ummerkin af snjóflóðinu sem féll á varnargarðinn við Flateyri í lok nóvember. „Það féllu tvö snjóflóð á þessum tíma, eitt á varnargarðinn og annað innan við bæinn á veg þar. Það má ekki vanmeta eyðileggingarkraftinn í svona löguðu, það fylgdu þessu svokölluð flóðagrjót. Það er algengt að flóðin rífi með sér heilu björgin og þarna voru stærstu flóðasteinarnir um það bil 1,5 metrar, grettistak sem maður loftar ekkert.“ Óliver segir að varnargarðurinn á Flateyri hafi sannað gildi sitt. „Það hafa fallið yfir tíu flóð frá því að hann var byggður og einhver fleiri hafa fallið meðfram honum. Það hefði þurft að rýma á Flateyri ef hann væri ekki til staðar en það þurfti ekki að hugsa um það þar sem þorpið er varið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira