Bette Midler segir Geraldo Rivera aldrei hafa beðist afsökunar á að hafa káfað á henni Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 21:08 Geraldo Rivera og Bette Midler Vísir/Getty Bandaríska leik- og söngkonan Bette Midler segir sjónvarpsmanninn Geraldo Rivera ekki enn hafa beðið sig afsökunar á því að hafa káfað á henni á áttunda áratug síðustu aldar. Rivera hefur beðist afsökunar á því að hafa reynt að verja sjónvarpsmanninn Matt Lauer sem var nýverið rekinn frá NBC News vegna ásakana um kynferðislega áreitni í garð samstarfsmanna. Rvera var harðlega gagnrýndur þegar hann sagði fjölmiðla bransann vera daðurskenndan og ekki ætti að nota ásakanir um kynferðislega áreitni til að ná sér niður á slæmum yfirmönnum eða fyrrverandi elskhugum. Um svipað leyti fór í umferð viðtal frá árinu 1991 sem fjölmiðlakonan Barbara Walters tók við Bette Midler þar sem listakonan greindi frá því að Rivera hefði káfað á henni. „Ég á afmæli á morgun. Mér líður eins og þetta myndband sé gjöf alheimsins til mín. Geraldo gæti hafa beðist afsökunar á að hafa stutt Matt Lauer, en hann á eftir að biðja mig afsökunar,“ sagði Midler á Twitter.Tomorrow is my birthday. I feel like this video was a gift from the universe to me. Geraldo may have apologized for his tweets supporting Matt Lauer, but he has yet to apologize for this. #MeToo pic.twitter.com/TkcolFWfA2— Bette Midler (@BetteMidler) November 30, 2017 <Geraldo Rivera starfar hjá Fox News en forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar sögðust vera hugsi vegna ummæla hans um Matt Lauer-málið. Rivera baðst afsökunar og sagðist meðal annars ekki hafa útskýrt nægjanlega vel að kynferðisleg áreitni væri hryllilegt vandamál sem hefur verið falið allt of lengi. Leiddi þetta til þess að viðtalið við Bette Midler fór aftur í umferð þar sem Midler kallaði Rivera slepjulegan spjallþáttastjórnanda. Hún rifjaði upp atvikið frá áttunda áratug síðustu aldar. Hún sagði Rivera og framleiðanda hans hafa króað hana af inni á baðherbergi þar sem þeir hafi neytt hana til að anda að sér lyfi sem veldur slökun í vöðum æðaveggja og svo káfað á henni. „Ég hafði ekki boðið mig á altari Geraldo Rivera. Hann var ósæmilegur.“ Deadline segir frá því að Rivera hefði rifjað þetta atvik upp í ævisögu hans sem nefnist: Exposing Myself. „Við vorum inni á baðherbergi að undirbúa okkur fyrir viðtalið. Á einhverjum tímapunkti lagði ég hendur mínar á brjóst hennar.“ Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Bandaríska leik- og söngkonan Bette Midler segir sjónvarpsmanninn Geraldo Rivera ekki enn hafa beðið sig afsökunar á því að hafa káfað á henni á áttunda áratug síðustu aldar. Rivera hefur beðist afsökunar á því að hafa reynt að verja sjónvarpsmanninn Matt Lauer sem var nýverið rekinn frá NBC News vegna ásakana um kynferðislega áreitni í garð samstarfsmanna. Rvera var harðlega gagnrýndur þegar hann sagði fjölmiðla bransann vera daðurskenndan og ekki ætti að nota ásakanir um kynferðislega áreitni til að ná sér niður á slæmum yfirmönnum eða fyrrverandi elskhugum. Um svipað leyti fór í umferð viðtal frá árinu 1991 sem fjölmiðlakonan Barbara Walters tók við Bette Midler þar sem listakonan greindi frá því að Rivera hefði káfað á henni. „Ég á afmæli á morgun. Mér líður eins og þetta myndband sé gjöf alheimsins til mín. Geraldo gæti hafa beðist afsökunar á að hafa stutt Matt Lauer, en hann á eftir að biðja mig afsökunar,“ sagði Midler á Twitter.Tomorrow is my birthday. I feel like this video was a gift from the universe to me. Geraldo may have apologized for his tweets supporting Matt Lauer, but he has yet to apologize for this. #MeToo pic.twitter.com/TkcolFWfA2— Bette Midler (@BetteMidler) November 30, 2017 <Geraldo Rivera starfar hjá Fox News en forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar sögðust vera hugsi vegna ummæla hans um Matt Lauer-málið. Rivera baðst afsökunar og sagðist meðal annars ekki hafa útskýrt nægjanlega vel að kynferðisleg áreitni væri hryllilegt vandamál sem hefur verið falið allt of lengi. Leiddi þetta til þess að viðtalið við Bette Midler fór aftur í umferð þar sem Midler kallaði Rivera slepjulegan spjallþáttastjórnanda. Hún rifjaði upp atvikið frá áttunda áratug síðustu aldar. Hún sagði Rivera og framleiðanda hans hafa króað hana af inni á baðherbergi þar sem þeir hafi neytt hana til að anda að sér lyfi sem veldur slökun í vöðum æðaveggja og svo káfað á henni. „Ég hafði ekki boðið mig á altari Geraldo Rivera. Hann var ósæmilegur.“ Deadline segir frá því að Rivera hefði rifjað þetta atvik upp í ævisögu hans sem nefnist: Exposing Myself. „Við vorum inni á baðherbergi að undirbúa okkur fyrir viðtalið. Á einhverjum tímapunkti lagði ég hendur mínar á brjóst hennar.“
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira