Markmiðið að hafa hundinn glaðan öllum stundum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2017 13:14 Jóhanna Þorbjörg og Texas, einn af hundunum hennar. mynd/jþm Hundaþjálfarinn Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir stefnir á að opna eingangrunarmiðstöð fyrir hunda í Holta og Landsveit á næsta ári. Markmiðið er að reka miðstöðina þannig að hundurinn verði sáttur, sæll og glaður – öllum stundum. Jóhanna þjálfar einnig hunda fyrir einhverfa og fólk með áfallastreituröskun. „Ég er menntaður hundaþjálfari og sérfræðingur í hegðun hunda. Ég er einnig menntaður, sjúkraflutningamaður neyðarvörður og lögreglumaður og starfa í dag sem lögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Ég er einnig að rækta hunda, australian cattle dog. Hunda sem ég ætla í vinnu, til smölunar og einnig sem þjónustu hunda en ég hef einnig þjálfað hunda fyrir einhverfa og hunda fyrir fólk með áfallastreituröskun“, segir Jóhanna Þorbjörg.Hlaupabretti fyrir hundana Jóhanna segir að boðið verði upp á mismunandi þjálfun á meðan dvölinni stendur. „Þjálfunarrými verður í stöðinni þar sem hundar fá þjálfun og hreyfingu en einnig verður hlaupabretti á staðnum til að hundar fái nauðsynlega útrás og hreyfingu“, segir hún.Jóhanna Þorbjörg byrjaði sem afleysingamaður hjá lögreglunni á Selfossi 2007 og fór í lögregluskólann 2010. Hún er líka menntaður sjúkraflutningamaður og með diplómu í neyðarsímsvörun og hefur starfað sem neyðarvörður hjá 112. Hundar hafa og munu alltaf verða stór hluti af hennar lífi.Ferlið til þess að fá innflutningsleyfi fyrir hund er mjög strangt en það ferli fer í gegnum Matvælastofnun áður en hundur fær leyfi til þess að koma til landsins. Þegar öll leyfi og nauðsynlegar rannsóknir eru í höfn fær hundurinn að koma ti landsins og verður sóttur til Keflavíkur af starfsfólki stöðvarinnar. „Já, við komu er hundurinn metinn af dýralækni okkar sem alltaf verður til taks. Dýralæknir metur ástand hundsins, áætlar fóður og hefur yfirumsjón með líkamlegu heilbrigði. Hundarnir þurfa eins og staðan er í dag að vera hjá okkur í 28 daga. Í stöðinni verður aðstaða dýralæknis sem mun geta gert aðgerðir komi til þess á meðan á dvöl stendur“, segir Jóhanna Þorbjörg þegar hún lýsir ferlinu þegar hundur kemur til landsins.Hefur flutt inn fjóra hunda Sjálf hefur Jóhanna Þorbjörg flutt inn 4 hunda en hún segir að í öll skiptin hafi henni fundist vanta fyrir þá afþreyingu á meðan þeir voru á einangrunarstöð. Í hennar stöð verður pláss fyrir 16 hunda og 3 ketti. Þetta verður önnur einangrunarstöðin á Íslandi, hún er í Höfnum á Suðurnesjum.En hvenær verður nýja stöðin opnuð? „Við vitum ekki hvenær við munum ná að opna stöðina en við erum að vinna hörðum höndum til að það verði sem fyrst á nýju ári. Maðurinn minn, Ingvar Guðmundsson er húsasmíðameistari og ætlar að henda stöðinni upp“, sagði Jóhanna Þorbjörg hlæjandi. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með á Facebook-síðunni „allirhundar“ og snapchat, „allirhundar“, þar sem þau Ingvar munum leyfa fólki að fylgjast með gangi mála. Tveir starfsmenn eru í þjálfun á Selási þar sem þeir læra grunninn í þjálfun og meðhöndlun hunda og munu því verða vel í stakk búnar að þjálfa þá hunda sem koma þegar stöðin opnar á næsta ári. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Hundaþjálfarinn Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir stefnir á að opna eingangrunarmiðstöð fyrir hunda í Holta og Landsveit á næsta ári. Markmiðið er að reka miðstöðina þannig að hundurinn verði sáttur, sæll og glaður – öllum stundum. Jóhanna þjálfar einnig hunda fyrir einhverfa og fólk með áfallastreituröskun. „Ég er menntaður hundaþjálfari og sérfræðingur í hegðun hunda. Ég er einnig menntaður, sjúkraflutningamaður neyðarvörður og lögreglumaður og starfa í dag sem lögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Ég er einnig að rækta hunda, australian cattle dog. Hunda sem ég ætla í vinnu, til smölunar og einnig sem þjónustu hunda en ég hef einnig þjálfað hunda fyrir einhverfa og hunda fyrir fólk með áfallastreituröskun“, segir Jóhanna Þorbjörg.Hlaupabretti fyrir hundana Jóhanna segir að boðið verði upp á mismunandi þjálfun á meðan dvölinni stendur. „Þjálfunarrými verður í stöðinni þar sem hundar fá þjálfun og hreyfingu en einnig verður hlaupabretti á staðnum til að hundar fái nauðsynlega útrás og hreyfingu“, segir hún.Jóhanna Þorbjörg byrjaði sem afleysingamaður hjá lögreglunni á Selfossi 2007 og fór í lögregluskólann 2010. Hún er líka menntaður sjúkraflutningamaður og með diplómu í neyðarsímsvörun og hefur starfað sem neyðarvörður hjá 112. Hundar hafa og munu alltaf verða stór hluti af hennar lífi.Ferlið til þess að fá innflutningsleyfi fyrir hund er mjög strangt en það ferli fer í gegnum Matvælastofnun áður en hundur fær leyfi til þess að koma til landsins. Þegar öll leyfi og nauðsynlegar rannsóknir eru í höfn fær hundurinn að koma ti landsins og verður sóttur til Keflavíkur af starfsfólki stöðvarinnar. „Já, við komu er hundurinn metinn af dýralækni okkar sem alltaf verður til taks. Dýralæknir metur ástand hundsins, áætlar fóður og hefur yfirumsjón með líkamlegu heilbrigði. Hundarnir þurfa eins og staðan er í dag að vera hjá okkur í 28 daga. Í stöðinni verður aðstaða dýralæknis sem mun geta gert aðgerðir komi til þess á meðan á dvöl stendur“, segir Jóhanna Þorbjörg þegar hún lýsir ferlinu þegar hundur kemur til landsins.Hefur flutt inn fjóra hunda Sjálf hefur Jóhanna Þorbjörg flutt inn 4 hunda en hún segir að í öll skiptin hafi henni fundist vanta fyrir þá afþreyingu á meðan þeir voru á einangrunarstöð. Í hennar stöð verður pláss fyrir 16 hunda og 3 ketti. Þetta verður önnur einangrunarstöðin á Íslandi, hún er í Höfnum á Suðurnesjum.En hvenær verður nýja stöðin opnuð? „Við vitum ekki hvenær við munum ná að opna stöðina en við erum að vinna hörðum höndum til að það verði sem fyrst á nýju ári. Maðurinn minn, Ingvar Guðmundsson er húsasmíðameistari og ætlar að henda stöðinni upp“, sagði Jóhanna Þorbjörg hlæjandi. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með á Facebook-síðunni „allirhundar“ og snapchat, „allirhundar“, þar sem þau Ingvar munum leyfa fólki að fylgjast með gangi mála. Tveir starfsmenn eru í þjálfun á Selási þar sem þeir læra grunninn í þjálfun og meðhöndlun hunda og munu því verða vel í stakk búnar að þjálfa þá hunda sem koma þegar stöðin opnar á næsta ári.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira