Markmiðið að hafa hundinn glaðan öllum stundum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2017 13:14 Jóhanna Þorbjörg og Texas, einn af hundunum hennar. mynd/jþm Hundaþjálfarinn Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir stefnir á að opna eingangrunarmiðstöð fyrir hunda í Holta og Landsveit á næsta ári. Markmiðið er að reka miðstöðina þannig að hundurinn verði sáttur, sæll og glaður – öllum stundum. Jóhanna þjálfar einnig hunda fyrir einhverfa og fólk með áfallastreituröskun. „Ég er menntaður hundaþjálfari og sérfræðingur í hegðun hunda. Ég er einnig menntaður, sjúkraflutningamaður neyðarvörður og lögreglumaður og starfa í dag sem lögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Ég er einnig að rækta hunda, australian cattle dog. Hunda sem ég ætla í vinnu, til smölunar og einnig sem þjónustu hunda en ég hef einnig þjálfað hunda fyrir einhverfa og hunda fyrir fólk með áfallastreituröskun“, segir Jóhanna Þorbjörg.Hlaupabretti fyrir hundana Jóhanna segir að boðið verði upp á mismunandi þjálfun á meðan dvölinni stendur. „Þjálfunarrými verður í stöðinni þar sem hundar fá þjálfun og hreyfingu en einnig verður hlaupabretti á staðnum til að hundar fái nauðsynlega útrás og hreyfingu“, segir hún.Jóhanna Þorbjörg byrjaði sem afleysingamaður hjá lögreglunni á Selfossi 2007 og fór í lögregluskólann 2010. Hún er líka menntaður sjúkraflutningamaður og með diplómu í neyðarsímsvörun og hefur starfað sem neyðarvörður hjá 112. Hundar hafa og munu alltaf verða stór hluti af hennar lífi.Ferlið til þess að fá innflutningsleyfi fyrir hund er mjög strangt en það ferli fer í gegnum Matvælastofnun áður en hundur fær leyfi til þess að koma til landsins. Þegar öll leyfi og nauðsynlegar rannsóknir eru í höfn fær hundurinn að koma ti landsins og verður sóttur til Keflavíkur af starfsfólki stöðvarinnar. „Já, við komu er hundurinn metinn af dýralækni okkar sem alltaf verður til taks. Dýralæknir metur ástand hundsins, áætlar fóður og hefur yfirumsjón með líkamlegu heilbrigði. Hundarnir þurfa eins og staðan er í dag að vera hjá okkur í 28 daga. Í stöðinni verður aðstaða dýralæknis sem mun geta gert aðgerðir komi til þess á meðan á dvöl stendur“, segir Jóhanna Þorbjörg þegar hún lýsir ferlinu þegar hundur kemur til landsins.Hefur flutt inn fjóra hunda Sjálf hefur Jóhanna Þorbjörg flutt inn 4 hunda en hún segir að í öll skiptin hafi henni fundist vanta fyrir þá afþreyingu á meðan þeir voru á einangrunarstöð. Í hennar stöð verður pláss fyrir 16 hunda og 3 ketti. Þetta verður önnur einangrunarstöðin á Íslandi, hún er í Höfnum á Suðurnesjum.En hvenær verður nýja stöðin opnuð? „Við vitum ekki hvenær við munum ná að opna stöðina en við erum að vinna hörðum höndum til að það verði sem fyrst á nýju ári. Maðurinn minn, Ingvar Guðmundsson er húsasmíðameistari og ætlar að henda stöðinni upp“, sagði Jóhanna Þorbjörg hlæjandi. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með á Facebook-síðunni „allirhundar“ og snapchat, „allirhundar“, þar sem þau Ingvar munum leyfa fólki að fylgjast með gangi mála. Tveir starfsmenn eru í þjálfun á Selási þar sem þeir læra grunninn í þjálfun og meðhöndlun hunda og munu því verða vel í stakk búnar að þjálfa þá hunda sem koma þegar stöðin opnar á næsta ári. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Hundaþjálfarinn Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir stefnir á að opna eingangrunarmiðstöð fyrir hunda í Holta og Landsveit á næsta ári. Markmiðið er að reka miðstöðina þannig að hundurinn verði sáttur, sæll og glaður – öllum stundum. Jóhanna þjálfar einnig hunda fyrir einhverfa og fólk með áfallastreituröskun. „Ég er menntaður hundaþjálfari og sérfræðingur í hegðun hunda. Ég er einnig menntaður, sjúkraflutningamaður neyðarvörður og lögreglumaður og starfa í dag sem lögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Ég er einnig að rækta hunda, australian cattle dog. Hunda sem ég ætla í vinnu, til smölunar og einnig sem þjónustu hunda en ég hef einnig þjálfað hunda fyrir einhverfa og hunda fyrir fólk með áfallastreituröskun“, segir Jóhanna Þorbjörg.Hlaupabretti fyrir hundana Jóhanna segir að boðið verði upp á mismunandi þjálfun á meðan dvölinni stendur. „Þjálfunarrými verður í stöðinni þar sem hundar fá þjálfun og hreyfingu en einnig verður hlaupabretti á staðnum til að hundar fái nauðsynlega útrás og hreyfingu“, segir hún.Jóhanna Þorbjörg byrjaði sem afleysingamaður hjá lögreglunni á Selfossi 2007 og fór í lögregluskólann 2010. Hún er líka menntaður sjúkraflutningamaður og með diplómu í neyðarsímsvörun og hefur starfað sem neyðarvörður hjá 112. Hundar hafa og munu alltaf verða stór hluti af hennar lífi.Ferlið til þess að fá innflutningsleyfi fyrir hund er mjög strangt en það ferli fer í gegnum Matvælastofnun áður en hundur fær leyfi til þess að koma til landsins. Þegar öll leyfi og nauðsynlegar rannsóknir eru í höfn fær hundurinn að koma ti landsins og verður sóttur til Keflavíkur af starfsfólki stöðvarinnar. „Já, við komu er hundurinn metinn af dýralækni okkar sem alltaf verður til taks. Dýralæknir metur ástand hundsins, áætlar fóður og hefur yfirumsjón með líkamlegu heilbrigði. Hundarnir þurfa eins og staðan er í dag að vera hjá okkur í 28 daga. Í stöðinni verður aðstaða dýralæknis sem mun geta gert aðgerðir komi til þess á meðan á dvöl stendur“, segir Jóhanna Þorbjörg þegar hún lýsir ferlinu þegar hundur kemur til landsins.Hefur flutt inn fjóra hunda Sjálf hefur Jóhanna Þorbjörg flutt inn 4 hunda en hún segir að í öll skiptin hafi henni fundist vanta fyrir þá afþreyingu á meðan þeir voru á einangrunarstöð. Í hennar stöð verður pláss fyrir 16 hunda og 3 ketti. Þetta verður önnur einangrunarstöðin á Íslandi, hún er í Höfnum á Suðurnesjum.En hvenær verður nýja stöðin opnuð? „Við vitum ekki hvenær við munum ná að opna stöðina en við erum að vinna hörðum höndum til að það verði sem fyrst á nýju ári. Maðurinn minn, Ingvar Guðmundsson er húsasmíðameistari og ætlar að henda stöðinni upp“, sagði Jóhanna Þorbjörg hlæjandi. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með á Facebook-síðunni „allirhundar“ og snapchat, „allirhundar“, þar sem þau Ingvar munum leyfa fólki að fylgjast með gangi mála. Tveir starfsmenn eru í þjálfun á Selási þar sem þeir læra grunninn í þjálfun og meðhöndlun hunda og munu því verða vel í stakk búnar að þjálfa þá hunda sem koma þegar stöðin opnar á næsta ári.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira