Enn og aftur klárar Arsenal Burnley í uppbótartíma | Sjáðu markið Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. nóvember 2017 15:45 Burnley fékk Arsenal í heimsókn á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley og hann komst nálægt því að skora strax á fimmtándu mínútu en Petr Cech náði að verja boltann í stöngina og út. Hart var barist og bæði lið áttu ágætis spretti án þess þó að skapa sér mörg góð færi. Stefndi allt í markalaust jafntefli þegar Arsenal fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Alexis Sanchez fór á vítapunktinn, skoraði og trygði Arsenal þrjú dýrmæt stig. Grátlegt fyrir Burnley en þetta er í þriðja skiptið í röð sem liðið tapar fyrir Skyttunum í uppbótartíma. Enski boltinn Tengdar fréttir Dyche hyggur ekki á hefndir Sean Dyche, stjóri Burnley, segir lið sitt ekki vera með hugann við síðustu viðureignir liðsins gegn Arsenal þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag. 26. nóvember 2017 12:15
Burnley fékk Arsenal í heimsókn á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley og hann komst nálægt því að skora strax á fimmtándu mínútu en Petr Cech náði að verja boltann í stöngina og út. Hart var barist og bæði lið áttu ágætis spretti án þess þó að skapa sér mörg góð færi. Stefndi allt í markalaust jafntefli þegar Arsenal fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Alexis Sanchez fór á vítapunktinn, skoraði og trygði Arsenal þrjú dýrmæt stig. Grátlegt fyrir Burnley en þetta er í þriðja skiptið í röð sem liðið tapar fyrir Skyttunum í uppbótartíma.
Enski boltinn Tengdar fréttir Dyche hyggur ekki á hefndir Sean Dyche, stjóri Burnley, segir lið sitt ekki vera með hugann við síðustu viðureignir liðsins gegn Arsenal þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag. 26. nóvember 2017 12:15
Dyche hyggur ekki á hefndir Sean Dyche, stjóri Burnley, segir lið sitt ekki vera með hugann við síðustu viðureignir liðsins gegn Arsenal þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag. 26. nóvember 2017 12:15
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti