Lífið

Glee-leikkona ákærð fyrir heimilisofbeldi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hjónin Naya Rivera og Ryan Dorsey.
Hjónin Naya Rivera og Ryan Dorsey. Vísir/Getty
Bandaríska leikkonan Naya Rivera, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Glee, var handtekin og ákærð fyrir heimilisofbeldi í Vestur-Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

Samkvæmt lögreglu á svæðinu á Rivera að hafa slegið eiginmann sinn, Ryan Dorsey, er þau voru úti á gangi ásamt syni sínum.

Dorsey er sagður hafa sýnt lögreglu myndefni, tekið upp á farsíma, sem sýnir Rivera lemja hann í höfuðið og varirnar. Þá hefur myndefni náðst af leikkonunni þar sem hún er leidd inn í réttarsal í handjárnum. Hún tjáði sig ekki um málið við blaðamann á staðnum.

Rivera og Dorsey gengu í hjónaband árið 2014. Þau ákváðu að skilja í fyrra en tóku nýverið aftur saman. Parið á saman einn tveggja ára son, sem virðist hafa verið viðstaddur atvikið.

Rivera er þekktust fyrir leik sinn í bandarísku sjónvarpsþáttunum Glee. Þar fór hún með hlutverk Santönu, kaldlyndrar klappstýru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.