Ekki búið að hækka sektir við snjallsímanotkun ökumanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Stór hluti nemenda í framhaldsskólum notar snjallsíma undir stýri. Flestir tala í símann. NordicPhotos/Getty Sektir fyrir að nota síma í akstri án handfrjáls búnaðar hafa ekki enn verið hækkaðar. Greint var frá því í byrjun júlí að ríkissaksóknari hefði sent þá tillögu til ráðherra að hækka sektirnar úr 5 þúsund krónum í 40 þúsund krónur. „Það er ekki búið að hækka eitt eða neitt,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar. „Það er ekki komin fram ný reglugerð. Þetta er 5 þúsund króna sekt og ef menn borga innan 30 daga þá eru þetta 3.750, sem hefur ekkert forvarnargildi að mínu mati. Ég held að allir sem tala fyrir bættu umferðaröryggi vilji sjá þetta ganga fram,“ segir Guðbrandur við Fréttablaðið.Guðbrandur SigurðssonVigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að ráðherrann hafi sett málið í samráðsferli og óskað eftir umsögnum. Í framhaldi hafi ráðherra sett Samgönguþing unga fólksins og þá kallað eftir sjónarmiðum yngra fólks. Þar var samþykkt ályktun. Í henni kemur fram að laga þurfi „regluverkið að aukinni snjalltækjanotkun í umferðinni. Hækka þarf sektir fyrir notkun þeirra undir stýri og skoða kosti og galla kerfis þar sem sektir eða refsingar komi jafnt við alla tekjuhópa í landinu.“ Vigdís segir að í framhaldinu verði málið svo tekið upp í heildarendurskoðun á umferðarlögunum, vegna þess að reglugerðir þurfi alltaf að eiga heimildir í lögum. „Það er staðan og það er verið að vinna í heildarendurskoðun laganna og þessi breyting verður gerð samhliða,“ segir Vigdís sem gerir jafnframt ráð fyrir að nýr ráðherra verði tilbúinn með frumvarp um breytingu á umferðarlögum í febrúar. Á hinn bóginn verði næsta þing mjög stutt vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Í könnun sem Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík gerði og Fréttablaðið sagði frá um miðjan ágúst kom fram að fimm af hverjum sex framhaldsskólanemum hér á landi notar snjallsíma undir stýri. Notkun eykst með hækkandi aldri. Á vef tryggingafélagsins Sjóvár kemur fram að flestir, eða 71 prósent, tala í símann, 58 prósent leita að upplýsingum á netinu, 44 prósent senda eða svara textaskilaboðum og helmingur sendir Snapchat. Þá skoðar rúmur fjórðungur samfélagsmiðla og 12 prósent horfa á vídeóklippur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Sektir fyrir að nota síma í akstri án handfrjáls búnaðar hafa ekki enn verið hækkaðar. Greint var frá því í byrjun júlí að ríkissaksóknari hefði sent þá tillögu til ráðherra að hækka sektirnar úr 5 þúsund krónum í 40 þúsund krónur. „Það er ekki búið að hækka eitt eða neitt,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar. „Það er ekki komin fram ný reglugerð. Þetta er 5 þúsund króna sekt og ef menn borga innan 30 daga þá eru þetta 3.750, sem hefur ekkert forvarnargildi að mínu mati. Ég held að allir sem tala fyrir bættu umferðaröryggi vilji sjá þetta ganga fram,“ segir Guðbrandur við Fréttablaðið.Guðbrandur SigurðssonVigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að ráðherrann hafi sett málið í samráðsferli og óskað eftir umsögnum. Í framhaldi hafi ráðherra sett Samgönguþing unga fólksins og þá kallað eftir sjónarmiðum yngra fólks. Þar var samþykkt ályktun. Í henni kemur fram að laga þurfi „regluverkið að aukinni snjalltækjanotkun í umferðinni. Hækka þarf sektir fyrir notkun þeirra undir stýri og skoða kosti og galla kerfis þar sem sektir eða refsingar komi jafnt við alla tekjuhópa í landinu.“ Vigdís segir að í framhaldinu verði málið svo tekið upp í heildarendurskoðun á umferðarlögunum, vegna þess að reglugerðir þurfi alltaf að eiga heimildir í lögum. „Það er staðan og það er verið að vinna í heildarendurskoðun laganna og þessi breyting verður gerð samhliða,“ segir Vigdís sem gerir jafnframt ráð fyrir að nýr ráðherra verði tilbúinn með frumvarp um breytingu á umferðarlögum í febrúar. Á hinn bóginn verði næsta þing mjög stutt vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Í könnun sem Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík gerði og Fréttablaðið sagði frá um miðjan ágúst kom fram að fimm af hverjum sex framhaldsskólanemum hér á landi notar snjallsíma undir stýri. Notkun eykst með hækkandi aldri. Á vef tryggingafélagsins Sjóvár kemur fram að flestir, eða 71 prósent, tala í símann, 58 prósent leita að upplýsingum á netinu, 44 prósent senda eða svara textaskilaboðum og helmingur sendir Snapchat. Þá skoðar rúmur fjórðungur samfélagsmiðla og 12 prósent horfa á vídeóklippur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira