Ekki búið að hækka sektir við snjallsímanotkun ökumanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Stór hluti nemenda í framhaldsskólum notar snjallsíma undir stýri. Flestir tala í símann. NordicPhotos/Getty Sektir fyrir að nota síma í akstri án handfrjáls búnaðar hafa ekki enn verið hækkaðar. Greint var frá því í byrjun júlí að ríkissaksóknari hefði sent þá tillögu til ráðherra að hækka sektirnar úr 5 þúsund krónum í 40 þúsund krónur. „Það er ekki búið að hækka eitt eða neitt,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar. „Það er ekki komin fram ný reglugerð. Þetta er 5 þúsund króna sekt og ef menn borga innan 30 daga þá eru þetta 3.750, sem hefur ekkert forvarnargildi að mínu mati. Ég held að allir sem tala fyrir bættu umferðaröryggi vilji sjá þetta ganga fram,“ segir Guðbrandur við Fréttablaðið.Guðbrandur SigurðssonVigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að ráðherrann hafi sett málið í samráðsferli og óskað eftir umsögnum. Í framhaldi hafi ráðherra sett Samgönguþing unga fólksins og þá kallað eftir sjónarmiðum yngra fólks. Þar var samþykkt ályktun. Í henni kemur fram að laga þurfi „regluverkið að aukinni snjalltækjanotkun í umferðinni. Hækka þarf sektir fyrir notkun þeirra undir stýri og skoða kosti og galla kerfis þar sem sektir eða refsingar komi jafnt við alla tekjuhópa í landinu.“ Vigdís segir að í framhaldinu verði málið svo tekið upp í heildarendurskoðun á umferðarlögunum, vegna þess að reglugerðir þurfi alltaf að eiga heimildir í lögum. „Það er staðan og það er verið að vinna í heildarendurskoðun laganna og þessi breyting verður gerð samhliða,“ segir Vigdís sem gerir jafnframt ráð fyrir að nýr ráðherra verði tilbúinn með frumvarp um breytingu á umferðarlögum í febrúar. Á hinn bóginn verði næsta þing mjög stutt vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Í könnun sem Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík gerði og Fréttablaðið sagði frá um miðjan ágúst kom fram að fimm af hverjum sex framhaldsskólanemum hér á landi notar snjallsíma undir stýri. Notkun eykst með hækkandi aldri. Á vef tryggingafélagsins Sjóvár kemur fram að flestir, eða 71 prósent, tala í símann, 58 prósent leita að upplýsingum á netinu, 44 prósent senda eða svara textaskilaboðum og helmingur sendir Snapchat. Þá skoðar rúmur fjórðungur samfélagsmiðla og 12 prósent horfa á vídeóklippur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Sektir fyrir að nota síma í akstri án handfrjáls búnaðar hafa ekki enn verið hækkaðar. Greint var frá því í byrjun júlí að ríkissaksóknari hefði sent þá tillögu til ráðherra að hækka sektirnar úr 5 þúsund krónum í 40 þúsund krónur. „Það er ekki búið að hækka eitt eða neitt,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar. „Það er ekki komin fram ný reglugerð. Þetta er 5 þúsund króna sekt og ef menn borga innan 30 daga þá eru þetta 3.750, sem hefur ekkert forvarnargildi að mínu mati. Ég held að allir sem tala fyrir bættu umferðaröryggi vilji sjá þetta ganga fram,“ segir Guðbrandur við Fréttablaðið.Guðbrandur SigurðssonVigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að ráðherrann hafi sett málið í samráðsferli og óskað eftir umsögnum. Í framhaldi hafi ráðherra sett Samgönguþing unga fólksins og þá kallað eftir sjónarmiðum yngra fólks. Þar var samþykkt ályktun. Í henni kemur fram að laga þurfi „regluverkið að aukinni snjalltækjanotkun í umferðinni. Hækka þarf sektir fyrir notkun þeirra undir stýri og skoða kosti og galla kerfis þar sem sektir eða refsingar komi jafnt við alla tekjuhópa í landinu.“ Vigdís segir að í framhaldinu verði málið svo tekið upp í heildarendurskoðun á umferðarlögunum, vegna þess að reglugerðir þurfi alltaf að eiga heimildir í lögum. „Það er staðan og það er verið að vinna í heildarendurskoðun laganna og þessi breyting verður gerð samhliða,“ segir Vigdís sem gerir jafnframt ráð fyrir að nýr ráðherra verði tilbúinn með frumvarp um breytingu á umferðarlögum í febrúar. Á hinn bóginn verði næsta þing mjög stutt vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Í könnun sem Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík gerði og Fréttablaðið sagði frá um miðjan ágúst kom fram að fimm af hverjum sex framhaldsskólanemum hér á landi notar snjallsíma undir stýri. Notkun eykst með hækkandi aldri. Á vef tryggingafélagsins Sjóvár kemur fram að flestir, eða 71 prósent, tala í símann, 58 prósent leita að upplýsingum á netinu, 44 prósent senda eða svara textaskilaboðum og helmingur sendir Snapchat. Þá skoðar rúmur fjórðungur samfélagsmiðla og 12 prósent horfa á vídeóklippur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira