Ekki búið að hækka sektir við snjallsímanotkun ökumanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Stór hluti nemenda í framhaldsskólum notar snjallsíma undir stýri. Flestir tala í símann. NordicPhotos/Getty Sektir fyrir að nota síma í akstri án handfrjáls búnaðar hafa ekki enn verið hækkaðar. Greint var frá því í byrjun júlí að ríkissaksóknari hefði sent þá tillögu til ráðherra að hækka sektirnar úr 5 þúsund krónum í 40 þúsund krónur. „Það er ekki búið að hækka eitt eða neitt,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar. „Það er ekki komin fram ný reglugerð. Þetta er 5 þúsund króna sekt og ef menn borga innan 30 daga þá eru þetta 3.750, sem hefur ekkert forvarnargildi að mínu mati. Ég held að allir sem tala fyrir bættu umferðaröryggi vilji sjá þetta ganga fram,“ segir Guðbrandur við Fréttablaðið.Guðbrandur SigurðssonVigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að ráðherrann hafi sett málið í samráðsferli og óskað eftir umsögnum. Í framhaldi hafi ráðherra sett Samgönguþing unga fólksins og þá kallað eftir sjónarmiðum yngra fólks. Þar var samþykkt ályktun. Í henni kemur fram að laga þurfi „regluverkið að aukinni snjalltækjanotkun í umferðinni. Hækka þarf sektir fyrir notkun þeirra undir stýri og skoða kosti og galla kerfis þar sem sektir eða refsingar komi jafnt við alla tekjuhópa í landinu.“ Vigdís segir að í framhaldinu verði málið svo tekið upp í heildarendurskoðun á umferðarlögunum, vegna þess að reglugerðir þurfi alltaf að eiga heimildir í lögum. „Það er staðan og það er verið að vinna í heildarendurskoðun laganna og þessi breyting verður gerð samhliða,“ segir Vigdís sem gerir jafnframt ráð fyrir að nýr ráðherra verði tilbúinn með frumvarp um breytingu á umferðarlögum í febrúar. Á hinn bóginn verði næsta þing mjög stutt vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Í könnun sem Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík gerði og Fréttablaðið sagði frá um miðjan ágúst kom fram að fimm af hverjum sex framhaldsskólanemum hér á landi notar snjallsíma undir stýri. Notkun eykst með hækkandi aldri. Á vef tryggingafélagsins Sjóvár kemur fram að flestir, eða 71 prósent, tala í símann, 58 prósent leita að upplýsingum á netinu, 44 prósent senda eða svara textaskilaboðum og helmingur sendir Snapchat. Þá skoðar rúmur fjórðungur samfélagsmiðla og 12 prósent horfa á vídeóklippur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Sektir fyrir að nota síma í akstri án handfrjáls búnaðar hafa ekki enn verið hækkaðar. Greint var frá því í byrjun júlí að ríkissaksóknari hefði sent þá tillögu til ráðherra að hækka sektirnar úr 5 þúsund krónum í 40 þúsund krónur. „Það er ekki búið að hækka eitt eða neitt,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar. „Það er ekki komin fram ný reglugerð. Þetta er 5 þúsund króna sekt og ef menn borga innan 30 daga þá eru þetta 3.750, sem hefur ekkert forvarnargildi að mínu mati. Ég held að allir sem tala fyrir bættu umferðaröryggi vilji sjá þetta ganga fram,“ segir Guðbrandur við Fréttablaðið.Guðbrandur SigurðssonVigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að ráðherrann hafi sett málið í samráðsferli og óskað eftir umsögnum. Í framhaldi hafi ráðherra sett Samgönguþing unga fólksins og þá kallað eftir sjónarmiðum yngra fólks. Þar var samþykkt ályktun. Í henni kemur fram að laga þurfi „regluverkið að aukinni snjalltækjanotkun í umferðinni. Hækka þarf sektir fyrir notkun þeirra undir stýri og skoða kosti og galla kerfis þar sem sektir eða refsingar komi jafnt við alla tekjuhópa í landinu.“ Vigdís segir að í framhaldinu verði málið svo tekið upp í heildarendurskoðun á umferðarlögunum, vegna þess að reglugerðir þurfi alltaf að eiga heimildir í lögum. „Það er staðan og það er verið að vinna í heildarendurskoðun laganna og þessi breyting verður gerð samhliða,“ segir Vigdís sem gerir jafnframt ráð fyrir að nýr ráðherra verði tilbúinn með frumvarp um breytingu á umferðarlögum í febrúar. Á hinn bóginn verði næsta þing mjög stutt vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Í könnun sem Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík gerði og Fréttablaðið sagði frá um miðjan ágúst kom fram að fimm af hverjum sex framhaldsskólanemum hér á landi notar snjallsíma undir stýri. Notkun eykst með hækkandi aldri. Á vef tryggingafélagsins Sjóvár kemur fram að flestir, eða 71 prósent, tala í símann, 58 prósent leita að upplýsingum á netinu, 44 prósent senda eða svara textaskilaboðum og helmingur sendir Snapchat. Þá skoðar rúmur fjórðungur samfélagsmiðla og 12 prósent horfa á vídeóklippur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira