Innlent

Varað við sjósundi í Fossvogi

Atli Ísleifsson skrifar
Nauthólsvík er vinsæll áfangastaður sjósundsgarpa.
Nauthólsvík er vinsæll áfangastaður sjósundsgarpa. Vísir/daníel
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við sjósund í Fossvogi vegna aukins gerlamagns í nágreinni dælustöðvarinnar við Faxaskjól. Áætlað er að að viðgerð á stöðinni ljúki í dag.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi tekið sýni á völdum stöðum í nágrenni dælustöðvarinnar meðan á viðgerð hefur staðið.

„Niðurstöður sem bárust Heilbrigðiseftirlitinu í dag 27. nóvember vegna sýna sem tekin voru 24. nóvember, sýna hækkun á gerlamagni í nágrenni dælustöðvarinnar eins og við var að búast. Þann dag sýndu sýnin einnig nokkra hækkun á gerlamagni á baðstaðnum í Nauthólsvík.  Aðstæður við sýnatöku þann 24. nóvember voru óhagstæðar veðurfarslega, m.a. mikið upprót sjávar og mikið af fugli á sýnatökustöðum.

Ekki er hægt að staðfesta orsök tilfallandi mengunar í Nauthólsvík þennan dag.  

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir því ekki með sjósundi í Fossvogi í dag og á morgun þó að aðstæður núna séu ágætar, lygnt og bjart. Sýni verða tekin aftur í dag,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með upplýsingum á heimasíðu borgarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×