Lagt hald á talsvert magn fíkniefna sem ætlað var til dreifingar á Litla-Hrauni Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. nóvember 2017 15:13 Litla-Hraun. Vísir/Eyþór Lagt var hald á talsvert magn fíkniefna í fangelsinu Litla-Hrauni liðna helgi. Þetta staðfestir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins í samtali við fréttastofu Vísis. Efnin sem um ræðir eru LSD og spice. „Það fannst ætlað LSD í fórum fanga á fangaklefa, í það miklu magni að því er klárlega ætlað frekari dreifingar heldur en einkaneysla eins fanga. Í tengslum við þann fund fór fram leit í klefa hjá öðrum fanga þar sem fannst ætlað spice,“ segir Halldór. Þessi mál hafa þegar verið send til lögreglu og á rannsóknarstofu til greiningar. Magntölur liggja ekki nákvæmlega fyrir ennþá en þessi mál eru í stærra lagi miðað við þau mál sem hafa komið upp á síðastliðnum mánuðum. Hann segir að allur gangur sé á því hvernig lyfin berast inn í fangelsið. „Þekktu leiðirnar eru þegar þetta er borið innvortis þegar fangar fara út fyrir fangelsið í lögmætum erindagjörðum eða þegar einhverjir sem eiga leið inn í fangelsið bera þetta.“ Fíkniefnaleitir eru framkvæmdar af og til innan veggja fangelsisins. Halldór segir tilgang þeirra misjafnan. „Leitir eru hluti af reglubundnu eftirliti en eru einnig framkvæmdar vegna gruns um notkun efnanna eða vegna ástands fanga. Það er metið hverju sinni hvernig þetta er gert. Starfsmenn á vakt sinna þessu síðan.“Agaviðurlög í höndum forstöðumanns„Þegar fíkniefni finnast í fangelsinu eru þau send til lögreglu og lögregla annast rannsókn málsins. Það er í höndum lögreglu að ákveða hvort ákært er í málinu eða ekki. Þá eiga menn að sjálfsögðu á hættu að fá dóm fyrir slíkt, það er að segja vörslu fíkniefna,“ segir Halldór og bendir á að þetta sé vitaskuld brot á fangelsisreglum og sé því heimilt að beita fanga agaviðurlögum. „Það er í höndum forstöðumanns í hverju fangelsi.“ Fréttablaðið fjallaði um fíkniefnið „spice“ í fyrra en það hafði þá verið í umferð innan veggja fangelsisins. Það getur litið alla vega út en líkist yfirleitt kaffikorgi eða kryddi og dregur það nafn sitt þaðan.Sjá einnig:Spice nýja tískudópið á Litla-Hrauni Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Lagt var hald á talsvert magn fíkniefna í fangelsinu Litla-Hrauni liðna helgi. Þetta staðfestir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins í samtali við fréttastofu Vísis. Efnin sem um ræðir eru LSD og spice. „Það fannst ætlað LSD í fórum fanga á fangaklefa, í það miklu magni að því er klárlega ætlað frekari dreifingar heldur en einkaneysla eins fanga. Í tengslum við þann fund fór fram leit í klefa hjá öðrum fanga þar sem fannst ætlað spice,“ segir Halldór. Þessi mál hafa þegar verið send til lögreglu og á rannsóknarstofu til greiningar. Magntölur liggja ekki nákvæmlega fyrir ennþá en þessi mál eru í stærra lagi miðað við þau mál sem hafa komið upp á síðastliðnum mánuðum. Hann segir að allur gangur sé á því hvernig lyfin berast inn í fangelsið. „Þekktu leiðirnar eru þegar þetta er borið innvortis þegar fangar fara út fyrir fangelsið í lögmætum erindagjörðum eða þegar einhverjir sem eiga leið inn í fangelsið bera þetta.“ Fíkniefnaleitir eru framkvæmdar af og til innan veggja fangelsisins. Halldór segir tilgang þeirra misjafnan. „Leitir eru hluti af reglubundnu eftirliti en eru einnig framkvæmdar vegna gruns um notkun efnanna eða vegna ástands fanga. Það er metið hverju sinni hvernig þetta er gert. Starfsmenn á vakt sinna þessu síðan.“Agaviðurlög í höndum forstöðumanns„Þegar fíkniefni finnast í fangelsinu eru þau send til lögreglu og lögregla annast rannsókn málsins. Það er í höndum lögreglu að ákveða hvort ákært er í málinu eða ekki. Þá eiga menn að sjálfsögðu á hættu að fá dóm fyrir slíkt, það er að segja vörslu fíkniefna,“ segir Halldór og bendir á að þetta sé vitaskuld brot á fangelsisreglum og sé því heimilt að beita fanga agaviðurlögum. „Það er í höndum forstöðumanns í hverju fangelsi.“ Fréttablaðið fjallaði um fíkniefnið „spice“ í fyrra en það hafði þá verið í umferð innan veggja fangelsisins. Það getur litið alla vega út en líkist yfirleitt kaffikorgi eða kryddi og dregur það nafn sitt þaðan.Sjá einnig:Spice nýja tískudópið á Litla-Hrauni
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira