Þetta borða fyrirsæturnar: Kleinuhringir og grillað brauð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 21:30 Fyrirsætur tala um mat. Vísir / Getty Images Við skyggnumst inní heim ofurfyrirsætanna og athugum hvað þær borða til að halda sér í góðu formi og lifa heilbrigðu lífi.Behati Prinsloo.Vísir / Getty ImagesLífrænt og ljúftVictoria’s Secret-fyrirsætan Behati Prinsloo vandar valið þegar kemur að matnum sem hún lætur ofan í sig.„Ég vel fljótlegan og auðveldan mat, en það þýðir ekki að ég borði skyndibita,“ segir Behati og bætir við:„Ég bý í New York og það eru margir lífrænir valkostir sem hægt er að grípa með sér.“Karlie Kloss.Vísir / Getty ImagesSkipti kexi út fyrir lárperuFyrirsætan Karlie Kloss segist hafa minnkað sykurneyslu en aukið grænmetisneyslu sem táningur og fundið mikinn mun á líkama sínum.„Ég hætti að borða Goldfish- og Oreo-kex og byrjaði að borða grænkálssalöt og ristað brauð með lárperu. Það breytti orkunni í líkama mínum og ég fattaði að það sem ég borða hefur áhrif á það hvernig mér líður.“Tess Holliday.Vísir / Getty ImagesElskaðu þigTess Holliday er í bandarískri stærð 22 og oft gagnrýnd fyrir holdafar sitt. Hún segist lifa heilbrigðu lífi, enda sé hreysti ekki metið í kílóum eða vaxtarlagi.„Fólk minnist oft á velgengni mína og síðan segir það: Já, en hún lifir óheilbrigðu lífi - ekki ég,“ segir Tess, sem spáir lítið í matarkúrum. „Ég veit að ég er feit en ég held að fólk fatti ekki það sem ég er að reyna að kenna konum og sýna þeim að það er í lagi að vera maður sjálfur og elska sig eins og maður er.“Kate Upton.Vísir / Getty ImagesKleinuhringir endrum og eins„Hún borðar prótein í hvert mál og takmarkar sykur og unnar matvörur,“ segir einkaþjálfari fyrirsætunnar Kate Upton, Ben Bruno.„Hún lætur eitthvað eftir sér endrum og eins, eins og allir. Og það er allt í lagi. Uppáhaldsgóðgætið hennar eru kleinuhringir. Ekki á hverjum degi en lífið er of stutt til að skemmta sér ekki stundum.“Kendall Jenner.Vísir / Getty ImagesElskar pastaKendall Jenner elskar að boxa og borða hollan mat.„Ég finn á æfingu ef ég borða ekki rétt. Ég elska pasta en ég verð klárlega þreytt af því, sem mér líkar ekki. Ég byrja daginn yfirleitt á eggjum, lárperu og hafragraut. Mér líður betur ef ég borða vel,“ segir Kendall.Bella Hadid.Vísir / Getty ImagesGrilluð samloka alla dagaFyrirsætan Bella Hadid sagði eitt sinn á Snapchat að hún borðaði grillaða samloku og franskar á hverjum einasta degi.Adriana Lima.Vísir / Getty ImagesEkki reyna þetta heimaVictoria’s Secret-fyrirsætan Adriana Lima leggur mikið á sig fyrir tískusýningu. Hún drekkur eingöngu próteinsjeika í níu daga og borðar ekkert annað. Síðan í tólf klukkutíma fyrir tískusýningu drekkur hún ekkert, til að missa allt að þrjú kíló.„Táningarnir þarna úti sem lesa þetta - ekki svelta ykkur eða drekka eingöngu vökva,“ segir Adriana og biðlar til aðdáenda sinna að apa þetta mataræði ekki eftir. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Við skyggnumst inní heim ofurfyrirsætanna og athugum hvað þær borða til að halda sér í góðu formi og lifa heilbrigðu lífi.Behati Prinsloo.Vísir / Getty ImagesLífrænt og ljúftVictoria’s Secret-fyrirsætan Behati Prinsloo vandar valið þegar kemur að matnum sem hún lætur ofan í sig.„Ég vel fljótlegan og auðveldan mat, en það þýðir ekki að ég borði skyndibita,“ segir Behati og bætir við:„Ég bý í New York og það eru margir lífrænir valkostir sem hægt er að grípa með sér.“Karlie Kloss.Vísir / Getty ImagesSkipti kexi út fyrir lárperuFyrirsætan Karlie Kloss segist hafa minnkað sykurneyslu en aukið grænmetisneyslu sem táningur og fundið mikinn mun á líkama sínum.„Ég hætti að borða Goldfish- og Oreo-kex og byrjaði að borða grænkálssalöt og ristað brauð með lárperu. Það breytti orkunni í líkama mínum og ég fattaði að það sem ég borða hefur áhrif á það hvernig mér líður.“Tess Holliday.Vísir / Getty ImagesElskaðu þigTess Holliday er í bandarískri stærð 22 og oft gagnrýnd fyrir holdafar sitt. Hún segist lifa heilbrigðu lífi, enda sé hreysti ekki metið í kílóum eða vaxtarlagi.„Fólk minnist oft á velgengni mína og síðan segir það: Já, en hún lifir óheilbrigðu lífi - ekki ég,“ segir Tess, sem spáir lítið í matarkúrum. „Ég veit að ég er feit en ég held að fólk fatti ekki það sem ég er að reyna að kenna konum og sýna þeim að það er í lagi að vera maður sjálfur og elska sig eins og maður er.“Kate Upton.Vísir / Getty ImagesKleinuhringir endrum og eins„Hún borðar prótein í hvert mál og takmarkar sykur og unnar matvörur,“ segir einkaþjálfari fyrirsætunnar Kate Upton, Ben Bruno.„Hún lætur eitthvað eftir sér endrum og eins, eins og allir. Og það er allt í lagi. Uppáhaldsgóðgætið hennar eru kleinuhringir. Ekki á hverjum degi en lífið er of stutt til að skemmta sér ekki stundum.“Kendall Jenner.Vísir / Getty ImagesElskar pastaKendall Jenner elskar að boxa og borða hollan mat.„Ég finn á æfingu ef ég borða ekki rétt. Ég elska pasta en ég verð klárlega þreytt af því, sem mér líkar ekki. Ég byrja daginn yfirleitt á eggjum, lárperu og hafragraut. Mér líður betur ef ég borða vel,“ segir Kendall.Bella Hadid.Vísir / Getty ImagesGrilluð samloka alla dagaFyrirsætan Bella Hadid sagði eitt sinn á Snapchat að hún borðaði grillaða samloku og franskar á hverjum einasta degi.Adriana Lima.Vísir / Getty ImagesEkki reyna þetta heimaVictoria’s Secret-fyrirsætan Adriana Lima leggur mikið á sig fyrir tískusýningu. Hún drekkur eingöngu próteinsjeika í níu daga og borðar ekkert annað. Síðan í tólf klukkutíma fyrir tískusýningu drekkur hún ekkert, til að missa allt að þrjú kíló.„Táningarnir þarna úti sem lesa þetta - ekki svelta ykkur eða drekka eingöngu vökva,“ segir Adriana og biðlar til aðdáenda sinna að apa þetta mataræði ekki eftir.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira