Lífið

Þetta borða fyrirsæturnar: Kleinuhringir og grillað brauð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirsætur tala um mat.
Fyrirsætur tala um mat. Vísir / Getty Images
Við skyggnumst inní heim ofurfyrirsætanna og athugum hvað þær borða til að halda sér í góðu formi og lifa heilbrigðu lífi.

Behati Prinsloo.Vísir / Getty Images

Lífrænt og ljúft

Victoria’s Secret-fyrirsætan Behati Prinsloo vandar valið þegar kemur að matnum sem hún lætur ofan í sig.

„Ég vel fljótlegan og auðveldan mat, en það þýðir ekki að ég borði skyndibita,“ segir Behati og bætir við:

„Ég bý í New York og það eru margir lífrænir valkostir sem hægt er að grípa með sér.“

Karlie Kloss.Vísir / Getty Images

Skipti kexi út fyrir lárperu

Fyrirsætan Karlie Kloss segist hafa minnkað sykurneyslu en aukið grænmetisneyslu sem táningur og fundið mikinn mun á líkama sínum.

„Ég hætti að borða Goldfish- og Oreo-kex og byrjaði að borða grænkálssalöt og ristað brauð með lárperu. Það breytti orkunni í líkama mínum og ég fattaði að það sem ég borða hefur áhrif á það hvernig mér líður.“

Tess Holliday.Vísir / Getty Images

Elskaðu þig

Tess Holliday er í bandarískri stærð 22 og oft gagnrýnd fyrir holdafar sitt. Hún segist lifa heilbrigðu lífi, enda sé hreysti ekki metið í kílóum eða vaxtarlagi.

„Fólk minnist oft á velgengni mína og síðan segir það: Já, en hún lifir óheilbrigðu lífi - ekki ég,“ segir Tess, sem spáir lítið í matarkúrum. 

„Ég veit að ég er feit en ég held að fólk fatti ekki það sem ég er að reyna að kenna konum og sýna þeim að það er í lagi að vera maður sjálfur og elska sig eins og maður er.“

Kate Upton.Vísir / Getty Images

Kleinuhringir endrum og eins

„Hún borðar prótein í hvert mál og takmarkar sykur og unnar matvörur,“ segir einkaþjálfari fyrirsætunnar Kate Upton, Ben Bruno.

„Hún lætur eitthvað eftir sér endrum og eins, eins og allir. Og það er allt í lagi. Uppáhaldsgóðgætið hennar eru kleinuhringir. Ekki á hverjum degi en lífið er of stutt til að skemmta sér ekki stundum.“

Kendall Jenner.Vísir / Getty Images

Elskar pasta

Kendall Jenner elskar að boxa og borða hollan mat.

„Ég finn á æfingu ef ég borða ekki rétt. Ég elska pasta en ég verð klárlega þreytt af því, sem mér líkar ekki. Ég byrja daginn yfirleitt á eggjum, lárperu og hafragraut. Mér líður betur ef ég borða vel,“ segir Kendall.

Bella Hadid.Vísir / Getty Images

Grilluð samloka alla daga

Fyrirsætan Bella Hadid sagði eitt sinn á Snapchat að hún borðaði grillaða samloku og franskar á hverjum einasta degi.

Adriana Lima.Vísir / Getty Images

Ekki reyna þetta heima

Victoria’s Secret-fyrirsætan Adriana Lima leggur mikið á sig fyrir tískusýningu. Hún drekkur eingöngu próteinsjeika í níu daga og borðar ekkert annað. Síðan í tólf klukkutíma fyrir tískusýningu drekkur hún ekkert, til að missa allt að þrjú kíló.

„Táningarnir þarna úti sem lesa þetta - ekki svelta ykkur eða drekka eingöngu vökva,“ segir Adriana og biðlar til aðdáenda sinna að apa þetta mataræði ekki eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×