Þetta borða fyrirsæturnar: Kleinuhringir og grillað brauð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 21:30 Fyrirsætur tala um mat. Vísir / Getty Images Við skyggnumst inní heim ofurfyrirsætanna og athugum hvað þær borða til að halda sér í góðu formi og lifa heilbrigðu lífi.Behati Prinsloo.Vísir / Getty ImagesLífrænt og ljúftVictoria’s Secret-fyrirsætan Behati Prinsloo vandar valið þegar kemur að matnum sem hún lætur ofan í sig.„Ég vel fljótlegan og auðveldan mat, en það þýðir ekki að ég borði skyndibita,“ segir Behati og bætir við:„Ég bý í New York og það eru margir lífrænir valkostir sem hægt er að grípa með sér.“Karlie Kloss.Vísir / Getty ImagesSkipti kexi út fyrir lárperuFyrirsætan Karlie Kloss segist hafa minnkað sykurneyslu en aukið grænmetisneyslu sem táningur og fundið mikinn mun á líkama sínum.„Ég hætti að borða Goldfish- og Oreo-kex og byrjaði að borða grænkálssalöt og ristað brauð með lárperu. Það breytti orkunni í líkama mínum og ég fattaði að það sem ég borða hefur áhrif á það hvernig mér líður.“Tess Holliday.Vísir / Getty ImagesElskaðu þigTess Holliday er í bandarískri stærð 22 og oft gagnrýnd fyrir holdafar sitt. Hún segist lifa heilbrigðu lífi, enda sé hreysti ekki metið í kílóum eða vaxtarlagi.„Fólk minnist oft á velgengni mína og síðan segir það: Já, en hún lifir óheilbrigðu lífi - ekki ég,“ segir Tess, sem spáir lítið í matarkúrum. „Ég veit að ég er feit en ég held að fólk fatti ekki það sem ég er að reyna að kenna konum og sýna þeim að það er í lagi að vera maður sjálfur og elska sig eins og maður er.“Kate Upton.Vísir / Getty ImagesKleinuhringir endrum og eins„Hún borðar prótein í hvert mál og takmarkar sykur og unnar matvörur,“ segir einkaþjálfari fyrirsætunnar Kate Upton, Ben Bruno.„Hún lætur eitthvað eftir sér endrum og eins, eins og allir. Og það er allt í lagi. Uppáhaldsgóðgætið hennar eru kleinuhringir. Ekki á hverjum degi en lífið er of stutt til að skemmta sér ekki stundum.“Kendall Jenner.Vísir / Getty ImagesElskar pastaKendall Jenner elskar að boxa og borða hollan mat.„Ég finn á æfingu ef ég borða ekki rétt. Ég elska pasta en ég verð klárlega þreytt af því, sem mér líkar ekki. Ég byrja daginn yfirleitt á eggjum, lárperu og hafragraut. Mér líður betur ef ég borða vel,“ segir Kendall.Bella Hadid.Vísir / Getty ImagesGrilluð samloka alla dagaFyrirsætan Bella Hadid sagði eitt sinn á Snapchat að hún borðaði grillaða samloku og franskar á hverjum einasta degi.Adriana Lima.Vísir / Getty ImagesEkki reyna þetta heimaVictoria’s Secret-fyrirsætan Adriana Lima leggur mikið á sig fyrir tískusýningu. Hún drekkur eingöngu próteinsjeika í níu daga og borðar ekkert annað. Síðan í tólf klukkutíma fyrir tískusýningu drekkur hún ekkert, til að missa allt að þrjú kíló.„Táningarnir þarna úti sem lesa þetta - ekki svelta ykkur eða drekka eingöngu vökva,“ segir Adriana og biðlar til aðdáenda sinna að apa þetta mataræði ekki eftir. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
Við skyggnumst inní heim ofurfyrirsætanna og athugum hvað þær borða til að halda sér í góðu formi og lifa heilbrigðu lífi.Behati Prinsloo.Vísir / Getty ImagesLífrænt og ljúftVictoria’s Secret-fyrirsætan Behati Prinsloo vandar valið þegar kemur að matnum sem hún lætur ofan í sig.„Ég vel fljótlegan og auðveldan mat, en það þýðir ekki að ég borði skyndibita,“ segir Behati og bætir við:„Ég bý í New York og það eru margir lífrænir valkostir sem hægt er að grípa með sér.“Karlie Kloss.Vísir / Getty ImagesSkipti kexi út fyrir lárperuFyrirsætan Karlie Kloss segist hafa minnkað sykurneyslu en aukið grænmetisneyslu sem táningur og fundið mikinn mun á líkama sínum.„Ég hætti að borða Goldfish- og Oreo-kex og byrjaði að borða grænkálssalöt og ristað brauð með lárperu. Það breytti orkunni í líkama mínum og ég fattaði að það sem ég borða hefur áhrif á það hvernig mér líður.“Tess Holliday.Vísir / Getty ImagesElskaðu þigTess Holliday er í bandarískri stærð 22 og oft gagnrýnd fyrir holdafar sitt. Hún segist lifa heilbrigðu lífi, enda sé hreysti ekki metið í kílóum eða vaxtarlagi.„Fólk minnist oft á velgengni mína og síðan segir það: Já, en hún lifir óheilbrigðu lífi - ekki ég,“ segir Tess, sem spáir lítið í matarkúrum. „Ég veit að ég er feit en ég held að fólk fatti ekki það sem ég er að reyna að kenna konum og sýna þeim að það er í lagi að vera maður sjálfur og elska sig eins og maður er.“Kate Upton.Vísir / Getty ImagesKleinuhringir endrum og eins„Hún borðar prótein í hvert mál og takmarkar sykur og unnar matvörur,“ segir einkaþjálfari fyrirsætunnar Kate Upton, Ben Bruno.„Hún lætur eitthvað eftir sér endrum og eins, eins og allir. Og það er allt í lagi. Uppáhaldsgóðgætið hennar eru kleinuhringir. Ekki á hverjum degi en lífið er of stutt til að skemmta sér ekki stundum.“Kendall Jenner.Vísir / Getty ImagesElskar pastaKendall Jenner elskar að boxa og borða hollan mat.„Ég finn á æfingu ef ég borða ekki rétt. Ég elska pasta en ég verð klárlega þreytt af því, sem mér líkar ekki. Ég byrja daginn yfirleitt á eggjum, lárperu og hafragraut. Mér líður betur ef ég borða vel,“ segir Kendall.Bella Hadid.Vísir / Getty ImagesGrilluð samloka alla dagaFyrirsætan Bella Hadid sagði eitt sinn á Snapchat að hún borðaði grillaða samloku og franskar á hverjum einasta degi.Adriana Lima.Vísir / Getty ImagesEkki reyna þetta heimaVictoria’s Secret-fyrirsætan Adriana Lima leggur mikið á sig fyrir tískusýningu. Hún drekkur eingöngu próteinsjeika í níu daga og borðar ekkert annað. Síðan í tólf klukkutíma fyrir tískusýningu drekkur hún ekkert, til að missa allt að þrjú kíló.„Táningarnir þarna úti sem lesa þetta - ekki svelta ykkur eða drekka eingöngu vökva,“ segir Adriana og biðlar til aðdáenda sinna að apa þetta mataræði ekki eftir.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira