Innlent

Hálkublettir víða á höfuðborgarsvæðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Það er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Vesturlandi og Vestfjörðum.
Það er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Vísir/GVA
Hálkublettir eru nokkuð víða á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hálkublettir séu einnig allvíða á Suðurlandi en hálka á Kjalarnesi, Mosfellsheiði og á nokkrum útvegum.

„Það er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Vesturlandi og Vestfjörðum en snjóþekja á Laxárdalsheiði og norður í Árneshrepp á Ströndum.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og víða nokkur éljagangur.

Hálka er víða á Austurlandi en þæfingsfærð á Breiðdalsheiði. Það er að mestu greiðfært með Suðausturströndinni en þó eru hálkublettir á nokkrum köflum,“ segir í tilkynningunni.

Fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×