Sport

Karlalið Gerplu á botninum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Frá æfingu karlaliðs Gerplu í gær
Frá æfingu karlaliðs Gerplu í gær mynd/fimleikasamband íslands
Karlalið Gerplu varð í sjöunda og síðasta sæti í karlaflokki á Norðurlandamóti félagsliða í hópfimleikum.

Gerpla var eina íslenska liðið í keppninni og endaði með 54.866 stig. Þeir fengu 19.416 stig á gólfi, 17.600 stig fyrir æfingar á dýnu og 17.850 stig á trampólíni.

Það munaði tæpum þúsund stigum á Gerplu og norska liðinu Drammen í sjötta sætinu sem endaði með 55.600 stig.

Sigurvegarar í karlaflokki voru Gjellerup frá Danmörku en þeir náðu í 62.183 stig.

Fyrr í dag varði Stjarnan Norðurlandameistara titil sinn með sigri í kvennaflokki.


Tengdar fréttir

Sveit Stjörnunnar varði titilinn á NM í fimleikum

Kvennasveit Stjörnunnar varði titilinn og tók gullið á Norðurlandamótinu í fimleikum sem fer fram í Lund í Svíþjóð í dag en lið Stjörnunnar fékk alls 58.216 stig í keppninni eða 883 stigum meira en næsta lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×