Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Edward H Hjúbens, varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Til að mynda að Bjarni Benediktsson fái ekki ráðherrastól í nýrri ríkisstjórn. Formenn framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna funda eiga óformlegum viðræðum um stjórnarsamstarf og hafa fundað stíft í dag.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að óformlegar viðræðurnar hafi gengið vel. Hún hefur ekki áhyggjur af ummælum varaformannsins og segist hafa fullan stuðning sinna flokksmanna. Nánar verður rætt við Katrínu og fjallað ítarlega um stöðuna í pólitíkinni í fréttum Stöðvar 2 á slaginu 18.30.

Þar verður einnig rætt við íslenska konu sem þjáist af sjaldgæfri tegund flogaveiki, og þarf að ferðast til Noregs til að fá þau lyf sem hún þarf. Hún segist mæta skilningsleysi hjá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar klukkan 18.30. Ekki missa af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×