Innlent

Jón sat í einangrun í um fimmtíu klukkustundir í Abu Dhabi

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Björgvinsson.
Jón Björgvinsson.
Fréttamaðurinn Jón Björgvinsson sat í einangrun í fimmtíu klukkustundir eftir að hafa verið handtekinn ásamt samstarfsmanni sínum í Abu Dhabi á Arabíuskaga í síðustu viku.

Frá þessu segir í frétt RÚV. Jón segir að hann og franski fréttamaðurinn Serge Enderlin hafi verið staddir í furstadæminu til að mynda og ræða við pakistanska verkamenn um störf þeirra í byggingariðnaði og aðbúnað verkafólks í landinu þegar þeir voru handteknir síðastliðnn fimmtudag.

Jón segir að þeir Enderlin hafi ekki verið látnir lausir fyrr en eftir um fimmtíu klukkustunda einangrun, langar yfirheyrslur og þrýsting frá frönskum stjórnvöldum.

Jón segir í samtali við RÚV að hann hafi margoft verið handtekinn vegna starfa sinna en aldrei þurft að dúsa inni í jafn langan tíma og nú. „Við vorum fluttir á milli fangelsa í hlekkjum og með bundið fyrir augu í myrkvuðum búrum sennilega til að  brjóta okkur niður andlega þarna í svefnleysinu þegar hver yfirheyrslan tók við af annarri. Mér fannst þetta aftur á móti svo súrrealistískt að ég átti helst von á að einhver væri að grínast í okkur með fölsku myndavélinni,“ segir Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×