Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Það ræðst í kvöld hvort Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Þingflokkur Vinstri grænna fundar nú á Alþingi eftir nokkurra daga óformlegar stjórnarmyndunarviðræður við flokkana tvo. Búist er við að fundarhöldin taki nokkra klukkutíma þar sem skiptar skoðanir eru um samstarfið innan flokksins. Nánar verður fjallað um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 á slaginu 18.30.

Þar verður einnig rætt við Kristjönu M. Finnbogadóttur, íslenska konu sem ættleidd var frá Sri Lanka árið 1985. Hún segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð.

Þá heimsækjum við Gunnar Birgisson, bæjarstjóra í Fjallabyggð, en hann var nær dauða en lífi fyrir sex vikum þegar hjartaloka rifnaði. Hann segist hafa fengið annað tækifæri í lífinu og það tileinki hann ástvinum sínum.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×