Allir vilja snerta vegginn Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 13:30 Ester Inga Óskarsdóttir er fagurkeri sem unir lífi sínu vel í sveit. AÐSEND MYND Ester Inga Óskarsdóttir á sér rómantísk heimkynni undir tindrandi stjörnuhimni og norðurljósadýrð í Kjósinni. Hún lagði parket á einn vegg í sjónvarpsholinu sem skapar huggulega stemningu. „Parketveggurinn er eitt af því fyrsta sem fangar athygli gesta þegar þeir koma í heimsókn og allir vilja snerta hann og skoða betur. Þetta þykir óhemju vel lukkað og stenst tímans tönn, því sjö árum síðar er veggurinn síst orðinn leiðigjarn. Við erum alltaf jafn ánægð með hann,“ segir Ester sem fékk þá flugu í höfuðið að parketleggja vegg í sumarhúsi sínu í Kjósinni, þar sem fjölskyldan hefur búið síðan 2010. „Þá stækkuðum við sumarhúsið og ákváðum að hafa einn vegg með allt öðru útliti en aðra veggi hússins sem allir eru hvítmálaðir. Árið 2012 hafði ég hvergi séð parket notað sem vegglausn en þá voru góð ráð dýr því á gólfi sumarhússins var fokdýrt, hvíttað eikarparket sem ég tímdi ekki alveg að setja upp á vegg,“ segir Ester sem fór á stúfana í leit að svipað útlítandi parketi en kolféll fyrir þrílitu plastparketi úr Bauhaus. „Parketið er dökkbrúnt, millibrúnt og grátt, sem kemur svona ljómandi vel út og tónar einkar vel við gráa litinn í hvíttaða gólfparketinu. Þá passar vel að hafa dökkan vegg með náttúrulegu yfirbragði á bak við hvíta sjónvarpsinnréttinguna.“Dökkur parketveggurinn kemur einstaklega vel út við hvíta sjónvarpsinnréttinguna og gefur sjónvarpsskjánum dýpt.AÐSEND MYNDParket á fleiri veggiÞað er notaleg stemning í sjónvarpsholinu hjá Ester. „Kostirnir við parket á vegg eru margir. Í fyrsta lagi gefur það heimilinu fylltan og hlýlegan blæ, auk þess sem sér aldrei á því. Eftir sjö ára líftíma lítur veggurinn nákvæmlega eins út. Þá gefur sjónvarpsskjánum dýpt að hafa dökka mýkt á bak við sig, og hægt að nota hvaða parket sem er til veggskrauts þar sem ekki er gengið á því,“ segir Ester, sem hefur síðan lagt parket á veggi gestabaðherbergisins og segir parketlögnina einfalda. „Parket á vegg er lagt eins og á gólf nema hvað við skrúfuðum litlar skrúfur í kverkarnar til að veggfesta það. Síðan fer næsta plata ofan á og felur skrúfurnar.“Ester lagði einnig parket á veggi gestasnyrtingar hússins, sem kemur einkar smart út.AÐSEND MYNDEster hélt lengi úti lífsstílssíðunni Allt sem gerir hús að heimili og heldur enn úti sama þema, undir sama nafni, á Facebook og Instagram. Þar má sjá gnótt mynda af heimili hennar í Kjósinni. „Það vilja ekki allir búa í bænum, en vilja þó hafa um skamman veg að fara til borgarinnar. Æ fleiri kjósa þennan lífsstíl og algengara en margur heldur hvað margir hafa fært búsetu sína í heilsársbústaði í nærsveitum borgarinnar,“ segir Ester á stórri og fagurri lóð sinni í Eilífsdal, þar sem fjölskyldur búa árið um kring í tíu sumarbústöðum í 120 sumarhúsa landi. „Lífið í dalnum er dásamlegt, samfélagið er skemmtilegt og við þekkjumst öll vel. Við erum sannarlega í sveit þótt það sé skottúr í borgina. Yngsta barnið er enn á grunnskólaaldri og með skólasókn í Klébergsskóla, þangað sem er fimmtán mínútna akstur. Maður lærir líka að skipuleggja sig betur og lætur duga að fara í búðina einu sinni í viku,“ segir Ester sem græddi líka enn fleiri samverustundir með stórfjölskyldunni eftir að hún flutti úr Hafnarfirðinum. „Þar bjuggum við í göngufæri við alla fjölskylduna en þrátt fyrir það koma nú miklu fleiri í heimsókn til okkar og stoppa líka mun lengur. Það er því miklu meira líf í sveit en borg.“ Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Ester Inga Óskarsdóttir á sér rómantísk heimkynni undir tindrandi stjörnuhimni og norðurljósadýrð í Kjósinni. Hún lagði parket á einn vegg í sjónvarpsholinu sem skapar huggulega stemningu. „Parketveggurinn er eitt af því fyrsta sem fangar athygli gesta þegar þeir koma í heimsókn og allir vilja snerta hann og skoða betur. Þetta þykir óhemju vel lukkað og stenst tímans tönn, því sjö árum síðar er veggurinn síst orðinn leiðigjarn. Við erum alltaf jafn ánægð með hann,“ segir Ester sem fékk þá flugu í höfuðið að parketleggja vegg í sumarhúsi sínu í Kjósinni, þar sem fjölskyldan hefur búið síðan 2010. „Þá stækkuðum við sumarhúsið og ákváðum að hafa einn vegg með allt öðru útliti en aðra veggi hússins sem allir eru hvítmálaðir. Árið 2012 hafði ég hvergi séð parket notað sem vegglausn en þá voru góð ráð dýr því á gólfi sumarhússins var fokdýrt, hvíttað eikarparket sem ég tímdi ekki alveg að setja upp á vegg,“ segir Ester sem fór á stúfana í leit að svipað útlítandi parketi en kolféll fyrir þrílitu plastparketi úr Bauhaus. „Parketið er dökkbrúnt, millibrúnt og grátt, sem kemur svona ljómandi vel út og tónar einkar vel við gráa litinn í hvíttaða gólfparketinu. Þá passar vel að hafa dökkan vegg með náttúrulegu yfirbragði á bak við hvíta sjónvarpsinnréttinguna.“Dökkur parketveggurinn kemur einstaklega vel út við hvíta sjónvarpsinnréttinguna og gefur sjónvarpsskjánum dýpt.AÐSEND MYNDParket á fleiri veggiÞað er notaleg stemning í sjónvarpsholinu hjá Ester. „Kostirnir við parket á vegg eru margir. Í fyrsta lagi gefur það heimilinu fylltan og hlýlegan blæ, auk þess sem sér aldrei á því. Eftir sjö ára líftíma lítur veggurinn nákvæmlega eins út. Þá gefur sjónvarpsskjánum dýpt að hafa dökka mýkt á bak við sig, og hægt að nota hvaða parket sem er til veggskrauts þar sem ekki er gengið á því,“ segir Ester, sem hefur síðan lagt parket á veggi gestabaðherbergisins og segir parketlögnina einfalda. „Parket á vegg er lagt eins og á gólf nema hvað við skrúfuðum litlar skrúfur í kverkarnar til að veggfesta það. Síðan fer næsta plata ofan á og felur skrúfurnar.“Ester lagði einnig parket á veggi gestasnyrtingar hússins, sem kemur einkar smart út.AÐSEND MYNDEster hélt lengi úti lífsstílssíðunni Allt sem gerir hús að heimili og heldur enn úti sama þema, undir sama nafni, á Facebook og Instagram. Þar má sjá gnótt mynda af heimili hennar í Kjósinni. „Það vilja ekki allir búa í bænum, en vilja þó hafa um skamman veg að fara til borgarinnar. Æ fleiri kjósa þennan lífsstíl og algengara en margur heldur hvað margir hafa fært búsetu sína í heilsársbústaði í nærsveitum borgarinnar,“ segir Ester á stórri og fagurri lóð sinni í Eilífsdal, þar sem fjölskyldur búa árið um kring í tíu sumarbústöðum í 120 sumarhúsa landi. „Lífið í dalnum er dásamlegt, samfélagið er skemmtilegt og við þekkjumst öll vel. Við erum sannarlega í sveit þótt það sé skottúr í borgina. Yngsta barnið er enn á grunnskólaaldri og með skólasókn í Klébergsskóla, þangað sem er fimmtán mínútna akstur. Maður lærir líka að skipuleggja sig betur og lætur duga að fara í búðina einu sinni í viku,“ segir Ester sem græddi líka enn fleiri samverustundir með stórfjölskyldunni eftir að hún flutti úr Hafnarfirðinum. „Þar bjuggum við í göngufæri við alla fjölskylduna en þrátt fyrir það koma nú miklu fleiri í heimsókn til okkar og stoppa líka mun lengur. Það er því miklu meira líf í sveit en borg.“
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira