Allir vilja snerta vegginn Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 13:30 Ester Inga Óskarsdóttir er fagurkeri sem unir lífi sínu vel í sveit. AÐSEND MYND Ester Inga Óskarsdóttir á sér rómantísk heimkynni undir tindrandi stjörnuhimni og norðurljósadýrð í Kjósinni. Hún lagði parket á einn vegg í sjónvarpsholinu sem skapar huggulega stemningu. „Parketveggurinn er eitt af því fyrsta sem fangar athygli gesta þegar þeir koma í heimsókn og allir vilja snerta hann og skoða betur. Þetta þykir óhemju vel lukkað og stenst tímans tönn, því sjö árum síðar er veggurinn síst orðinn leiðigjarn. Við erum alltaf jafn ánægð með hann,“ segir Ester sem fékk þá flugu í höfuðið að parketleggja vegg í sumarhúsi sínu í Kjósinni, þar sem fjölskyldan hefur búið síðan 2010. „Þá stækkuðum við sumarhúsið og ákváðum að hafa einn vegg með allt öðru útliti en aðra veggi hússins sem allir eru hvítmálaðir. Árið 2012 hafði ég hvergi séð parket notað sem vegglausn en þá voru góð ráð dýr því á gólfi sumarhússins var fokdýrt, hvíttað eikarparket sem ég tímdi ekki alveg að setja upp á vegg,“ segir Ester sem fór á stúfana í leit að svipað útlítandi parketi en kolféll fyrir þrílitu plastparketi úr Bauhaus. „Parketið er dökkbrúnt, millibrúnt og grátt, sem kemur svona ljómandi vel út og tónar einkar vel við gráa litinn í hvíttaða gólfparketinu. Þá passar vel að hafa dökkan vegg með náttúrulegu yfirbragði á bak við hvíta sjónvarpsinnréttinguna.“Dökkur parketveggurinn kemur einstaklega vel út við hvíta sjónvarpsinnréttinguna og gefur sjónvarpsskjánum dýpt.AÐSEND MYNDParket á fleiri veggiÞað er notaleg stemning í sjónvarpsholinu hjá Ester. „Kostirnir við parket á vegg eru margir. Í fyrsta lagi gefur það heimilinu fylltan og hlýlegan blæ, auk þess sem sér aldrei á því. Eftir sjö ára líftíma lítur veggurinn nákvæmlega eins út. Þá gefur sjónvarpsskjánum dýpt að hafa dökka mýkt á bak við sig, og hægt að nota hvaða parket sem er til veggskrauts þar sem ekki er gengið á því,“ segir Ester, sem hefur síðan lagt parket á veggi gestabaðherbergisins og segir parketlögnina einfalda. „Parket á vegg er lagt eins og á gólf nema hvað við skrúfuðum litlar skrúfur í kverkarnar til að veggfesta það. Síðan fer næsta plata ofan á og felur skrúfurnar.“Ester lagði einnig parket á veggi gestasnyrtingar hússins, sem kemur einkar smart út.AÐSEND MYNDEster hélt lengi úti lífsstílssíðunni Allt sem gerir hús að heimili og heldur enn úti sama þema, undir sama nafni, á Facebook og Instagram. Þar má sjá gnótt mynda af heimili hennar í Kjósinni. „Það vilja ekki allir búa í bænum, en vilja þó hafa um skamman veg að fara til borgarinnar. Æ fleiri kjósa þennan lífsstíl og algengara en margur heldur hvað margir hafa fært búsetu sína í heilsársbústaði í nærsveitum borgarinnar,“ segir Ester á stórri og fagurri lóð sinni í Eilífsdal, þar sem fjölskyldur búa árið um kring í tíu sumarbústöðum í 120 sumarhúsa landi. „Lífið í dalnum er dásamlegt, samfélagið er skemmtilegt og við þekkjumst öll vel. Við erum sannarlega í sveit þótt það sé skottúr í borgina. Yngsta barnið er enn á grunnskólaaldri og með skólasókn í Klébergsskóla, þangað sem er fimmtán mínútna akstur. Maður lærir líka að skipuleggja sig betur og lætur duga að fara í búðina einu sinni í viku,“ segir Ester sem græddi líka enn fleiri samverustundir með stórfjölskyldunni eftir að hún flutti úr Hafnarfirðinum. „Þar bjuggum við í göngufæri við alla fjölskylduna en þrátt fyrir það koma nú miklu fleiri í heimsókn til okkar og stoppa líka mun lengur. Það er því miklu meira líf í sveit en borg.“ Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Ester Inga Óskarsdóttir á sér rómantísk heimkynni undir tindrandi stjörnuhimni og norðurljósadýrð í Kjósinni. Hún lagði parket á einn vegg í sjónvarpsholinu sem skapar huggulega stemningu. „Parketveggurinn er eitt af því fyrsta sem fangar athygli gesta þegar þeir koma í heimsókn og allir vilja snerta hann og skoða betur. Þetta þykir óhemju vel lukkað og stenst tímans tönn, því sjö árum síðar er veggurinn síst orðinn leiðigjarn. Við erum alltaf jafn ánægð með hann,“ segir Ester sem fékk þá flugu í höfuðið að parketleggja vegg í sumarhúsi sínu í Kjósinni, þar sem fjölskyldan hefur búið síðan 2010. „Þá stækkuðum við sumarhúsið og ákváðum að hafa einn vegg með allt öðru útliti en aðra veggi hússins sem allir eru hvítmálaðir. Árið 2012 hafði ég hvergi séð parket notað sem vegglausn en þá voru góð ráð dýr því á gólfi sumarhússins var fokdýrt, hvíttað eikarparket sem ég tímdi ekki alveg að setja upp á vegg,“ segir Ester sem fór á stúfana í leit að svipað útlítandi parketi en kolféll fyrir þrílitu plastparketi úr Bauhaus. „Parketið er dökkbrúnt, millibrúnt og grátt, sem kemur svona ljómandi vel út og tónar einkar vel við gráa litinn í hvíttaða gólfparketinu. Þá passar vel að hafa dökkan vegg með náttúrulegu yfirbragði á bak við hvíta sjónvarpsinnréttinguna.“Dökkur parketveggurinn kemur einstaklega vel út við hvíta sjónvarpsinnréttinguna og gefur sjónvarpsskjánum dýpt.AÐSEND MYNDParket á fleiri veggiÞað er notaleg stemning í sjónvarpsholinu hjá Ester. „Kostirnir við parket á vegg eru margir. Í fyrsta lagi gefur það heimilinu fylltan og hlýlegan blæ, auk þess sem sér aldrei á því. Eftir sjö ára líftíma lítur veggurinn nákvæmlega eins út. Þá gefur sjónvarpsskjánum dýpt að hafa dökka mýkt á bak við sig, og hægt að nota hvaða parket sem er til veggskrauts þar sem ekki er gengið á því,“ segir Ester, sem hefur síðan lagt parket á veggi gestabaðherbergisins og segir parketlögnina einfalda. „Parket á vegg er lagt eins og á gólf nema hvað við skrúfuðum litlar skrúfur í kverkarnar til að veggfesta það. Síðan fer næsta plata ofan á og felur skrúfurnar.“Ester lagði einnig parket á veggi gestasnyrtingar hússins, sem kemur einkar smart út.AÐSEND MYNDEster hélt lengi úti lífsstílssíðunni Allt sem gerir hús að heimili og heldur enn úti sama þema, undir sama nafni, á Facebook og Instagram. Þar má sjá gnótt mynda af heimili hennar í Kjósinni. „Það vilja ekki allir búa í bænum, en vilja þó hafa um skamman veg að fara til borgarinnar. Æ fleiri kjósa þennan lífsstíl og algengara en margur heldur hvað margir hafa fært búsetu sína í heilsársbústaði í nærsveitum borgarinnar,“ segir Ester á stórri og fagurri lóð sinni í Eilífsdal, þar sem fjölskyldur búa árið um kring í tíu sumarbústöðum í 120 sumarhúsa landi. „Lífið í dalnum er dásamlegt, samfélagið er skemmtilegt og við þekkjumst öll vel. Við erum sannarlega í sveit þótt það sé skottúr í borgina. Yngsta barnið er enn á grunnskólaaldri og með skólasókn í Klébergsskóla, þangað sem er fimmtán mínútna akstur. Maður lærir líka að skipuleggja sig betur og lætur duga að fara í búðina einu sinni í viku,“ segir Ester sem græddi líka enn fleiri samverustundir með stórfjölskyldunni eftir að hún flutti úr Hafnarfirðinum. „Þar bjuggum við í göngufæri við alla fjölskylduna en þrátt fyrir það koma nú miklu fleiri í heimsókn til okkar og stoppa líka mun lengur. Það er því miklu meira líf í sveit en borg.“
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira