Sakaði Geir um brot á trúnaði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi var ekki skemmt undir upplestri séra Geirs Waage á tölvupósti hennar á kirkjuþingi. vísir/anton brink „Ég velti því fyrir mér hvort trúnaður hafi verið brotinn,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir biskup er hún svaraði á kirkjuþingi fyrirspurnum séra Geirs Waage í Reykholti. Geir spurði bæði um umdeilda skipan biskups á presti við Dómkirkjuna sem síðan var afturkölluð og um málefni sóknarprests í Grensáskirkju sem þrjár konur upphaflega og nú fimm saka um kynferðislega áreitni. Er Geir reifaði fyrirspurn sína vitnaði hann í tölvupóst Agnesar biskups til prestsins í Grensáskirkju. „Vil ég nú semja við þig að þú farir í launalaust leyfi þegar í stað svo ekki þurfi að koma til ákvörðunar um hvort þessi heimild sé nýtt,“ las Geir úr bréfi biskups sem vitnaði til greinar í starfsreglna presta varðandi refsivert atferli. „Í huga biskupsins leikur enginn vafi á sekt sóknarprestsins,“ ályktaði Geir sem gagnrýndi framgöngu biskups í málinu og tómlæti gagnvart prestinum sem orðið hafi við kröfum um að halda sig frá ýmsum trúnaðarstörfum. „Sóknarpresturinn hefur um árabil verið í tölu virtustu presta landsins og gegnt ýmsum trúnaðarstöðum fyrir þjóðkirkjuna og prestastéttina, meðal annars verið formaður Prestafélags Íslands.“ Þá vitnaði Geir einnig í annað bréf sem sent var fyrir hönd biskups og varðaði samskipti hennar við úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar um mál kvennanna sem telja á sér brotið. „Ég tel að hér hafi verið brotin þingsköp með því að leggja þetta ekki fram skriflega eins og kveðið er á um í reglum kirkjuþings,“ sagði biskup í svari til Geirs. „Síðan velti ég því fyrir mér, að ég tel að fyrirspyrjandi hafi borið starfsfólk, kollega sína, sökum í ræðustól kirkjuþingsins, þar sem þeir eiga þess ekki kost að svara fyrir sig vegna þess að þeir sitja ekki þetta þing. Og í þriðja lagi velti ég því fyrir mér hvort að trúnaður hafi verið brotinn þegar lesið var upp úr tölvupóstum sem á milli manna fóru – án leyfis þess sem skrifaði og þess sem tók við.“ Biskupinn skipaði í sumar séra Evu Björk Valdimarsdóttur í embætti prests við Dómkirkjuna í Reykjavík. Síðar kom í ljós að galli var á kjörinu í sérstakri kjörnefnd í Dómkirkjusókn. Biskup afturkallaði þá skipan Evu Bjarkar í samráði við hana sjálfa og gerði hana að héraðspresti í Reykjavík. Í fyrirspurnartímanum rakti séra Geir galla á starfi kjörnefndarinnar. „Ég spyr biskup Íslands um það hvaða nauðir ráku embættið til þess að skipa prest í Dómkirkjuna í Reykjavík hálfum öðrum sólarhring eftir að úrslit lágu fyrir um niðurstöðu kjörnefndar prestakallsins,“ sagði Geir sem kvað prófasti sem hélt utan um málið hljóta að hafa verið gallarnir ljósir og spurði hvort hann hefði ekki upplýst biskup um það. Agnes svaraði því neitandi. Að sögn Geirs komst prófastur að þeirri niðurstöðu eftir fyrstu atkvæðagreiðslu kjörnefndar að vafi væri á því að fimm atkvæði af níu atkvæðum í kjörinu væru gildur meirihluti og því látið endurtaka kjörið. Sagði hann málið einsdæmi. „Og þó hefur margt borið við í kosningum.“ Aðspurð um það hvort hún hefði einhverja sérstaka skoðun á embættisfærslu sinni í málinu kvað Agnes ekki svo vera. „Í umræddu tilfelli voru engir meinbugir á framkvæmdinni samkvæmt þeim gögnum sem lágu fyrir,“ svaraði biskup. „Síðar kom í ljós að sú nefnd sem starfaði sem kjörnefnd í málinu hafði ekki fengið löglega kosningu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56 Innlima ellefu hundruð manna Hlíðahverfi í Keflavíkursókn Lögð er áhersla á að þessi innlimun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember. 15. nóvember 2017 06:00 Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 14. nóvember 2017 18:41 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
„Ég velti því fyrir mér hvort trúnaður hafi verið brotinn,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir biskup er hún svaraði á kirkjuþingi fyrirspurnum séra Geirs Waage í Reykholti. Geir spurði bæði um umdeilda skipan biskups á presti við Dómkirkjuna sem síðan var afturkölluð og um málefni sóknarprests í Grensáskirkju sem þrjár konur upphaflega og nú fimm saka um kynferðislega áreitni. Er Geir reifaði fyrirspurn sína vitnaði hann í tölvupóst Agnesar biskups til prestsins í Grensáskirkju. „Vil ég nú semja við þig að þú farir í launalaust leyfi þegar í stað svo ekki þurfi að koma til ákvörðunar um hvort þessi heimild sé nýtt,“ las Geir úr bréfi biskups sem vitnaði til greinar í starfsreglna presta varðandi refsivert atferli. „Í huga biskupsins leikur enginn vafi á sekt sóknarprestsins,“ ályktaði Geir sem gagnrýndi framgöngu biskups í málinu og tómlæti gagnvart prestinum sem orðið hafi við kröfum um að halda sig frá ýmsum trúnaðarstörfum. „Sóknarpresturinn hefur um árabil verið í tölu virtustu presta landsins og gegnt ýmsum trúnaðarstöðum fyrir þjóðkirkjuna og prestastéttina, meðal annars verið formaður Prestafélags Íslands.“ Þá vitnaði Geir einnig í annað bréf sem sent var fyrir hönd biskups og varðaði samskipti hennar við úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar um mál kvennanna sem telja á sér brotið. „Ég tel að hér hafi verið brotin þingsköp með því að leggja þetta ekki fram skriflega eins og kveðið er á um í reglum kirkjuþings,“ sagði biskup í svari til Geirs. „Síðan velti ég því fyrir mér, að ég tel að fyrirspyrjandi hafi borið starfsfólk, kollega sína, sökum í ræðustól kirkjuþingsins, þar sem þeir eiga þess ekki kost að svara fyrir sig vegna þess að þeir sitja ekki þetta þing. Og í þriðja lagi velti ég því fyrir mér hvort að trúnaður hafi verið brotinn þegar lesið var upp úr tölvupóstum sem á milli manna fóru – án leyfis þess sem skrifaði og þess sem tók við.“ Biskupinn skipaði í sumar séra Evu Björk Valdimarsdóttur í embætti prests við Dómkirkjuna í Reykjavík. Síðar kom í ljós að galli var á kjörinu í sérstakri kjörnefnd í Dómkirkjusókn. Biskup afturkallaði þá skipan Evu Bjarkar í samráði við hana sjálfa og gerði hana að héraðspresti í Reykjavík. Í fyrirspurnartímanum rakti séra Geir galla á starfi kjörnefndarinnar. „Ég spyr biskup Íslands um það hvaða nauðir ráku embættið til þess að skipa prest í Dómkirkjuna í Reykjavík hálfum öðrum sólarhring eftir að úrslit lágu fyrir um niðurstöðu kjörnefndar prestakallsins,“ sagði Geir sem kvað prófasti sem hélt utan um málið hljóta að hafa verið gallarnir ljósir og spurði hvort hann hefði ekki upplýst biskup um það. Agnes svaraði því neitandi. Að sögn Geirs komst prófastur að þeirri niðurstöðu eftir fyrstu atkvæðagreiðslu kjörnefndar að vafi væri á því að fimm atkvæði af níu atkvæðum í kjörinu væru gildur meirihluti og því látið endurtaka kjörið. Sagði hann málið einsdæmi. „Og þó hefur margt borið við í kosningum.“ Aðspurð um það hvort hún hefði einhverja sérstaka skoðun á embættisfærslu sinni í málinu kvað Agnes ekki svo vera. „Í umræddu tilfelli voru engir meinbugir á framkvæmdinni samkvæmt þeim gögnum sem lágu fyrir,“ svaraði biskup. „Síðar kom í ljós að sú nefnd sem starfaði sem kjörnefnd í málinu hafði ekki fengið löglega kosningu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56 Innlima ellefu hundruð manna Hlíðahverfi í Keflavíkursókn Lögð er áhersla á að þessi innlimun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember. 15. nóvember 2017 06:00 Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 14. nóvember 2017 18:41 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56
Innlima ellefu hundruð manna Hlíðahverfi í Keflavíkursókn Lögð er áhersla á að þessi innlimun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember. 15. nóvember 2017 06:00
Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 14. nóvember 2017 18:41
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent