Rökuðu augabrúnirnar af Karitas Hörpu þegar söfnunin fór yfir tvær milljónir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 10:00 Instagram/Karitas Söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir stóð við loforð sitt í gær og lét raka af sér augabrúnirnar í gær fyrir góðan málstað. Þær Erna Kristín Stefánsdóttir (ernuland) og Sara Monsour (Saramansour96) ákváðu að gera eitthvað öðruvísi til þess að aðstoða við söfnun í Neyðarsjóð UNICEF og skoruðu á nokkra þekkta áhrifavalda. Í gær var góðgerðarviðburður á þeirra vegum á Húrra þar sem tilkynnt var að safnast hefði meira en tvær milljónir í þessu verkefni. Áður hafði söngkonan Karitas Harpa (karitasharpa) fengið áskorun um að ef því markmiði yrði náð þá yrðu augabrúnir hennar rakaðar af uppi á sviði.Sara og Erna rökuðu augabrúnirnar af sönkonunni Karitas Hörpu í gær.Erna Kristín„Ég held að stelpurnar sem rökuðu þetta hafi verið stressaðri en ég. Þetta var bara upplifun. Þetta er ákveðið lúkk, ég lít á þetta sem tóman striga og hlakka til að vinna með þetta,“ segir Karitas Harpa í samtali við Vísi. „Þegar ég var komin heim og búin að þrífa af mér alla málninguna þá fannst mér þetta svolítið tómlegt, það verður erfitt að lesa svipbrigðin. Ég lita kannski eitthvað í þetta ef ég er að fara að syngja einhvers staðar.“ Neyðarsjóður UNICEF aðstoðar þau 300 þúsund börn sem hafa þurft að flýja til Bangladesh í kjölfar ofbeldisöldu í Mjanmar. Aðstæður barnanna eru mjög erfiðar. Þau eru hrædd, svöng og hafa mörg hver upplifað algjöran hrylling. Þau þurfa tafarlaust á okkar hjálp að halda og vildu því Erna og Sara taka þátt í að veita þessum börnum lífsnauðsynlega hjálp.Sara, Erna og Karitas á viðburðinum í gær.UnicefNú þegar hafa fleiri áhrifavaldar á samfélagsmiðlum tekið áskorunum frá Ernu og Söru fyrir þessa söfnun. Ingólfur Grétarsson (goisportrond) rakaði öll hár af líkamanum nema á höfðinu og var svo í klappstýrubúningi heilan vinnudag. Brynja Dan Gunnarsdóttir (brynjadan) aflitaði dökku augabrúnirnar sínar og Sólborg Guðbrandsdóttir (sunnykef) snoðaði sig. Enn er hægt að styrkja söfnunina um 1.500 krónur með því að senda skilaboðin UNICEF í 1900. Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum á síðu UNICEF og í gegnum millifærslu í reikningsnúmerið 701-26-102050 og kennitölu 481203-2950. Tengdar fréttir Brynja Dan lét aflita á sér augabrúnirnar fyrir góðan málstað Brynja Dan Gunnarsdóttir markaðsstjóri er ein þeirra sem tóku áskorunum í söfnun fyrir UNICEF og þurfti að standa við hana í gær. 1. nóvember 2017 09:00 Sólborg ætlar að snoða sig fyrir börn í neyð: „Þetta er bara hár“ Blaðamaðurinn Sólborg Guðbrandsdóttir ætlar að raka af sér hárið ef 1.500.000 krónum safnast í Neyðarsjóð UNICEF. 1. nóvember 2017 16:30 Karitas Harpa opnar sig um neikvæða líkamsímynd: „Getum við hætt að setja óraunhæfar væntingar og staðalímyndir?“ Söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir birti í kvöld einlægan pistil um sjálfsmynd og baráttu sína við átröskun. 7. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir stóð við loforð sitt í gær og lét raka af sér augabrúnirnar í gær fyrir góðan málstað. Þær Erna Kristín Stefánsdóttir (ernuland) og Sara Monsour (Saramansour96) ákváðu að gera eitthvað öðruvísi til þess að aðstoða við söfnun í Neyðarsjóð UNICEF og skoruðu á nokkra þekkta áhrifavalda. Í gær var góðgerðarviðburður á þeirra vegum á Húrra þar sem tilkynnt var að safnast hefði meira en tvær milljónir í þessu verkefni. Áður hafði söngkonan Karitas Harpa (karitasharpa) fengið áskorun um að ef því markmiði yrði náð þá yrðu augabrúnir hennar rakaðar af uppi á sviði.Sara og Erna rökuðu augabrúnirnar af sönkonunni Karitas Hörpu í gær.Erna Kristín„Ég held að stelpurnar sem rökuðu þetta hafi verið stressaðri en ég. Þetta var bara upplifun. Þetta er ákveðið lúkk, ég lít á þetta sem tóman striga og hlakka til að vinna með þetta,“ segir Karitas Harpa í samtali við Vísi. „Þegar ég var komin heim og búin að þrífa af mér alla málninguna þá fannst mér þetta svolítið tómlegt, það verður erfitt að lesa svipbrigðin. Ég lita kannski eitthvað í þetta ef ég er að fara að syngja einhvers staðar.“ Neyðarsjóður UNICEF aðstoðar þau 300 þúsund börn sem hafa þurft að flýja til Bangladesh í kjölfar ofbeldisöldu í Mjanmar. Aðstæður barnanna eru mjög erfiðar. Þau eru hrædd, svöng og hafa mörg hver upplifað algjöran hrylling. Þau þurfa tafarlaust á okkar hjálp að halda og vildu því Erna og Sara taka þátt í að veita þessum börnum lífsnauðsynlega hjálp.Sara, Erna og Karitas á viðburðinum í gær.UnicefNú þegar hafa fleiri áhrifavaldar á samfélagsmiðlum tekið áskorunum frá Ernu og Söru fyrir þessa söfnun. Ingólfur Grétarsson (goisportrond) rakaði öll hár af líkamanum nema á höfðinu og var svo í klappstýrubúningi heilan vinnudag. Brynja Dan Gunnarsdóttir (brynjadan) aflitaði dökku augabrúnirnar sínar og Sólborg Guðbrandsdóttir (sunnykef) snoðaði sig. Enn er hægt að styrkja söfnunina um 1.500 krónur með því að senda skilaboðin UNICEF í 1900. Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum á síðu UNICEF og í gegnum millifærslu í reikningsnúmerið 701-26-102050 og kennitölu 481203-2950.
Tengdar fréttir Brynja Dan lét aflita á sér augabrúnirnar fyrir góðan málstað Brynja Dan Gunnarsdóttir markaðsstjóri er ein þeirra sem tóku áskorunum í söfnun fyrir UNICEF og þurfti að standa við hana í gær. 1. nóvember 2017 09:00 Sólborg ætlar að snoða sig fyrir börn í neyð: „Þetta er bara hár“ Blaðamaðurinn Sólborg Guðbrandsdóttir ætlar að raka af sér hárið ef 1.500.000 krónum safnast í Neyðarsjóð UNICEF. 1. nóvember 2017 16:30 Karitas Harpa opnar sig um neikvæða líkamsímynd: „Getum við hætt að setja óraunhæfar væntingar og staðalímyndir?“ Söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir birti í kvöld einlægan pistil um sjálfsmynd og baráttu sína við átröskun. 7. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Brynja Dan lét aflita á sér augabrúnirnar fyrir góðan málstað Brynja Dan Gunnarsdóttir markaðsstjóri er ein þeirra sem tóku áskorunum í söfnun fyrir UNICEF og þurfti að standa við hana í gær. 1. nóvember 2017 09:00
Sólborg ætlar að snoða sig fyrir börn í neyð: „Þetta er bara hár“ Blaðamaðurinn Sólborg Guðbrandsdóttir ætlar að raka af sér hárið ef 1.500.000 krónum safnast í Neyðarsjóð UNICEF. 1. nóvember 2017 16:30
Karitas Harpa opnar sig um neikvæða líkamsímynd: „Getum við hætt að setja óraunhæfar væntingar og staðalímyndir?“ Söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir birti í kvöld einlægan pistil um sjálfsmynd og baráttu sína við átröskun. 7. nóvember 2017 23:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist