Þrjú hrunmál fyrir endurupptökunefnd vegna hlutabréfaeignar dómara Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2017 18:30 Fyrir endurupptökunefnd eru nú þrjú mál dómþola í hrunmálum sem krefjast endurupptöku vegna hlutafjáreignar dómara í bönkunum. Fyrr í þessari viku komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að hlutafjáreign dómara í banka gerði hann ekki vanhæfan til að dæma í sakamáli á hendur forstjóra þessa sama banka. Stím-málið er nú rekið að nýju fyrir dómstólum eftir að Hæstiréttur ógilti dóm í málinu í júní á þessu ári vegna vanhæfis eins dómara en í ljós kom að nafn barnsföður dómarans kom reglulega fyrir í gögnum málsins. Við endurtekna aðalmeðferð Stím-málsins krafðist Verjandi Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis banka, þess að Ingimundur Einarsson dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur viki sæti vegna hlutafjáreignar sinnar í Glitni banka fyrir hrunið. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem fjallað var um kröfu vegna vanhæfis, kemur fram að tap Ingimundar vegna hlutafjáreignar í bönkunum þremur hafi numið um tveimur milljónum króna í bankahruninu. Var hlutur Ingimundar í Glitni í því tilliti metinn á liðlega 650 þúsund krónur. Í úrskurðinum segir: „Verður að telja að hagsmunir dómstjórans, í ljósi þeirra fjárhæða er um ræðir og þegar hliðsjón er almennt höfð af launum héraðsdómara, hafi verið óverulegir í öllu venjulegu tilliti. Geta þessir fjárhagslegu hagsmunir ekki verið til þess fallnir að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.“ Hæstiréttur staðfesti þessa niðurstöðu í dómi sem kveðinn var upp á þriðjudag en í dómnum segir: „Þau viðskipti með hlutabréf, sem meðdómsmaður sá, er hér um ræðir, átti við A hf. og B hf. og lýst er í hinum kærða úrskurði geta ekki leitt til þess að hann sé vanhæfur til meðferðar þessa máls, sem varðar ætluð brot í starfsemi C hf. Þá geta þau hlutabréfaviðskipti, sem meðdómsmaðurinn átti við síðastnefnda bankann og greinir í úrskurði héraðsdóms, heldur ekki valdið vanhæfi hans.“ Hér er Hæstiréttur búinn að taka út þær röksemdir sem úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur var reistur á og eru forsendur í dómi Hæstaréttar í raun ekki byggðar á rökum heldur þeirri staðreynd að hlutafjáreign dómarans valdi ekki vanhæfi hans. Það vekur athygli að Hæstiréttur fjallar ekkert um það hvort hlutafjáreign dómsstjórans hafi verið veruleg eða óveruleg. Að því er virðist er niðurstaðan aðeins reist á því að tap dómara á hlutafjáreign í banka valdi ekki vanhæfi í sakamáli þar sem ákærði er fyrrverandi forstjóri þessa sama banka. Ingimundur Einarsson dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.fblHlutverk endurupptökunefndar er að taka ákvörðun um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmáls sem dæmt hefur verið í héraði eða Hæstarétti. Fyrir endurupptökunefnd eru núna kröfur vegna þriggja sakamála þar sem dómþolar í svokölluðum hrunmálum hafa krafist endurupptöku vegna hlutafjáreignar dómara þar sem upplýsingar um hlutafjáreignina lágu ekki fyrir þegar kveðnir voru upp dómar í málum þeirra. Ljóst er að framangreindur dómur Hæstaréttar Íslands í máli vegna vanhæfis dómsstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur getur enga leiðsögn veitt um það í hvaða mæli hlutafjáreign er líkleg til þess valda vanhæfi dómara. Ekki fengust upplýsingar um hvaða mál þetta eru fyrir endurupptökunefnd eða hvaða dómþolar hefðu óskað eftir endurupptöku mála sinna. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Fyrir endurupptökunefnd eru nú þrjú mál dómþola í hrunmálum sem krefjast endurupptöku vegna hlutafjáreignar dómara í bönkunum. Fyrr í þessari viku komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að hlutafjáreign dómara í banka gerði hann ekki vanhæfan til að dæma í sakamáli á hendur forstjóra þessa sama banka. Stím-málið er nú rekið að nýju fyrir dómstólum eftir að Hæstiréttur ógilti dóm í málinu í júní á þessu ári vegna vanhæfis eins dómara en í ljós kom að nafn barnsföður dómarans kom reglulega fyrir í gögnum málsins. Við endurtekna aðalmeðferð Stím-málsins krafðist Verjandi Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis banka, þess að Ingimundur Einarsson dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur viki sæti vegna hlutafjáreignar sinnar í Glitni banka fyrir hrunið. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem fjallað var um kröfu vegna vanhæfis, kemur fram að tap Ingimundar vegna hlutafjáreignar í bönkunum þremur hafi numið um tveimur milljónum króna í bankahruninu. Var hlutur Ingimundar í Glitni í því tilliti metinn á liðlega 650 þúsund krónur. Í úrskurðinum segir: „Verður að telja að hagsmunir dómstjórans, í ljósi þeirra fjárhæða er um ræðir og þegar hliðsjón er almennt höfð af launum héraðsdómara, hafi verið óverulegir í öllu venjulegu tilliti. Geta þessir fjárhagslegu hagsmunir ekki verið til þess fallnir að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.“ Hæstiréttur staðfesti þessa niðurstöðu í dómi sem kveðinn var upp á þriðjudag en í dómnum segir: „Þau viðskipti með hlutabréf, sem meðdómsmaður sá, er hér um ræðir, átti við A hf. og B hf. og lýst er í hinum kærða úrskurði geta ekki leitt til þess að hann sé vanhæfur til meðferðar þessa máls, sem varðar ætluð brot í starfsemi C hf. Þá geta þau hlutabréfaviðskipti, sem meðdómsmaðurinn átti við síðastnefnda bankann og greinir í úrskurði héraðsdóms, heldur ekki valdið vanhæfi hans.“ Hér er Hæstiréttur búinn að taka út þær röksemdir sem úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur var reistur á og eru forsendur í dómi Hæstaréttar í raun ekki byggðar á rökum heldur þeirri staðreynd að hlutafjáreign dómarans valdi ekki vanhæfi hans. Það vekur athygli að Hæstiréttur fjallar ekkert um það hvort hlutafjáreign dómsstjórans hafi verið veruleg eða óveruleg. Að því er virðist er niðurstaðan aðeins reist á því að tap dómara á hlutafjáreign í banka valdi ekki vanhæfi í sakamáli þar sem ákærði er fyrrverandi forstjóri þessa sama banka. Ingimundur Einarsson dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.fblHlutverk endurupptökunefndar er að taka ákvörðun um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmáls sem dæmt hefur verið í héraði eða Hæstarétti. Fyrir endurupptökunefnd eru núna kröfur vegna þriggja sakamála þar sem dómþolar í svokölluðum hrunmálum hafa krafist endurupptöku vegna hlutafjáreignar dómara þar sem upplýsingar um hlutafjáreignina lágu ekki fyrir þegar kveðnir voru upp dómar í málum þeirra. Ljóst er að framangreindur dómur Hæstaréttar Íslands í máli vegna vanhæfis dómsstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur getur enga leiðsögn veitt um það í hvaða mæli hlutafjáreign er líkleg til þess valda vanhæfi dómara. Ekki fengust upplýsingar um hvaða mál þetta eru fyrir endurupptökunefnd eða hvaða dómþolar hefðu óskað eftir endurupptöku mála sinna.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira