Sport

Veðmálaundrið veðjaði ekki á oddaleikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Justin Verlander, leikmaður Astros, fagnar titlinum í nótt með unnustu sinni, ofurfyrirsætunni Kate Upton.
Justin Verlander, leikmaður Astros, fagnar titlinum í nótt með unnustu sinni, ofurfyrirsætunni Kate Upton. vísir/getty
Maðurinn sem veðjaði rétt á fyrstu sex leikina í úrslitum bandaríska hafnaboltans, World Series, og græddi um leið einn og hálfan milljarð króna hefur fengið ótrúlega fjölmiðlaumfjöllun.

Það er ekki bara að hann var með alla sex leikina rétta heldur lagði hann alltaf allt vinningsféð undir á næsta leik.

Margir biðu spenntir eftir því hvað hann myndi gera fyrir oddaleikinn sem fór fram í nótt. Ætlaði hann í alvörunni að leggja einn og hálfan milljarð undir á leikinn?

Nei, það gerði hann ekki. Eftir æsilega sigurgöngu ákvað hann að þetta væri orðið gott og labbaði burt með peningana.

Lítið er vitað um manninn annað en að hann er frá Austur-Evrópu og á þrítugsaldri. Samsæriskenningarnar eru líka komnar á flug um að hann sé útsendari einhvers hóps og að hugsanlega sé maðkur í mysunni.

Hvað sem slíku líður þá er það eina sem við vitum er að viðkomandi maður er moldríkur í dag.


Tengdar fréttir

Spá blaðamanns Sports Illustrated gekk eftir

Fyrir þremur árum og fjórum mánuðum síðan spáði blaðamaður Sports Illustrated því að Houston Astros yrði meistari í bandaríska hafnaboltanum. Sú spá gekk eftir í nótt er Astros tryggði sér sinn fyrsta titil í oddaleik gegn LA Dodgers sem fór 5-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×