Áfengi og streita ýta undir kvíða og þunglyndi hjá tónlistarmönnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2017 19:30 Breski tónlistarmaðurinn William Doyle sem spilar á Airwaves í ár segir að tónlistarheimurinn geti verið erfiður starfsvettvangur fyrir þá sem glíma við kvíða og þunglyndi eins og hann gerir sjálfur. Hann segir að streita, álag og mikil áfengisneysla í músíkbransanum ýti undir kvíða og þunglyndi hjá tónlistarfólki. Sjálfsvíg tónlistarmanna hafa verið í kastljósinu en Chris Cornell fyrrverandi söngvari rokkhljómsveitanna Soundgarden og Audioslave og Chester Bennington söngvari Linkin Park sviptu sig lífi fyrr á þessu ári. Þá hafa fjórir ungir karlmenn, sem allir tengdust íslensku þungarokki, framið sjálfsvíg á árinu. William Doyle, einn af stofnendum hljómsveitarinnar East India Youth, spilar á Airwaves í ár. Doyle flutti erindi í Bíó Paradís í dag þar sem hann lýsti eigin baráttu við kvíða og þunglyndi. Rúmlega 70 prósent tónlistarmanna í Bretlandi hafa glímt við kvíða og rúmlega 60 prósent þeirra hafa gengið í gegnum depurð eða þunglyndi samkvæmt nýlegri rannsókn. Doyle segir að þetta skýrist kannski af starfsumhverfi tónlistarmanna. „Kröfur starfsins eru mjög erfiðar fyrir fólk. Menn eru í burtu langtímum saman, menningin í kringum starfið byggist á miklu áfengi, fíkniefnaneyslu og þess háttar. Þetta er mjög algengt í þessari grein svo ég held að kröfurnar sem starfið gerir og hvernig fólk fær kannski ekki borgað nógu fljótt og þess háttar geri það að verkum að þetta er mjög ótryggt líf,“ segir Doyle. Hann segir að geðrænir kvillar hrjái oft fólk í skapandi greinum og að áfengisneysla geti ýtt enn frekar undir þessi vandamál. „Þeir sem lifa á tónlist eru móttækilegri fyrir sjúkdómum eins og þunglyndi og kvíða. Þegar maður kemur á tónleikastað klukkan 16 til að undirbúa tónleika bíður áfengi eftir manni, það er hvatning til að nota það. Þegar maður gerir þetta aftur og aftur hefur það skaðleg áhrif og áfengi ýtir undir þunglyndi, það veldur meiri vanlíðan. Ef maður hefur þessi vandamál gerir það þau verri. Það er tvímælalaust þannig,“ segir Doyle. Tengdar fréttir „Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. "Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú,“ útskýrir Franz. 21. október 2017 12:15 Franz segir að sköpunargyðjan sé miklu kraftmeiri edrú Franz Gunnarsson einn af forsprökkum rokksveitarinnar Ensími heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu í kvöld. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl en platan er uppgjör við þann tíma er hann neyti áfengis og annarra vímuefna. 22. október 2017 19:30 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn William Doyle sem spilar á Airwaves í ár segir að tónlistarheimurinn geti verið erfiður starfsvettvangur fyrir þá sem glíma við kvíða og þunglyndi eins og hann gerir sjálfur. Hann segir að streita, álag og mikil áfengisneysla í músíkbransanum ýti undir kvíða og þunglyndi hjá tónlistarfólki. Sjálfsvíg tónlistarmanna hafa verið í kastljósinu en Chris Cornell fyrrverandi söngvari rokkhljómsveitanna Soundgarden og Audioslave og Chester Bennington söngvari Linkin Park sviptu sig lífi fyrr á þessu ári. Þá hafa fjórir ungir karlmenn, sem allir tengdust íslensku þungarokki, framið sjálfsvíg á árinu. William Doyle, einn af stofnendum hljómsveitarinnar East India Youth, spilar á Airwaves í ár. Doyle flutti erindi í Bíó Paradís í dag þar sem hann lýsti eigin baráttu við kvíða og þunglyndi. Rúmlega 70 prósent tónlistarmanna í Bretlandi hafa glímt við kvíða og rúmlega 60 prósent þeirra hafa gengið í gegnum depurð eða þunglyndi samkvæmt nýlegri rannsókn. Doyle segir að þetta skýrist kannski af starfsumhverfi tónlistarmanna. „Kröfur starfsins eru mjög erfiðar fyrir fólk. Menn eru í burtu langtímum saman, menningin í kringum starfið byggist á miklu áfengi, fíkniefnaneyslu og þess háttar. Þetta er mjög algengt í þessari grein svo ég held að kröfurnar sem starfið gerir og hvernig fólk fær kannski ekki borgað nógu fljótt og þess háttar geri það að verkum að þetta er mjög ótryggt líf,“ segir Doyle. Hann segir að geðrænir kvillar hrjái oft fólk í skapandi greinum og að áfengisneysla geti ýtt enn frekar undir þessi vandamál. „Þeir sem lifa á tónlist eru móttækilegri fyrir sjúkdómum eins og þunglyndi og kvíða. Þegar maður kemur á tónleikastað klukkan 16 til að undirbúa tónleika bíður áfengi eftir manni, það er hvatning til að nota það. Þegar maður gerir þetta aftur og aftur hefur það skaðleg áhrif og áfengi ýtir undir þunglyndi, það veldur meiri vanlíðan. Ef maður hefur þessi vandamál gerir það þau verri. Það er tvímælalaust þannig,“ segir Doyle.
Tengdar fréttir „Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. "Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú,“ útskýrir Franz. 21. október 2017 12:15 Franz segir að sköpunargyðjan sé miklu kraftmeiri edrú Franz Gunnarsson einn af forsprökkum rokksveitarinnar Ensími heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu í kvöld. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl en platan er uppgjör við þann tíma er hann neyti áfengis og annarra vímuefna. 22. október 2017 19:30 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Sjá meira
„Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. "Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú,“ útskýrir Franz. 21. október 2017 12:15
Franz segir að sköpunargyðjan sé miklu kraftmeiri edrú Franz Gunnarsson einn af forsprökkum rokksveitarinnar Ensími heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu í kvöld. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl en platan er uppgjör við þann tíma er hann neyti áfengis og annarra vímuefna. 22. október 2017 19:30