Áfengi og streita ýta undir kvíða og þunglyndi hjá tónlistarmönnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2017 19:30 Breski tónlistarmaðurinn William Doyle sem spilar á Airwaves í ár segir að tónlistarheimurinn geti verið erfiður starfsvettvangur fyrir þá sem glíma við kvíða og þunglyndi eins og hann gerir sjálfur. Hann segir að streita, álag og mikil áfengisneysla í músíkbransanum ýti undir kvíða og þunglyndi hjá tónlistarfólki. Sjálfsvíg tónlistarmanna hafa verið í kastljósinu en Chris Cornell fyrrverandi söngvari rokkhljómsveitanna Soundgarden og Audioslave og Chester Bennington söngvari Linkin Park sviptu sig lífi fyrr á þessu ári. Þá hafa fjórir ungir karlmenn, sem allir tengdust íslensku þungarokki, framið sjálfsvíg á árinu. William Doyle, einn af stofnendum hljómsveitarinnar East India Youth, spilar á Airwaves í ár. Doyle flutti erindi í Bíó Paradís í dag þar sem hann lýsti eigin baráttu við kvíða og þunglyndi. Rúmlega 70 prósent tónlistarmanna í Bretlandi hafa glímt við kvíða og rúmlega 60 prósent þeirra hafa gengið í gegnum depurð eða þunglyndi samkvæmt nýlegri rannsókn. Doyle segir að þetta skýrist kannski af starfsumhverfi tónlistarmanna. „Kröfur starfsins eru mjög erfiðar fyrir fólk. Menn eru í burtu langtímum saman, menningin í kringum starfið byggist á miklu áfengi, fíkniefnaneyslu og þess háttar. Þetta er mjög algengt í þessari grein svo ég held að kröfurnar sem starfið gerir og hvernig fólk fær kannski ekki borgað nógu fljótt og þess háttar geri það að verkum að þetta er mjög ótryggt líf,“ segir Doyle. Hann segir að geðrænir kvillar hrjái oft fólk í skapandi greinum og að áfengisneysla geti ýtt enn frekar undir þessi vandamál. „Þeir sem lifa á tónlist eru móttækilegri fyrir sjúkdómum eins og þunglyndi og kvíða. Þegar maður kemur á tónleikastað klukkan 16 til að undirbúa tónleika bíður áfengi eftir manni, það er hvatning til að nota það. Þegar maður gerir þetta aftur og aftur hefur það skaðleg áhrif og áfengi ýtir undir þunglyndi, það veldur meiri vanlíðan. Ef maður hefur þessi vandamál gerir það þau verri. Það er tvímælalaust þannig,“ segir Doyle. Tengdar fréttir „Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. "Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú,“ útskýrir Franz. 21. október 2017 12:15 Franz segir að sköpunargyðjan sé miklu kraftmeiri edrú Franz Gunnarsson einn af forsprökkum rokksveitarinnar Ensími heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu í kvöld. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl en platan er uppgjör við þann tíma er hann neyti áfengis og annarra vímuefna. 22. október 2017 19:30 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn William Doyle sem spilar á Airwaves í ár segir að tónlistarheimurinn geti verið erfiður starfsvettvangur fyrir þá sem glíma við kvíða og þunglyndi eins og hann gerir sjálfur. Hann segir að streita, álag og mikil áfengisneysla í músíkbransanum ýti undir kvíða og þunglyndi hjá tónlistarfólki. Sjálfsvíg tónlistarmanna hafa verið í kastljósinu en Chris Cornell fyrrverandi söngvari rokkhljómsveitanna Soundgarden og Audioslave og Chester Bennington söngvari Linkin Park sviptu sig lífi fyrr á þessu ári. Þá hafa fjórir ungir karlmenn, sem allir tengdust íslensku þungarokki, framið sjálfsvíg á árinu. William Doyle, einn af stofnendum hljómsveitarinnar East India Youth, spilar á Airwaves í ár. Doyle flutti erindi í Bíó Paradís í dag þar sem hann lýsti eigin baráttu við kvíða og þunglyndi. Rúmlega 70 prósent tónlistarmanna í Bretlandi hafa glímt við kvíða og rúmlega 60 prósent þeirra hafa gengið í gegnum depurð eða þunglyndi samkvæmt nýlegri rannsókn. Doyle segir að þetta skýrist kannski af starfsumhverfi tónlistarmanna. „Kröfur starfsins eru mjög erfiðar fyrir fólk. Menn eru í burtu langtímum saman, menningin í kringum starfið byggist á miklu áfengi, fíkniefnaneyslu og þess háttar. Þetta er mjög algengt í þessari grein svo ég held að kröfurnar sem starfið gerir og hvernig fólk fær kannski ekki borgað nógu fljótt og þess háttar geri það að verkum að þetta er mjög ótryggt líf,“ segir Doyle. Hann segir að geðrænir kvillar hrjái oft fólk í skapandi greinum og að áfengisneysla geti ýtt enn frekar undir þessi vandamál. „Þeir sem lifa á tónlist eru móttækilegri fyrir sjúkdómum eins og þunglyndi og kvíða. Þegar maður kemur á tónleikastað klukkan 16 til að undirbúa tónleika bíður áfengi eftir manni, það er hvatning til að nota það. Þegar maður gerir þetta aftur og aftur hefur það skaðleg áhrif og áfengi ýtir undir þunglyndi, það veldur meiri vanlíðan. Ef maður hefur þessi vandamál gerir það þau verri. Það er tvímælalaust þannig,“ segir Doyle.
Tengdar fréttir „Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. "Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú,“ útskýrir Franz. 21. október 2017 12:15 Franz segir að sköpunargyðjan sé miklu kraftmeiri edrú Franz Gunnarsson einn af forsprökkum rokksveitarinnar Ensími heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu í kvöld. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl en platan er uppgjör við þann tíma er hann neyti áfengis og annarra vímuefna. 22. október 2017 19:30 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
„Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. "Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú,“ útskýrir Franz. 21. október 2017 12:15
Franz segir að sköpunargyðjan sé miklu kraftmeiri edrú Franz Gunnarsson einn af forsprökkum rokksveitarinnar Ensími heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu í kvöld. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl en platan er uppgjör við þann tíma er hann neyti áfengis og annarra vímuefna. 22. október 2017 19:30