Lífið

Glatt á hjalla í útgáfuhófi Mikka Torfa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikael ávarpaði gestina en í nýrri bók hlífir hann hvorki sér né sínum nánustu.
Mikael ávarpaði gestina en í nýrri bók hlífir hann hvorki sér né sínum nánustu. vísir/eyþór
Rithöfundurinn Mikael Torfason og Sögur útgáfa stóðu fyrir útgáfuhófi í Eymundsson við Skólavörðustíg í gær en bók hans Syndafallið kom út í gær.

Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Týnd í Paradís sem kom út í fyrra og vakti þá mikla athygli og hlaut afar lofsamlega dóma. Þar fjallar Mikael af miklu hispursleysi um hina ævintýralegu fjölskyldu sína og Votta Jehova. Hinn stórbrotni Torfi Geirmundsson rakari, faðir Mikaels, var rekinn úr Vottum Jehova fyrir hórdóm og Hulda Fríða Berndsen átti í stormasömu sambandi við söfnuðinn.

Í Syndafallinu heldur Mikael áfram að segja sögu sína og foreldra sinna, en Torfi féll frá nú fyrr á þessu ári en banamein hans var skorpulifur, sjúkdómur sem einkum herjar á alkóhólista. Í bókinni er varpað fram erfiðu siðferðilegu álitamáli sem tengist dauðastríði Torfa.

Eyþór Árnason, ljósmyndari 365, var á svæðinu og tók þessar skemmtilegu myndir.

Karen Kjartansdóttir, Illugi Jökulsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.
Hjónin Elma Stefanía Ágústsdóttir, leikkona, og Mikael Torfason en þeim fæddist á dögunum dóttir sem hefur fengið nafnið Ída.vísir/eyþór
Þessar voru heldur betur sáttar en þarna má meðal annars sjá móður og tengdamóður Mikaels.vísir/eyþór
Sigmundur Ernir Rúnarsson, Tómas Hermannsson og Anna Margrét Marínósdóttir frá útgáfunni Sögur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×