Úr ráðherrastóli í uppistand Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 13:30 Samstarf Guðna og Jóhannesar hefur verið farsælt. Þeir frumsýna brátt í Iðnó. vísir/ernir Guðni Ágústsson er einn vinsælasti stjórnmálamaður sem þjóðin hefur átt og það að öðrum ólöstuðum. Hann var einkum vinsæll vegna orðheppni sinnar og skemmtilegar tilvitnanir hans um menn og málefni hafa fyrir löngu öðlast sjálfstæða tilveru. „Ætli ég sé ekki meira sem aðstoðarmaður hjá Jóhannesi, en þetta er bara græskulaust gaman. Við segjum skemmtisögur sem eru ekki meiðandi. Ég er í rauninni bara í hlutverki fundastjóra hjá honum. Ég veit nú ekki alveg hvað ég á að segja um tilurðina en hann hefur nú hermt eftir mér í fjölmörg ár og okkur var og er oft ruglað saman,“ segir Guðni um tilurð þess að hann og Jóhannes Kristjánsson settu saman sýninguna Eftirherman og orginalinn, en þeir hafa slegið rækilega í gegn um land allt. Höfuðborgarbúar munu ekki sleppa undan gríninu en þeir félagar munu stíga á svið í Iðnó næstkomandi sunnudag.„Ég stend nú bara á gati yfir þessum viðtökum, við eigum að baki um fjörutíu sýningar og munum hefja leik í Reykjavík næsta sunnudag hér í Iðnó, því sögufræga húsi og það er mikill heiður að því. Ég átti ekki von á því að fyrrverandi ráðherra myndi draga svo marga að.“ Guðni er ekkert feimin við að ræða það hversu oft honum og Jóhannesi var og er ruglað saman. „Það var nú þannig að mamma mín hafði varann á þegar ég hringdi, hún var ekki viss hvort ég væri ég eða Jóhannes á línunni. Margir héldu að við værum skyldir en tengsl okkar eru í tíunda lið, nánara er það nú ekki. Vissulega hafa fjölmargar sögur flogið um okkur þar sem menn voru ekki vissir hvor væri hvað, eftirherman eða orginalinn.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja að Jóhannes Kristjánsson hefur í fjölmörg ár hermt eftir Guðna Ágústssyni og þykir manna bestur í því að umhverfast og breytast í Guðna. „Jóhannes er magnaður, hann algjörlega holdgervist og verður að þeim sem hann hermir eftir. Röddin, hreyfingar og svipir, hann rennur saman við þann sem að hann er að leika. Algjörlega einstakt. Við náum vel saman, erum hnitmiðaðir og orðsins menn. Lífið fer með mann í ýmsar áttir og hverjum hefði dottið það í hug að ég myndi standa upp úr ráðherrastól og enda á sviði sem skemmtikraftur.“ Lífsins leiksvið eru margvísleg og hlutverkin fjölbreytt. Guðni er nú á nýju sviði þar sem áskoranirnar eru af öðru tagi en á sviði stjórnmálanna. „Munurinn á því að vera á þingi og vera með uppistand er að nú er staðið upp og klappað fyrir okkur. Ég hef verið í stjórnmálum í tugi ára, það var gefandi en þetta er annarrar gerðar. Ég átti nú ekki von á þessum viðbrögðum en er þakklátur fyrir þau.“ Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Sjá meira
Guðni Ágústsson er einn vinsælasti stjórnmálamaður sem þjóðin hefur átt og það að öðrum ólöstuðum. Hann var einkum vinsæll vegna orðheppni sinnar og skemmtilegar tilvitnanir hans um menn og málefni hafa fyrir löngu öðlast sjálfstæða tilveru. „Ætli ég sé ekki meira sem aðstoðarmaður hjá Jóhannesi, en þetta er bara græskulaust gaman. Við segjum skemmtisögur sem eru ekki meiðandi. Ég er í rauninni bara í hlutverki fundastjóra hjá honum. Ég veit nú ekki alveg hvað ég á að segja um tilurðina en hann hefur nú hermt eftir mér í fjölmörg ár og okkur var og er oft ruglað saman,“ segir Guðni um tilurð þess að hann og Jóhannes Kristjánsson settu saman sýninguna Eftirherman og orginalinn, en þeir hafa slegið rækilega í gegn um land allt. Höfuðborgarbúar munu ekki sleppa undan gríninu en þeir félagar munu stíga á svið í Iðnó næstkomandi sunnudag.„Ég stend nú bara á gati yfir þessum viðtökum, við eigum að baki um fjörutíu sýningar og munum hefja leik í Reykjavík næsta sunnudag hér í Iðnó, því sögufræga húsi og það er mikill heiður að því. Ég átti ekki von á því að fyrrverandi ráðherra myndi draga svo marga að.“ Guðni er ekkert feimin við að ræða það hversu oft honum og Jóhannesi var og er ruglað saman. „Það var nú þannig að mamma mín hafði varann á þegar ég hringdi, hún var ekki viss hvort ég væri ég eða Jóhannes á línunni. Margir héldu að við værum skyldir en tengsl okkar eru í tíunda lið, nánara er það nú ekki. Vissulega hafa fjölmargar sögur flogið um okkur þar sem menn voru ekki vissir hvor væri hvað, eftirherman eða orginalinn.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja að Jóhannes Kristjánsson hefur í fjölmörg ár hermt eftir Guðna Ágústssyni og þykir manna bestur í því að umhverfast og breytast í Guðna. „Jóhannes er magnaður, hann algjörlega holdgervist og verður að þeim sem hann hermir eftir. Röddin, hreyfingar og svipir, hann rennur saman við þann sem að hann er að leika. Algjörlega einstakt. Við náum vel saman, erum hnitmiðaðir og orðsins menn. Lífið fer með mann í ýmsar áttir og hverjum hefði dottið það í hug að ég myndi standa upp úr ráðherrastól og enda á sviði sem skemmtikraftur.“ Lífsins leiksvið eru margvísleg og hlutverkin fjölbreytt. Guðni er nú á nýju sviði þar sem áskoranirnar eru af öðru tagi en á sviði stjórnmálanna. „Munurinn á því að vera á þingi og vera með uppistand er að nú er staðið upp og klappað fyrir okkur. Ég hef verið í stjórnmálum í tugi ára, það var gefandi en þetta er annarrar gerðar. Ég átti nú ekki von á þessum viðbrögðum en er þakklátur fyrir þau.“
Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Sjá meira