Úr ráðherrastóli í uppistand Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 13:30 Samstarf Guðna og Jóhannesar hefur verið farsælt. Þeir frumsýna brátt í Iðnó. vísir/ernir Guðni Ágústsson er einn vinsælasti stjórnmálamaður sem þjóðin hefur átt og það að öðrum ólöstuðum. Hann var einkum vinsæll vegna orðheppni sinnar og skemmtilegar tilvitnanir hans um menn og málefni hafa fyrir löngu öðlast sjálfstæða tilveru. „Ætli ég sé ekki meira sem aðstoðarmaður hjá Jóhannesi, en þetta er bara græskulaust gaman. Við segjum skemmtisögur sem eru ekki meiðandi. Ég er í rauninni bara í hlutverki fundastjóra hjá honum. Ég veit nú ekki alveg hvað ég á að segja um tilurðina en hann hefur nú hermt eftir mér í fjölmörg ár og okkur var og er oft ruglað saman,“ segir Guðni um tilurð þess að hann og Jóhannes Kristjánsson settu saman sýninguna Eftirherman og orginalinn, en þeir hafa slegið rækilega í gegn um land allt. Höfuðborgarbúar munu ekki sleppa undan gríninu en þeir félagar munu stíga á svið í Iðnó næstkomandi sunnudag.„Ég stend nú bara á gati yfir þessum viðtökum, við eigum að baki um fjörutíu sýningar og munum hefja leik í Reykjavík næsta sunnudag hér í Iðnó, því sögufræga húsi og það er mikill heiður að því. Ég átti ekki von á því að fyrrverandi ráðherra myndi draga svo marga að.“ Guðni er ekkert feimin við að ræða það hversu oft honum og Jóhannesi var og er ruglað saman. „Það var nú þannig að mamma mín hafði varann á þegar ég hringdi, hún var ekki viss hvort ég væri ég eða Jóhannes á línunni. Margir héldu að við værum skyldir en tengsl okkar eru í tíunda lið, nánara er það nú ekki. Vissulega hafa fjölmargar sögur flogið um okkur þar sem menn voru ekki vissir hvor væri hvað, eftirherman eða orginalinn.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja að Jóhannes Kristjánsson hefur í fjölmörg ár hermt eftir Guðna Ágústssyni og þykir manna bestur í því að umhverfast og breytast í Guðna. „Jóhannes er magnaður, hann algjörlega holdgervist og verður að þeim sem hann hermir eftir. Röddin, hreyfingar og svipir, hann rennur saman við þann sem að hann er að leika. Algjörlega einstakt. Við náum vel saman, erum hnitmiðaðir og orðsins menn. Lífið fer með mann í ýmsar áttir og hverjum hefði dottið það í hug að ég myndi standa upp úr ráðherrastól og enda á sviði sem skemmtikraftur.“ Lífsins leiksvið eru margvísleg og hlutverkin fjölbreytt. Guðni er nú á nýju sviði þar sem áskoranirnar eru af öðru tagi en á sviði stjórnmálanna. „Munurinn á því að vera á þingi og vera með uppistand er að nú er staðið upp og klappað fyrir okkur. Ég hef verið í stjórnmálum í tugi ára, það var gefandi en þetta er annarrar gerðar. Ég átti nú ekki von á þessum viðbrögðum en er þakklátur fyrir þau.“ Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Guðni Ágústsson er einn vinsælasti stjórnmálamaður sem þjóðin hefur átt og það að öðrum ólöstuðum. Hann var einkum vinsæll vegna orðheppni sinnar og skemmtilegar tilvitnanir hans um menn og málefni hafa fyrir löngu öðlast sjálfstæða tilveru. „Ætli ég sé ekki meira sem aðstoðarmaður hjá Jóhannesi, en þetta er bara græskulaust gaman. Við segjum skemmtisögur sem eru ekki meiðandi. Ég er í rauninni bara í hlutverki fundastjóra hjá honum. Ég veit nú ekki alveg hvað ég á að segja um tilurðina en hann hefur nú hermt eftir mér í fjölmörg ár og okkur var og er oft ruglað saman,“ segir Guðni um tilurð þess að hann og Jóhannes Kristjánsson settu saman sýninguna Eftirherman og orginalinn, en þeir hafa slegið rækilega í gegn um land allt. Höfuðborgarbúar munu ekki sleppa undan gríninu en þeir félagar munu stíga á svið í Iðnó næstkomandi sunnudag.„Ég stend nú bara á gati yfir þessum viðtökum, við eigum að baki um fjörutíu sýningar og munum hefja leik í Reykjavík næsta sunnudag hér í Iðnó, því sögufræga húsi og það er mikill heiður að því. Ég átti ekki von á því að fyrrverandi ráðherra myndi draga svo marga að.“ Guðni er ekkert feimin við að ræða það hversu oft honum og Jóhannesi var og er ruglað saman. „Það var nú þannig að mamma mín hafði varann á þegar ég hringdi, hún var ekki viss hvort ég væri ég eða Jóhannes á línunni. Margir héldu að við værum skyldir en tengsl okkar eru í tíunda lið, nánara er það nú ekki. Vissulega hafa fjölmargar sögur flogið um okkur þar sem menn voru ekki vissir hvor væri hvað, eftirherman eða orginalinn.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja að Jóhannes Kristjánsson hefur í fjölmörg ár hermt eftir Guðna Ágústssyni og þykir manna bestur í því að umhverfast og breytast í Guðna. „Jóhannes er magnaður, hann algjörlega holdgervist og verður að þeim sem hann hermir eftir. Röddin, hreyfingar og svipir, hann rennur saman við þann sem að hann er að leika. Algjörlega einstakt. Við náum vel saman, erum hnitmiðaðir og orðsins menn. Lífið fer með mann í ýmsar áttir og hverjum hefði dottið það í hug að ég myndi standa upp úr ráðherrastól og enda á sviði sem skemmtikraftur.“ Lífsins leiksvið eru margvísleg og hlutverkin fjölbreytt. Guðni er nú á nýju sviði þar sem áskoranirnar eru af öðru tagi en á sviði stjórnmálanna. „Munurinn á því að vera á þingi og vera með uppistand er að nú er staðið upp og klappað fyrir okkur. Ég hef verið í stjórnmálum í tugi ára, það var gefandi en þetta er annarrar gerðar. Ég átti nú ekki von á þessum viðbrögðum en er þakklátur fyrir þau.“
Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira