Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Breytingar Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. Fjallað verður ítarlega um þetta mál í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar verðum við líka í beinni útsendingu frá Bessastöðum og förum yfir nýjustu tíðindi stjórnarmyndunarviðræðna. Þá kynnum við okkur hugmyndir Dalamanna sem ætla að gera út á Sturlungaöld með því að búa til gullna söguhringinn.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×