Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögnin fölsuð. Í ljós hefur komið að umfangsmikil ólögleg ættleiðingarstarfsemi átti sér stað á Srí Lanka á þessum tíma. Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir málið áfall fyrir alla sem það snertir, en fjallað verður um það í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar verður líka rýnt í nýja rannsókn sem sýnir að meirihluta foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa þeim lyf og að dæmi eru um að eins árs börn fái svefnlyf fyrir fullorðna.

Þá teljum við byggingarkrana, en fjöldi þeirra hér á landi er í methæðum og nálgast fjöldann árið 2007.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×