Telur málsmeðferð Barnaverndar hafa einkennst af handahófskenndri valdbeitingu Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 23:40 Barnaverndarstofa hefur gert athugasemdir við málsmeðferð í umræddu máli. Fréttablaðið/Pjetur Barnaverndarstofa hefur gert athugasemdir við málsmeðferð í máli þar sem níu mánaða drengur var tekinn af foreldrum sínum og vistaður utan heimilis. Fjallað var ítarlega um málið í fréttaskýringaþættinum Kveiki á RÚV fyrr í kvöld. Aðdragandi málsins er sá að drengurinn sem um ræðir hafði glímt við veikindi og að sögn móður hans datt hann aftur fyrir sig og lenti á hnakkanum skömmu áður en hann átti bókaðan tíma hjá lækni vegna veikindanna. Höggið var talsvert og drengurinn grét mikið. Þá kúgaðist hann og kastaði upp í bifreiðinni á leið á sjúkrahúsið. Móðir drengsins kveðst hafa látið lækni vita af áverkunum í kjölfar sneiðmyndatöku vaknar sá grunur um að drengurinn hafi verið beittur ofbeldi en töluverð heilablæðing fannst vinstra megin í höfðinu og auk þess hafði drengurinn blæðingar í augnbotnum. Vakthafandi læknir sendi þá tilkynningu til Barnaverndar Reykjavíkur og í kjölfar var gripið til ráðstafana á spítalanum, til að mynda var drengurinn færður um set þannig að hann væri í augsýn heilbrigðisstarfsfólks. Eftir nánari læknisskoðun var foreldrum drengsins tilkynnt um að drengurinn yrði tekinn úr umsá þeirra og vistaður á vistheimili meðan á lögreglurannsókn stæði. Þremur mánuðum eftir atvikið fór að bera á andlegri vanlíðan eldri systur drengsins og taldi barnasálfræðingur óumdeilt að vanlíðanina mætti rekja til aðgerða barnaverndaryfirvalda.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.Vísir/ValliMargra mánaða aðskilnaður „illskiljanlegur“ Að sögn móðurinnar bjó fjölskyldan við algjöra óvissu meðan drengurinn var á vistheimilinu og fengu engar upplýsingar um hve löng dvöl hans yrði á heimilinu. Eftir að lögfræðingur fjölskyldunnar hafði þrýst talsvert á barnaverndaryfirvöld kom í ljós að málið væri í biðstöðu vegna lögreglurannsóknar. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, gerir athugasemdir við þessa málsmeðferð og bendir á að barnaverndaryfirvöld hafi sjálfstæðar rannsóknarskyldur sem ættu ekki að taka of langan tíma en á annað borð gætu lögreglurannsóknir tekið talsvert drjúgan tíma, jafnvel heilt ár. Hann bendir jafnframt á að aðskilnaður ungs barns við foreldra í fleiri mánuði væri illskiljanlegur ef gögn málsins bentu ekki til þess að slíkt væri nauðsynlegt. Þá segir Bragi að fjölskyldan hafi ekki átt neina „sögu“, hvorki í réttarkerfinu né heilbrigðiskerfinu og ekki voru til staðar gögn sem bentu til þess að skort hafi á uppeldishæfni foreldranna og þau ekki látin gangast undir slíkt mat.Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur.Móðirin telur valdbeitingu barnaverndaryfirvalda handahófskennda Foreldrar drengsins fengu loks leyfi til þess að færa drenginn af vistheimilinu og í fóstur á heimili ömmu hans og afa. Móðir drengsins telur þó að óeðlilegar og handahófskenndar aðgerðir hafi einkennt ráðstöfunina. Þannig hafi kröfurnar verið hertar, til að mynda var foreldrum drengsins nú óheimilt að fara með hann í eftirlitslausar gönguferðir en slíkt var þeim heimilt á meðan drengurinn dvaldi á vistheimilinu. Þá gerir móðirin athugasemd við það að vistun á heimili ömmu og afa drengsins hafi ekki staðið þeim til boða sem fyrsta úrræði og þannig hafi sú meginregla að stjórnvöld megi ekki beita meiri þvingunarúrræðum en talin eru nauðsynleg verið virt vettugi. Þrátt fyrir að kröfurnar hefðu verið hertar segir móðirin að eftirlit barnaverndaryfirvalda hafi verið í algjöru lágmarki á meðan drengurinn dvaldi hjá föðurforeldrum sínum. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins í þættinum en fullyrti að nefndin tæki athugasemdir frá Barnaverndarstofu alltaf alvarlega. Hún bætti við að barnaverndarstarf væri síður en svo hafið yfir gagnrýni. Bótaskylda viðurkennd vegna annmarka á málinu Hjónin, sem að endingu fengu drenginn aftur í sína umsjá, kvörtuðu til borgarlögmanns og óskuðu eftir viðurkenningu á bótaskyldu vegna annmarka á málsmeðferðinni en þeim kröfum var hafnað á grundvelli þess að frávikin væru ekki alvarleg og að Barnavernd Reykjavíkur hefði ekki sýnt af sér saknæma háttsemi. Eftir að hafa skotið málinu til ríkislögmanns nú í september voru þeim úrskurðaðar bætur að andvirði einnar milljónar króna vegna málsins en með því var fallist á að málsmeðferð lögreglu og Barnaverndarstofu hafi verið ólögmæt, en Barnaverndarstofa samþykkti allar beiðnir Barnaverndar Reykjavíkur um vistun utan heimilis. Nánari umfjöllun um málið má sjá hér. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Barnaverndarstofa hefur gert athugasemdir við málsmeðferð í máli þar sem níu mánaða drengur var tekinn af foreldrum sínum og vistaður utan heimilis. Fjallað var ítarlega um málið í fréttaskýringaþættinum Kveiki á RÚV fyrr í kvöld. Aðdragandi málsins er sá að drengurinn sem um ræðir hafði glímt við veikindi og að sögn móður hans datt hann aftur fyrir sig og lenti á hnakkanum skömmu áður en hann átti bókaðan tíma hjá lækni vegna veikindanna. Höggið var talsvert og drengurinn grét mikið. Þá kúgaðist hann og kastaði upp í bifreiðinni á leið á sjúkrahúsið. Móðir drengsins kveðst hafa látið lækni vita af áverkunum í kjölfar sneiðmyndatöku vaknar sá grunur um að drengurinn hafi verið beittur ofbeldi en töluverð heilablæðing fannst vinstra megin í höfðinu og auk þess hafði drengurinn blæðingar í augnbotnum. Vakthafandi læknir sendi þá tilkynningu til Barnaverndar Reykjavíkur og í kjölfar var gripið til ráðstafana á spítalanum, til að mynda var drengurinn færður um set þannig að hann væri í augsýn heilbrigðisstarfsfólks. Eftir nánari læknisskoðun var foreldrum drengsins tilkynnt um að drengurinn yrði tekinn úr umsá þeirra og vistaður á vistheimili meðan á lögreglurannsókn stæði. Þremur mánuðum eftir atvikið fór að bera á andlegri vanlíðan eldri systur drengsins og taldi barnasálfræðingur óumdeilt að vanlíðanina mætti rekja til aðgerða barnaverndaryfirvalda.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.Vísir/ValliMargra mánaða aðskilnaður „illskiljanlegur“ Að sögn móðurinnar bjó fjölskyldan við algjöra óvissu meðan drengurinn var á vistheimilinu og fengu engar upplýsingar um hve löng dvöl hans yrði á heimilinu. Eftir að lögfræðingur fjölskyldunnar hafði þrýst talsvert á barnaverndaryfirvöld kom í ljós að málið væri í biðstöðu vegna lögreglurannsóknar. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, gerir athugasemdir við þessa málsmeðferð og bendir á að barnaverndaryfirvöld hafi sjálfstæðar rannsóknarskyldur sem ættu ekki að taka of langan tíma en á annað borð gætu lögreglurannsóknir tekið talsvert drjúgan tíma, jafnvel heilt ár. Hann bendir jafnframt á að aðskilnaður ungs barns við foreldra í fleiri mánuði væri illskiljanlegur ef gögn málsins bentu ekki til þess að slíkt væri nauðsynlegt. Þá segir Bragi að fjölskyldan hafi ekki átt neina „sögu“, hvorki í réttarkerfinu né heilbrigðiskerfinu og ekki voru til staðar gögn sem bentu til þess að skort hafi á uppeldishæfni foreldranna og þau ekki látin gangast undir slíkt mat.Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur.Móðirin telur valdbeitingu barnaverndaryfirvalda handahófskennda Foreldrar drengsins fengu loks leyfi til þess að færa drenginn af vistheimilinu og í fóstur á heimili ömmu hans og afa. Móðir drengsins telur þó að óeðlilegar og handahófskenndar aðgerðir hafi einkennt ráðstöfunina. Þannig hafi kröfurnar verið hertar, til að mynda var foreldrum drengsins nú óheimilt að fara með hann í eftirlitslausar gönguferðir en slíkt var þeim heimilt á meðan drengurinn dvaldi á vistheimilinu. Þá gerir móðirin athugasemd við það að vistun á heimili ömmu og afa drengsins hafi ekki staðið þeim til boða sem fyrsta úrræði og þannig hafi sú meginregla að stjórnvöld megi ekki beita meiri þvingunarúrræðum en talin eru nauðsynleg verið virt vettugi. Þrátt fyrir að kröfurnar hefðu verið hertar segir móðirin að eftirlit barnaverndaryfirvalda hafi verið í algjöru lágmarki á meðan drengurinn dvaldi hjá föðurforeldrum sínum. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins í þættinum en fullyrti að nefndin tæki athugasemdir frá Barnaverndarstofu alltaf alvarlega. Hún bætti við að barnaverndarstarf væri síður en svo hafið yfir gagnrýni. Bótaskylda viðurkennd vegna annmarka á málinu Hjónin, sem að endingu fengu drenginn aftur í sína umsjá, kvörtuðu til borgarlögmanns og óskuðu eftir viðurkenningu á bótaskyldu vegna annmarka á málsmeðferðinni en þeim kröfum var hafnað á grundvelli þess að frávikin væru ekki alvarleg og að Barnavernd Reykjavíkur hefði ekki sýnt af sér saknæma háttsemi. Eftir að hafa skotið málinu til ríkislögmanns nú í september voru þeim úrskurðaðar bætur að andvirði einnar milljónar króna vegna málsins en með því var fallist á að málsmeðferð lögreglu og Barnaverndarstofu hafi verið ólögmæt, en Barnaverndarstofa samþykkti allar beiðnir Barnaverndar Reykjavíkur um vistun utan heimilis. Nánari umfjöllun um málið má sjá hér.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira