Innlent

Pottur gleymdist á eldavél í íbúðarhúsnæði

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vísir/Stefán
Eldur kviknaði í íbúð á Miklubraut á sjötta tímanum en Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú þar að störfum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu kviknaði í eftir að pottur gleymdist á eldavél. Vel gekk að slökkva eldinn og er nú unnið að því að reikræsta húsnæðið. 

Á sama tíma fór slökkviliðið í útkall í Hólmgarði í Reykjavík og gekk þeirra slökkvistarf á vettvangi þar líka vel og er verið að reikræsta svæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×