Innlent

Drengurinn er kominn í leitirnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Drengurinn gengur í skóla í Keflavík en býr í Njarðvík.
Drengurinn gengur í skóla í Keflavík en býr í Njarðvík. vísir/stefán
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum leitar að átta ára dreng sem skilaði sér ekki heim eftir skóla í Keflavík í dag. Drengurinn er með Barcelona skólatösku, í blárri úlpu með loðkraga eða í bláum og gulum snjógalla.

Drengurinn er í skóla í Keflavík en býr í Njarðvík. Ef einhver hefur vitneskju um hvar drenginn er að finna er sá hinn sami hvattur til að hafa strax samband við lögregluna á Facebook eða í síma Neyðarlínunnar, 112.

Uppfært klukkan 21:16: Drengurinn sem leitað var að er kominn í leitirnar heill á húfi. Lögreglan þakkar fyrir aðstoðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×