Hik Sjálfstæðismanna kom Þorsteini mikið á óvart Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. október 2017 19:30 Þorsteinn Pálsson formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni segir að fulltrúar allra flokka, nema Sjálfstæðisflokks, hafi lýst stuðningi við að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundinn veiðirétt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks furðar sig á lýsingu Þorsteins á starfi nefndarinnar og segir hana gerða í pólitískum tilgangi. Þverpólítísk sáttanefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi sem skipuð var af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera í maí síðastliðnum átti að skila tillögum í formi lagafrumvarps fyrir 1. desember á þessu ári. Í greinargerð um starf nefndarinnar upplýsir Þorsteinn Pálsson formaður nefndarinnar að þverpólitísk samstaða hafi myndast í nefndinni um gjaldtöku sem grundvallaðist á tímabundnum afnotum veiðiréttar. Allir nefndarmenn hafi verið sammála um þetta nema fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í greinargerðinni segir: „Á fundi nefndarinnar 6. september síðastliðinn ítrekaði ég þá skoðun mína að mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi leit að lausn væri samstaða um að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot auðlindarinnar. Á það gátu allir flokkar fallist nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki var tilbúinn til þess að svo komnu máli.“Tilgangslítið að halda tilraunum áfram Þorsteinn segist hafa greint ráðherra frá því strax í september að tilgangslítið væri að halda áfram tilraunum til samkomulags á meðan Sjálfstæðisflokkurinn opnaði ekki á lausn á grundvelli veiðigjalda fyrir tímabundin afnot. Ein birtingarmynd veiðigjalds fyrir tímabundin afnot eru svokallaðir nýtingarsamningar. „Það kom mér mjög á óvart. Ég taldi þetta algjöra forsendu fyrir því að halda áfram því að aðeins með þessu móti er hægt að ná þessu tvíþætta markmiði að lagareglurnar endurspegli þjóðareignina og að þær stuðli að því að veiðarnar verði þjóðhagslega hagkvæmar,“ segir Þorsteinn. Hann segir að í ljósi sögunnar hafi „hik“ Sjálfstæðismanna komið á óvart. „Það kom mér á óvart að þeir skyldu ekki vera tilbúnir að fallast á þetta því þetta sjónarmið kemur strax fram í áliti auðlindanefndar frá árinu 2000 og Sjálfstæðisflokkurinn féllst á þetta í stjórnarsáttmála árið 2013. Þess vegna kom það virkilega á óvart að það væri eitthvað hik á mönnum núna að viðurkenna þetta,“ segir Þorsteinn. Teitur Björn Einarsson var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Hann furðar sig á uppleggi Þorsteins Pálssonar og segist telja að það sé gert í pólitískum tilgangi þar sem stutt sé í kosningar.visir/ernirFurðar sig á uppleggi Þorsteins Teitur Björn Einarsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni segist furða sig á því að Þorsteinn stilli málum upp með þessum hætti. Hann telur Þorstein gera það í pólitískum tilgangi þar sem stutt sé í kosningar. „Þegar þetta var til umfjöllunar í nefndinni gerði ég skýran fyrirvara um að ég teldi að nefndin væri engan hátt á þeim stað í sinni vinnu að geta afgreitt jafn víðtækt og flókið álitaefni án efnislegrar umfjöllunar eða rökstuðnings eins og raunin var í nefndinni,“ segir Teitur. Útgerðarfyrirtækin hafa barist gegn tilraunum til að breyta lögum um stjórn fiskveiða og hafa viljað standa vörð um kerfið í óbreyttri mynd en hafa samhliða þessu kallað eftir sátt um kerfið. Veiðiheimildir eru ekki varanleg réttindi. Þannig segir í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Þá takmarka lög um samningsveð beinar veðsetningar aflaheimilda. Aflaheimildirnar verða að vera festar við skip og verður skipið að vera andlag veðsetningar. Undirstrikar þetta þá staðreynd að veiðiheimildir eru ekki bein eignarréttindi.Þú telur að það sé einhver vafi á því að löggjafinn geti breytt lögum um stjórn fiskveiða og tekið upp nýtingarsamninga? „Ég held að það þurfi að skoða mjög gaumgæfilega hvaða áhrif það hefði að leggja slíkt til og nefndin var á engan hátt komin á þann stað í sinni vinni að leggja jafn víðtækt álitaefni til grundvallar þeim hugmyndum sem voru uppi,“ Teitur Björn Einarsson. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Þorsteinn Pálsson formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni segir að fulltrúar allra flokka, nema Sjálfstæðisflokks, hafi lýst stuðningi við að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundinn veiðirétt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks furðar sig á lýsingu Þorsteins á starfi nefndarinnar og segir hana gerða í pólitískum tilgangi. Þverpólítísk sáttanefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi sem skipuð var af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera í maí síðastliðnum átti að skila tillögum í formi lagafrumvarps fyrir 1. desember á þessu ári. Í greinargerð um starf nefndarinnar upplýsir Þorsteinn Pálsson formaður nefndarinnar að þverpólitísk samstaða hafi myndast í nefndinni um gjaldtöku sem grundvallaðist á tímabundnum afnotum veiðiréttar. Allir nefndarmenn hafi verið sammála um þetta nema fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í greinargerðinni segir: „Á fundi nefndarinnar 6. september síðastliðinn ítrekaði ég þá skoðun mína að mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi leit að lausn væri samstaða um að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot auðlindarinnar. Á það gátu allir flokkar fallist nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki var tilbúinn til þess að svo komnu máli.“Tilgangslítið að halda tilraunum áfram Þorsteinn segist hafa greint ráðherra frá því strax í september að tilgangslítið væri að halda áfram tilraunum til samkomulags á meðan Sjálfstæðisflokkurinn opnaði ekki á lausn á grundvelli veiðigjalda fyrir tímabundin afnot. Ein birtingarmynd veiðigjalds fyrir tímabundin afnot eru svokallaðir nýtingarsamningar. „Það kom mér mjög á óvart. Ég taldi þetta algjöra forsendu fyrir því að halda áfram því að aðeins með þessu móti er hægt að ná þessu tvíþætta markmiði að lagareglurnar endurspegli þjóðareignina og að þær stuðli að því að veiðarnar verði þjóðhagslega hagkvæmar,“ segir Þorsteinn. Hann segir að í ljósi sögunnar hafi „hik“ Sjálfstæðismanna komið á óvart. „Það kom mér á óvart að þeir skyldu ekki vera tilbúnir að fallast á þetta því þetta sjónarmið kemur strax fram í áliti auðlindanefndar frá árinu 2000 og Sjálfstæðisflokkurinn féllst á þetta í stjórnarsáttmála árið 2013. Þess vegna kom það virkilega á óvart að það væri eitthvað hik á mönnum núna að viðurkenna þetta,“ segir Þorsteinn. Teitur Björn Einarsson var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Hann furðar sig á uppleggi Þorsteins Pálssonar og segist telja að það sé gert í pólitískum tilgangi þar sem stutt sé í kosningar.visir/ernirFurðar sig á uppleggi Þorsteins Teitur Björn Einarsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni segist furða sig á því að Þorsteinn stilli málum upp með þessum hætti. Hann telur Þorstein gera það í pólitískum tilgangi þar sem stutt sé í kosningar. „Þegar þetta var til umfjöllunar í nefndinni gerði ég skýran fyrirvara um að ég teldi að nefndin væri engan hátt á þeim stað í sinni vinnu að geta afgreitt jafn víðtækt og flókið álitaefni án efnislegrar umfjöllunar eða rökstuðnings eins og raunin var í nefndinni,“ segir Teitur. Útgerðarfyrirtækin hafa barist gegn tilraunum til að breyta lögum um stjórn fiskveiða og hafa viljað standa vörð um kerfið í óbreyttri mynd en hafa samhliða þessu kallað eftir sátt um kerfið. Veiðiheimildir eru ekki varanleg réttindi. Þannig segir í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Þá takmarka lög um samningsveð beinar veðsetningar aflaheimilda. Aflaheimildirnar verða að vera festar við skip og verður skipið að vera andlag veðsetningar. Undirstrikar þetta þá staðreynd að veiðiheimildir eru ekki bein eignarréttindi.Þú telur að það sé einhver vafi á því að löggjafinn geti breytt lögum um stjórn fiskveiða og tekið upp nýtingarsamninga? „Ég held að það þurfi að skoða mjög gaumgæfilega hvaða áhrif það hefði að leggja slíkt til og nefndin var á engan hátt komin á þann stað í sinni vinni að leggja jafn víðtækt álitaefni til grundvallar þeim hugmyndum sem voru uppi,“ Teitur Björn Einarsson.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira