Vaxtalækkun, peningar og hagstæðari leiga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2017 20:00 Tæp vika er til kosninga og er því ekki úr vegi að rýna í húsnæðisstefnur flokkanna. Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað aðgreinir þá? Flestir telja að vaxtalækkun sé brýn og telja nokkrir að afnám húsnæðisliðarins úr vísitölunni sé leið að markmiðinu. Þá eru sumir sem vilja færa fólki peninga fyrir útborgun en aðrir eru á móti því. Allir flokkar telja mikilvægt að auka framboð íbúða til þess að mæta umframeftirspurn. Samfylkingin vill láta byggja fimm þúsund almennar- og námsmannaíbúðir en Viðreisn vill fylgja húsnæðissáttmálanum sem var samþykktur í vor og gerir ráð fyrir uppbyggingu 7.200 íbúða. Flestir flokkar nefna vaxtalækkanir. Til að ná markmiðinu leggur Viðreisn áherslu á stöðugleika krónunnar með upptöku myntráðs. Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins vilja hins vegar ná húsnæðisverði úr neysluvísitölunni. Þá eru Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins einnig sammála um að draga eigi úr vægi verðtryggingar á húsnæðislánum eða afnema hana alfarið. Samfylkingin og Framsókn skera sig frá öðrum að því leyti að flokkarnir hafa kynnt sértækar aðgerðir sem eiga að færa fólki peninga fyrir útborgun. Samfylking vill fyrirframgreiða tvær til þrjár milljónir króna í vaxtabætur en Framsókn vill hins vegar fara svissnesku leiðina. Þá gæti fólk tekið út iðgjald sem það hefur greitt í lífeyrissjóð og nýtt sem útborgun í íbúð. Fjárhæðin yrði án afborgana og vaxtalaus en við sölu yrði henni skilað aftur til lífeyrissjóðsins. Björt Framtíð telur hins vegar að aðgerðir sem þessar komi til með að hækka húsnæðisverð enn frekar og leggur því megináherslu á framboðshliðina. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkur vilja áfram nýta skattfrjálsan séreignasparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Þá vill Viðreisn jafnframt leyfa þeim sem ekki hafa átt íbúð í þrjú ár að nota úrræðið. Píratar leggja ólíkt öðrum megináherslu á fjármögnun bygginga til langtímaleigu og telja að ríkið eigi að styðja við leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Lækka þurfi leiguverð til þess að fólk geti safnað fyrir húsnæði. Kosningar 2017 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Tæp vika er til kosninga og er því ekki úr vegi að rýna í húsnæðisstefnur flokkanna. Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað aðgreinir þá? Flestir telja að vaxtalækkun sé brýn og telja nokkrir að afnám húsnæðisliðarins úr vísitölunni sé leið að markmiðinu. Þá eru sumir sem vilja færa fólki peninga fyrir útborgun en aðrir eru á móti því. Allir flokkar telja mikilvægt að auka framboð íbúða til þess að mæta umframeftirspurn. Samfylkingin vill láta byggja fimm þúsund almennar- og námsmannaíbúðir en Viðreisn vill fylgja húsnæðissáttmálanum sem var samþykktur í vor og gerir ráð fyrir uppbyggingu 7.200 íbúða. Flestir flokkar nefna vaxtalækkanir. Til að ná markmiðinu leggur Viðreisn áherslu á stöðugleika krónunnar með upptöku myntráðs. Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins vilja hins vegar ná húsnæðisverði úr neysluvísitölunni. Þá eru Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins einnig sammála um að draga eigi úr vægi verðtryggingar á húsnæðislánum eða afnema hana alfarið. Samfylkingin og Framsókn skera sig frá öðrum að því leyti að flokkarnir hafa kynnt sértækar aðgerðir sem eiga að færa fólki peninga fyrir útborgun. Samfylking vill fyrirframgreiða tvær til þrjár milljónir króna í vaxtabætur en Framsókn vill hins vegar fara svissnesku leiðina. Þá gæti fólk tekið út iðgjald sem það hefur greitt í lífeyrissjóð og nýtt sem útborgun í íbúð. Fjárhæðin yrði án afborgana og vaxtalaus en við sölu yrði henni skilað aftur til lífeyrissjóðsins. Björt Framtíð telur hins vegar að aðgerðir sem þessar komi til með að hækka húsnæðisverð enn frekar og leggur því megináherslu á framboðshliðina. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkur vilja áfram nýta skattfrjálsan séreignasparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Þá vill Viðreisn jafnframt leyfa þeim sem ekki hafa átt íbúð í þrjú ár að nota úrræðið. Píratar leggja ólíkt öðrum megináherslu á fjármögnun bygginga til langtímaleigu og telja að ríkið eigi að styðja við leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Lækka þurfi leiguverð til þess að fólk geti safnað fyrir húsnæði.
Kosningar 2017 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira