Þurfa að fara í aðgerð og fá nýja augasteina eftir tappaslysin Haraldur Guðmundsson skrifar 23. október 2017 06:00 Þóra Björg Ingimundardóttir hefur misst úr skóla eftir að tappi af Flóridana-ávaxtasafaflösku skaust í auga hennar í lok ágúst. vísir/stefán Skipta þarf um augasteina í átján ára konu og þrítugum karlmanni sem hlutu alvarlega áverka þegar tappar af Floridana-ávaxtasafaflöskum skutust í augu þeirra í lok ágúst. Læknar hafa sagt stúlkunni að óvíst sé að hún fái 100 prósent sjón, enda séu dreifðar skemmdir í sjónhimnu, og maðurinn þarf að gangast undir sína aðra aðgerð á næstu mánuðum. „Við erum í hálfgerðri biðstöðu og þurfum að sjá hvort sjónin lagast. Í þrjár vikur eftir slysið sá hún ekkert með hægra auganu og fékk síðan 30 prósent sjón og er komin upp í 60 prósent,“ segir Oddný Sigrún Magnúsdóttir, móðir Þóru Bjargar Ingimundardóttur. Ölgerðin, framleiðandi ávaxtasafanna, hefur harmað atvikin sem komu upp eftir að yfirþrýstingur myndaðist í plastflöskum af Floridana með þeim afleiðingum að margir tilkynntu um að tappar hefðu skotist af með miklum krafti. Fyrirtækið innkallaði vöruna í kjölfarið en hóf í byrjun október sölu á henni á ný en með nýjum töppum með afloftunarraufum. „Ég er búin að vera í sambandi við Ölgerðina út af þessu máli. Ég gerði þeim grein fyrir því að þetta færi til lögfræðings af okkar hálfu þar sem þetta væri sýnilega ekki mál sem myndi jafna sig að fullu,“ segir Oddný og bætir við að dóttir hennar hafi misst mikið úr skóla. Þá sé beinn útlagður kostnaður vegna ástands hennar talsverður og útlit fyrir að Þóra Björg fari ekki í aðgerð fyrr en að jólaprófum loknum. „Hún reynir hvað hún getur en þarf oft að labba út úr tíma því þetta er álag á augað sem veldur höfuðverk. Verslunarskólinn á mikið hrós skilið fyrir þann skilning sem henni hefur verið sýndur. Fyrst var talað um að hún þyrfti að fara í aðgerð á bæði fremri og aftari hólfum augans en það er allavega ljóst núna að það þarf að skipta um augastein. Það val þarf að vanda vel því hún er jú einungis átján ára og það er vel þekkt að gerviaugasteinar hafa ákveðinn líftíma,“ segir Oddný. Svavar Þór Georgsson þurfti að undirgangast aðgerð á hægra auga eftir sambærilegt atvik sem hann lýsti sem myndarlegu rothöggi. Við það fékk hann skurð á augað og blæddi inn á það. „Staðan er ekki góð eins og gefur að skilja. Ég er ennþá með takmarkaða sjón á auganu og þarf að gangast undir aðra aðgerð. Það þarf að skipta um augastein og það eru enn svartir deplar á sjónhimnunni og töluverður munur á sjóninni sem var fullkomin fyrir slysið. Ég hef stundað veiðimennsku og skotfimi og þetta hefur aftrað mér í öllum áhugamálum og vinnu. Málið er enn hjá lögfræðingi mínum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50 Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Skipta þarf um augasteina í átján ára konu og þrítugum karlmanni sem hlutu alvarlega áverka þegar tappar af Floridana-ávaxtasafaflöskum skutust í augu þeirra í lok ágúst. Læknar hafa sagt stúlkunni að óvíst sé að hún fái 100 prósent sjón, enda séu dreifðar skemmdir í sjónhimnu, og maðurinn þarf að gangast undir sína aðra aðgerð á næstu mánuðum. „Við erum í hálfgerðri biðstöðu og þurfum að sjá hvort sjónin lagast. Í þrjár vikur eftir slysið sá hún ekkert með hægra auganu og fékk síðan 30 prósent sjón og er komin upp í 60 prósent,“ segir Oddný Sigrún Magnúsdóttir, móðir Þóru Bjargar Ingimundardóttur. Ölgerðin, framleiðandi ávaxtasafanna, hefur harmað atvikin sem komu upp eftir að yfirþrýstingur myndaðist í plastflöskum af Floridana með þeim afleiðingum að margir tilkynntu um að tappar hefðu skotist af með miklum krafti. Fyrirtækið innkallaði vöruna í kjölfarið en hóf í byrjun október sölu á henni á ný en með nýjum töppum með afloftunarraufum. „Ég er búin að vera í sambandi við Ölgerðina út af þessu máli. Ég gerði þeim grein fyrir því að þetta færi til lögfræðings af okkar hálfu þar sem þetta væri sýnilega ekki mál sem myndi jafna sig að fullu,“ segir Oddný og bætir við að dóttir hennar hafi misst mikið úr skóla. Þá sé beinn útlagður kostnaður vegna ástands hennar talsverður og útlit fyrir að Þóra Björg fari ekki í aðgerð fyrr en að jólaprófum loknum. „Hún reynir hvað hún getur en þarf oft að labba út úr tíma því þetta er álag á augað sem veldur höfuðverk. Verslunarskólinn á mikið hrós skilið fyrir þann skilning sem henni hefur verið sýndur. Fyrst var talað um að hún þyrfti að fara í aðgerð á bæði fremri og aftari hólfum augans en það er allavega ljóst núna að það þarf að skipta um augastein. Það val þarf að vanda vel því hún er jú einungis átján ára og það er vel þekkt að gerviaugasteinar hafa ákveðinn líftíma,“ segir Oddný. Svavar Þór Georgsson þurfti að undirgangast aðgerð á hægra auga eftir sambærilegt atvik sem hann lýsti sem myndarlegu rothöggi. Við það fékk hann skurð á augað og blæddi inn á það. „Staðan er ekki góð eins og gefur að skilja. Ég er ennþá með takmarkaða sjón á auganu og þarf að gangast undir aðra aðgerð. Það þarf að skipta um augastein og það eru enn svartir deplar á sjónhimnunni og töluverður munur á sjóninni sem var fullkomin fyrir slysið. Ég hef stundað veiðimennsku og skotfimi og þetta hefur aftrað mér í öllum áhugamálum og vinnu. Málið er enn hjá lögfræðingi mínum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50 Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50
Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00