Þurfa að fara í aðgerð og fá nýja augasteina eftir tappaslysin Haraldur Guðmundsson skrifar 23. október 2017 06:00 Þóra Björg Ingimundardóttir hefur misst úr skóla eftir að tappi af Flóridana-ávaxtasafaflösku skaust í auga hennar í lok ágúst. vísir/stefán Skipta þarf um augasteina í átján ára konu og þrítugum karlmanni sem hlutu alvarlega áverka þegar tappar af Floridana-ávaxtasafaflöskum skutust í augu þeirra í lok ágúst. Læknar hafa sagt stúlkunni að óvíst sé að hún fái 100 prósent sjón, enda séu dreifðar skemmdir í sjónhimnu, og maðurinn þarf að gangast undir sína aðra aðgerð á næstu mánuðum. „Við erum í hálfgerðri biðstöðu og þurfum að sjá hvort sjónin lagast. Í þrjár vikur eftir slysið sá hún ekkert með hægra auganu og fékk síðan 30 prósent sjón og er komin upp í 60 prósent,“ segir Oddný Sigrún Magnúsdóttir, móðir Þóru Bjargar Ingimundardóttur. Ölgerðin, framleiðandi ávaxtasafanna, hefur harmað atvikin sem komu upp eftir að yfirþrýstingur myndaðist í plastflöskum af Floridana með þeim afleiðingum að margir tilkynntu um að tappar hefðu skotist af með miklum krafti. Fyrirtækið innkallaði vöruna í kjölfarið en hóf í byrjun október sölu á henni á ný en með nýjum töppum með afloftunarraufum. „Ég er búin að vera í sambandi við Ölgerðina út af þessu máli. Ég gerði þeim grein fyrir því að þetta færi til lögfræðings af okkar hálfu þar sem þetta væri sýnilega ekki mál sem myndi jafna sig að fullu,“ segir Oddný og bætir við að dóttir hennar hafi misst mikið úr skóla. Þá sé beinn útlagður kostnaður vegna ástands hennar talsverður og útlit fyrir að Þóra Björg fari ekki í aðgerð fyrr en að jólaprófum loknum. „Hún reynir hvað hún getur en þarf oft að labba út úr tíma því þetta er álag á augað sem veldur höfuðverk. Verslunarskólinn á mikið hrós skilið fyrir þann skilning sem henni hefur verið sýndur. Fyrst var talað um að hún þyrfti að fara í aðgerð á bæði fremri og aftari hólfum augans en það er allavega ljóst núna að það þarf að skipta um augastein. Það val þarf að vanda vel því hún er jú einungis átján ára og það er vel þekkt að gerviaugasteinar hafa ákveðinn líftíma,“ segir Oddný. Svavar Þór Georgsson þurfti að undirgangast aðgerð á hægra auga eftir sambærilegt atvik sem hann lýsti sem myndarlegu rothöggi. Við það fékk hann skurð á augað og blæddi inn á það. „Staðan er ekki góð eins og gefur að skilja. Ég er ennþá með takmarkaða sjón á auganu og þarf að gangast undir aðra aðgerð. Það þarf að skipta um augastein og það eru enn svartir deplar á sjónhimnunni og töluverður munur á sjóninni sem var fullkomin fyrir slysið. Ég hef stundað veiðimennsku og skotfimi og þetta hefur aftrað mér í öllum áhugamálum og vinnu. Málið er enn hjá lögfræðingi mínum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50 Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Skipta þarf um augasteina í átján ára konu og þrítugum karlmanni sem hlutu alvarlega áverka þegar tappar af Floridana-ávaxtasafaflöskum skutust í augu þeirra í lok ágúst. Læknar hafa sagt stúlkunni að óvíst sé að hún fái 100 prósent sjón, enda séu dreifðar skemmdir í sjónhimnu, og maðurinn þarf að gangast undir sína aðra aðgerð á næstu mánuðum. „Við erum í hálfgerðri biðstöðu og þurfum að sjá hvort sjónin lagast. Í þrjár vikur eftir slysið sá hún ekkert með hægra auganu og fékk síðan 30 prósent sjón og er komin upp í 60 prósent,“ segir Oddný Sigrún Magnúsdóttir, móðir Þóru Bjargar Ingimundardóttur. Ölgerðin, framleiðandi ávaxtasafanna, hefur harmað atvikin sem komu upp eftir að yfirþrýstingur myndaðist í plastflöskum af Floridana með þeim afleiðingum að margir tilkynntu um að tappar hefðu skotist af með miklum krafti. Fyrirtækið innkallaði vöruna í kjölfarið en hóf í byrjun október sölu á henni á ný en með nýjum töppum með afloftunarraufum. „Ég er búin að vera í sambandi við Ölgerðina út af þessu máli. Ég gerði þeim grein fyrir því að þetta færi til lögfræðings af okkar hálfu þar sem þetta væri sýnilega ekki mál sem myndi jafna sig að fullu,“ segir Oddný og bætir við að dóttir hennar hafi misst mikið úr skóla. Þá sé beinn útlagður kostnaður vegna ástands hennar talsverður og útlit fyrir að Þóra Björg fari ekki í aðgerð fyrr en að jólaprófum loknum. „Hún reynir hvað hún getur en þarf oft að labba út úr tíma því þetta er álag á augað sem veldur höfuðverk. Verslunarskólinn á mikið hrós skilið fyrir þann skilning sem henni hefur verið sýndur. Fyrst var talað um að hún þyrfti að fara í aðgerð á bæði fremri og aftari hólfum augans en það er allavega ljóst núna að það þarf að skipta um augastein. Það val þarf að vanda vel því hún er jú einungis átján ára og það er vel þekkt að gerviaugasteinar hafa ákveðinn líftíma,“ segir Oddný. Svavar Þór Georgsson þurfti að undirgangast aðgerð á hægra auga eftir sambærilegt atvik sem hann lýsti sem myndarlegu rothöggi. Við það fékk hann skurð á augað og blæddi inn á það. „Staðan er ekki góð eins og gefur að skilja. Ég er ennþá með takmarkaða sjón á auganu og þarf að gangast undir aðra aðgerð. Það þarf að skipta um augastein og það eru enn svartir deplar á sjónhimnunni og töluverður munur á sjóninni sem var fullkomin fyrir slysið. Ég hef stundað veiðimennsku og skotfimi og þetta hefur aftrað mér í öllum áhugamálum og vinnu. Málið er enn hjá lögfræðingi mínum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50 Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50
Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00