Tætum og tryllum og týrólateknó Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. október 2017 10:00 Daddi Disco veigrar sér ekki við að spila Sódóma fyrir skíðafólkið. Daddi Guðbergsson eða Daddi Disco ætlar að fara með hóp fólks í „Après-ski“ gleðiferð til bæjarins Madonna di Campiglio, en það er skíðaferð með áherslu á eftirskíðastemminguna. Daddi ætti að þekkja stemminguna vel – enda hefur hann ekki bara skíðað um alla Evrópu heldur skellt sér níu sinnum til Madonna Di Campiglio. „Eftirskíðastemmingin er eitthvað sem kannski hefur aldrei tíðkast á Íslandi en er stór hluti upplifunarinnar í skíðaferðum í Evrópu. Þegar maður fer að skila sér úr fjallinu þá eru ákveðnir barir sem kallaðir eru „Après-ski“ barir og bjóða upp á ákveðna drykki – Jägerbomb, kakó með rommi og hitt og þetta. Þar ómar týrólateknóið alveg hreint.“ Konungur týrólateknósins er auðvitað sjálfur DJ Ötzi en tónlist hans er nánast sérstaklega gerð fyrir þessar aðstæður. „Fólk er búið að renna sér í heilan dag, rjótt í kinnum og alveg í frábæru skapi – þá myndast svo skemmtileg stemming. Fólk er bara í skíðaklossunum náttúrulega. Það er ekkert sóðalegt eða ósiðlegt við þetta, bara fólk að gera sér glaðan dag. Fólk dettur í gírinn upp úr fjögur og klukkan svona sjö fer að dofna yfir þessu. Allir fara heim á hótel og snemma að sofa. Þetta er hið fullkomna síðdegi eftir krefjandi dag í fjallinu.“Íslendingarnir munu verða í góðum fíling þegar Daddi setur Sódómu á fóninn á eftirskíða-barnum Jumper.Hvernig mun þín íslenska útgáfa af þessari stemmingu vera? „Það sem gerist þegar Íslendingar koma saman á erlendri grund er að það er grunnt á því að vilja fá að heyra sitt uppáhalds frá Íslandi. Við ætlum kannski ekki bara að spila íslenska tónlist – en það verður kannski aðeins minna af DJ Ötzi og meira af íslenskri púkamúsík. Ég spila auðvitað bara þá tónlist sem kemur Íslendingum og öðrum í gírinn og lauma þá inn einu og einu íslensku – það er allt í lagi að skoða það hvað gerist þegar Sódóma er tekin og allir í skíðaklossunum. Þarna gæti orðið eitthvert nýtt trend, Tætum og tryllum gæti orðið órjúfanlegur hluti af stemmingunni í fjöllunum í Týról.“Sérstök upphitun verður haldin á morgun á Nora Magasín við Austurvöll. „Fólk þarf að undirbúa sig andlega og láta eins og það sé að koma rautt í kinnum og uppfullt af súrefni beint úr fjallinu. Þarna verður boðið upp á Apérol Sprits – sem sumir tengja við sól og sumar en núna tengist það sól og vetri sterkum böndum og er vinsælasti drykkurinn í fjallinu. Síðan er það tónlistin sem ræður ríkjum og við spilum okkar útgáfu af týrólapartíinu. Þeir sem hafa upplifað „Aprés-ski“ stemmingu verða ekki sviknir.“ Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Daddi Guðbergsson eða Daddi Disco ætlar að fara með hóp fólks í „Après-ski“ gleðiferð til bæjarins Madonna di Campiglio, en það er skíðaferð með áherslu á eftirskíðastemminguna. Daddi ætti að þekkja stemminguna vel – enda hefur hann ekki bara skíðað um alla Evrópu heldur skellt sér níu sinnum til Madonna Di Campiglio. „Eftirskíðastemmingin er eitthvað sem kannski hefur aldrei tíðkast á Íslandi en er stór hluti upplifunarinnar í skíðaferðum í Evrópu. Þegar maður fer að skila sér úr fjallinu þá eru ákveðnir barir sem kallaðir eru „Après-ski“ barir og bjóða upp á ákveðna drykki – Jägerbomb, kakó með rommi og hitt og þetta. Þar ómar týrólateknóið alveg hreint.“ Konungur týrólateknósins er auðvitað sjálfur DJ Ötzi en tónlist hans er nánast sérstaklega gerð fyrir þessar aðstæður. „Fólk er búið að renna sér í heilan dag, rjótt í kinnum og alveg í frábæru skapi – þá myndast svo skemmtileg stemming. Fólk er bara í skíðaklossunum náttúrulega. Það er ekkert sóðalegt eða ósiðlegt við þetta, bara fólk að gera sér glaðan dag. Fólk dettur í gírinn upp úr fjögur og klukkan svona sjö fer að dofna yfir þessu. Allir fara heim á hótel og snemma að sofa. Þetta er hið fullkomna síðdegi eftir krefjandi dag í fjallinu.“Íslendingarnir munu verða í góðum fíling þegar Daddi setur Sódómu á fóninn á eftirskíða-barnum Jumper.Hvernig mun þín íslenska útgáfa af þessari stemmingu vera? „Það sem gerist þegar Íslendingar koma saman á erlendri grund er að það er grunnt á því að vilja fá að heyra sitt uppáhalds frá Íslandi. Við ætlum kannski ekki bara að spila íslenska tónlist – en það verður kannski aðeins minna af DJ Ötzi og meira af íslenskri púkamúsík. Ég spila auðvitað bara þá tónlist sem kemur Íslendingum og öðrum í gírinn og lauma þá inn einu og einu íslensku – það er allt í lagi að skoða það hvað gerist þegar Sódóma er tekin og allir í skíðaklossunum. Þarna gæti orðið eitthvert nýtt trend, Tætum og tryllum gæti orðið órjúfanlegur hluti af stemmingunni í fjöllunum í Týról.“Sérstök upphitun verður haldin á morgun á Nora Magasín við Austurvöll. „Fólk þarf að undirbúa sig andlega og láta eins og það sé að koma rautt í kinnum og uppfullt af súrefni beint úr fjallinu. Þarna verður boðið upp á Apérol Sprits – sem sumir tengja við sól og sumar en núna tengist það sól og vetri sterkum böndum og er vinsælasti drykkurinn í fjallinu. Síðan er það tónlistin sem ræður ríkjum og við spilum okkar útgáfu af týrólapartíinu. Þeir sem hafa upplifað „Aprés-ski“ stemmingu verða ekki sviknir.“
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira