Innlent

Harður á­rekstur við gatna­mót Kringlu­mýrar­brautar og Lauga­vegs

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lítil meiðsl eru talin hafa orðið á fólki.
Lítil meiðsl eru talin hafa orðið á fólki. Vísir/Eyþór
Harður árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs á sjöunda tímanum í kvöld. Lítil meiðsl eru talin hafa orðið á fólki.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að bifreiðar hafi skollið saman. Um hafi verið að ræða harðan árekstur og verið sé að flytja fólk á slysadeild. Meiðsl eru þó talin smávægileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×