Innlent

Velti bílnum og var óviðræðuhæf þegar lögregla kom á vettvang

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lögreglu barst tilkynning um bílveltu á Hafravatnsvegi og var ökumaður bifreiðarinnar sagður vera að fara fótgangandi af vettvangi.
Lögreglu barst tilkynning um bílveltu á Hafravatnsvegi og var ökumaður bifreiðarinnar sagður vera að fara fótgangandi af vettvangi. Vísir/Eyþór
Lögreglu barst tilkynning rétt fyrir hádegi í dag um bílveltu á hafravatnsvegi. Ökumaður bifreiðarinnar var sagður vera að fara fótgangandi af vettvangi. Þegar lögregla og sjúkralið kom á vettvang var ökumaður bifreiðarinnar, kvenmaður, í talsvert annarlegu ástandi sökum áfengis- og vímuefnaneyslu.

Eftir skoðun á slysadeild Landspítalans í Fossvogi var konan vistuð í fangageymslu þar sem hún var með öllu óviðræðuhæf sökum ástands. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður konan yfirheyrð þegar víman rennur af henni. 

Um klukkan 11 var tilkynnt um þjófnað á veitingastað í Reykjavík og skömmu eftir hádegi var tilkynnt um þjófnað á vörum úr verslun í Breiðholti. Kvenmaður var handtekin á vettvangi vegna málsins og var hún í framhaldi færð til skýrslutöku á lögreglustöð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×