Innlent

Samgöngustofa breytir verklagi á forskráningum nýrra bíla

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Miklar tafir á forskráningu bíla fyrri hluta árs komu sér verulega illa fyrir bílaumboð, bílaleigur og einstaklinga
Miklar tafir á forskráningu bíla fyrri hluta árs komu sér verulega illa fyrir bílaumboð, bílaleigur og einstaklinga Vísir/Eyþór
Samgöngustofa hefur gert breytingar á verklagi er snýr að forskráningum nýrra bíla. Samgöngustofa felur nú bílaumboðum að sá um forskráningar nýrra bíla sem á að skapa mikla hagræðingu fyrir bílaumboðin og Samgöngustofu og flýta fyrir öllu ferli við skráningu. Breytingarnar taka gildi í byrjun næsta árs.

Miklar tafir voru í forskráningu bíla á fyrri hluta ársins. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu kom þetta sér verulega illa fyrir bílaumboð, bílaleigur og einstaklinga þar sem tafir í skráningum gátu farið uppí allt að þrjár vikur.

Bílgreinasambandið átti nokkrar fundi með Samgöngustofu vegna málsins þar sem hagur allra var að finna lausn á þessum töfum. Samgöngustofa gerði ákveðna breytingar innandyra svo að þessi mál komust í viðunandi horf en áfram var unnið að varanlegri lausn til að forða því að viðlíka ástand geti komið upp að nýju. Segir í tilkynningunni:

„Bílgreinasambandið fagnar þessum aðgerðum Samgöngustofu og sér frammá mun einfaldara og skilvirkara ferli við skráningu nýrra bíla.“

Samgöngustofa hefur breytt sínum kerfum þannig að bílaumboðin geta frá og með 20. janúar næstkomandi geta bílaumboðin forskráð bíla sjálf, undir eftirliti Samgöngustofu. Breytingarnar munu flýta fyrir skráningu á nýjum bílum og létta á Samgöngustofu sem mun þó áfram sjá um skráningar einkabifreiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×