Heimilislausir þjófar herja á Laugarneshverfi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. október 2017 06:00 Lögreglan hefur haft afskipti af parinu sem herjað hefur á íbúa Laugarneshverfis. Íbúar eru hvattir til að læsa hurðum og hafa augun opin fyrir grunsamlegum mannaferðum. Myndin tengist efni fréttar ekki. vísir/Ernir Ungt heimilislaust par er grunað um röð innbrota og þjófnaðarmála í Laugarneshverfi í Reykjavík í vikunni og hafa margir íbúar í hverfinu verulegar áhyggjur. Lögreglan hefur haft ítrekuð afskipti af parinu og bíður þess að það brjóti af sér aftur svo skilyrði síbrotagæslu verði uppfyllt. Þangað til þurfa íbúar að hafa augun opin og dyrnar læstar. „Það er bylgja í innbrotum þarna og okkur grunar að megnið af þeim tengist þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir lögregluna fylgjast náið með gangi mála. „Við erum með þau í gjörgæslu. Þau þurfa að fá ákveðið mörg brot á sig til að hægt sé að setja þau í síbrotagæslu og við erum að vinna í þessu. Vonandi náum við innan tíðar að klára þetta.“Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Nokkur umræða hefur skapast um innbrotafaraldurinn í Facebook-hópi íbúa í hverfinu þar sem þolendur þjófaparsins greina frá raunum sínum. Þar gefur að líta frásagnir af stolnum bíl, innbrotum í bíla, innbrotum í bílskúra og heimili þar sem verðmætum er stolið. Jóhann Karl segir að brotist hafi verið inn í fyrirtæki sömuleiðis. Greina má áhyggjur og ótta meðal margra íbúa sem þar taka til máls en líka samúð með ógæfu og aðstæðum parsins sem þurfi fyrst og fremst á úrræðum og aðstoð að halda. Jóhann Karl staðfestir að hið unga par sé heimilislaust og glími við geðræn vandkvæði. Hann segir mál sem þessi taka tíma og til að koma þeim í síbrotagæslu þurfi einstaklingar að brjóta nokkrum sinnum af sér. „Við getum tekið þau úr umferð einn dag til yfirheyrslu en síðan fara þau út og koma aftur inn. Síbrotagæsla er úrræði til að geta látið fólk, sem getur ekki gengið laust vegna þess að það er alltaf að brjóta af sér, sitja inni þar til dómar falla í málinu.“ Það eina sem íbúar hverfisins geti í raun gert sé að gæta þess að læsa að sér og hafa augun opin fyrir grunsamlegum mannaferðum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Ungt heimilislaust par er grunað um röð innbrota og þjófnaðarmála í Laugarneshverfi í Reykjavík í vikunni og hafa margir íbúar í hverfinu verulegar áhyggjur. Lögreglan hefur haft ítrekuð afskipti af parinu og bíður þess að það brjóti af sér aftur svo skilyrði síbrotagæslu verði uppfyllt. Þangað til þurfa íbúar að hafa augun opin og dyrnar læstar. „Það er bylgja í innbrotum þarna og okkur grunar að megnið af þeim tengist þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir lögregluna fylgjast náið með gangi mála. „Við erum með þau í gjörgæslu. Þau þurfa að fá ákveðið mörg brot á sig til að hægt sé að setja þau í síbrotagæslu og við erum að vinna í þessu. Vonandi náum við innan tíðar að klára þetta.“Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Nokkur umræða hefur skapast um innbrotafaraldurinn í Facebook-hópi íbúa í hverfinu þar sem þolendur þjófaparsins greina frá raunum sínum. Þar gefur að líta frásagnir af stolnum bíl, innbrotum í bíla, innbrotum í bílskúra og heimili þar sem verðmætum er stolið. Jóhann Karl segir að brotist hafi verið inn í fyrirtæki sömuleiðis. Greina má áhyggjur og ótta meðal margra íbúa sem þar taka til máls en líka samúð með ógæfu og aðstæðum parsins sem þurfi fyrst og fremst á úrræðum og aðstoð að halda. Jóhann Karl staðfestir að hið unga par sé heimilislaust og glími við geðræn vandkvæði. Hann segir mál sem þessi taka tíma og til að koma þeim í síbrotagæslu þurfi einstaklingar að brjóta nokkrum sinnum af sér. „Við getum tekið þau úr umferð einn dag til yfirheyrslu en síðan fara þau út og koma aftur inn. Síbrotagæsla er úrræði til að geta látið fólk, sem getur ekki gengið laust vegna þess að það er alltaf að brjóta af sér, sitja inni þar til dómar falla í málinu.“ Það eina sem íbúar hverfisins geti í raun gert sé að gæta þess að læsa að sér og hafa augun opin fyrir grunsamlegum mannaferðum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira