Heimilislausir þjófar herja á Laugarneshverfi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. október 2017 06:00 Lögreglan hefur haft afskipti af parinu sem herjað hefur á íbúa Laugarneshverfis. Íbúar eru hvattir til að læsa hurðum og hafa augun opin fyrir grunsamlegum mannaferðum. Myndin tengist efni fréttar ekki. vísir/Ernir Ungt heimilislaust par er grunað um röð innbrota og þjófnaðarmála í Laugarneshverfi í Reykjavík í vikunni og hafa margir íbúar í hverfinu verulegar áhyggjur. Lögreglan hefur haft ítrekuð afskipti af parinu og bíður þess að það brjóti af sér aftur svo skilyrði síbrotagæslu verði uppfyllt. Þangað til þurfa íbúar að hafa augun opin og dyrnar læstar. „Það er bylgja í innbrotum þarna og okkur grunar að megnið af þeim tengist þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir lögregluna fylgjast náið með gangi mála. „Við erum með þau í gjörgæslu. Þau þurfa að fá ákveðið mörg brot á sig til að hægt sé að setja þau í síbrotagæslu og við erum að vinna í þessu. Vonandi náum við innan tíðar að klára þetta.“Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Nokkur umræða hefur skapast um innbrotafaraldurinn í Facebook-hópi íbúa í hverfinu þar sem þolendur þjófaparsins greina frá raunum sínum. Þar gefur að líta frásagnir af stolnum bíl, innbrotum í bíla, innbrotum í bílskúra og heimili þar sem verðmætum er stolið. Jóhann Karl segir að brotist hafi verið inn í fyrirtæki sömuleiðis. Greina má áhyggjur og ótta meðal margra íbúa sem þar taka til máls en líka samúð með ógæfu og aðstæðum parsins sem þurfi fyrst og fremst á úrræðum og aðstoð að halda. Jóhann Karl staðfestir að hið unga par sé heimilislaust og glími við geðræn vandkvæði. Hann segir mál sem þessi taka tíma og til að koma þeim í síbrotagæslu þurfi einstaklingar að brjóta nokkrum sinnum af sér. „Við getum tekið þau úr umferð einn dag til yfirheyrslu en síðan fara þau út og koma aftur inn. Síbrotagæsla er úrræði til að geta látið fólk, sem getur ekki gengið laust vegna þess að það er alltaf að brjóta af sér, sitja inni þar til dómar falla í málinu.“ Það eina sem íbúar hverfisins geti í raun gert sé að gæta þess að læsa að sér og hafa augun opin fyrir grunsamlegum mannaferðum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Ungt heimilislaust par er grunað um röð innbrota og þjófnaðarmála í Laugarneshverfi í Reykjavík í vikunni og hafa margir íbúar í hverfinu verulegar áhyggjur. Lögreglan hefur haft ítrekuð afskipti af parinu og bíður þess að það brjóti af sér aftur svo skilyrði síbrotagæslu verði uppfyllt. Þangað til þurfa íbúar að hafa augun opin og dyrnar læstar. „Það er bylgja í innbrotum þarna og okkur grunar að megnið af þeim tengist þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir lögregluna fylgjast náið með gangi mála. „Við erum með þau í gjörgæslu. Þau þurfa að fá ákveðið mörg brot á sig til að hægt sé að setja þau í síbrotagæslu og við erum að vinna í þessu. Vonandi náum við innan tíðar að klára þetta.“Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Nokkur umræða hefur skapast um innbrotafaraldurinn í Facebook-hópi íbúa í hverfinu þar sem þolendur þjófaparsins greina frá raunum sínum. Þar gefur að líta frásagnir af stolnum bíl, innbrotum í bíla, innbrotum í bílskúra og heimili þar sem verðmætum er stolið. Jóhann Karl segir að brotist hafi verið inn í fyrirtæki sömuleiðis. Greina má áhyggjur og ótta meðal margra íbúa sem þar taka til máls en líka samúð með ógæfu og aðstæðum parsins sem þurfi fyrst og fremst á úrræðum og aðstoð að halda. Jóhann Karl staðfestir að hið unga par sé heimilislaust og glími við geðræn vandkvæði. Hann segir mál sem þessi taka tíma og til að koma þeim í síbrotagæslu þurfi einstaklingar að brjóta nokkrum sinnum af sér. „Við getum tekið þau úr umferð einn dag til yfirheyrslu en síðan fara þau út og koma aftur inn. Síbrotagæsla er úrræði til að geta látið fólk, sem getur ekki gengið laust vegna þess að það er alltaf að brjóta af sér, sitja inni þar til dómar falla í málinu.“ Það eina sem íbúar hverfisins geti í raun gert sé að gæta þess að læsa að sér og hafa augun opin fyrir grunsamlegum mannaferðum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira